Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 33 kvæöin íslenzku svo neíndu eru einnig óstuðluð, og skyldleiki þeirra við dönsku þjóðvísurnar svo ótvíræður sem verið getur, því að þar er alltaf um stælingu og stund- um beinlínis um þýðingar að ræða. Ég held að af þessu megi ráða, að hin svo nefndu íslenzku íornkvæði séu tiltölulega mjög ung, naumast mikið eldri en frá því um og eftir 1500, en meginþorrinn nokkuð ör- ugglega frá því eítir siðaskiptin, er dönsk áhrif urðu hér einráð. Dani skorti beinlínis um þessar mundir öll tækifæri til þess að miðla okkur nokkurri menningu cða öðru, því að íslendingar komu örsjaldan til Danmerkur og naum- ast til dvalar, en Danir komu hing- að nauðalítið og fóru ekki að sigla landið upp til verslunar fyrr en eftir siðaskiptin, aðallega þó fyrst eftir 1602, en þá svo rækilega, að tjónið af þeirri verslun yrði okkur ekki bætt, þótt Danir skiluðu okk- ur öllum þeim handritum og forn- gripurn, sem við eigum í garði þeirra. Nokkuð svipað var um Norðmenn, að um áhrif frá þeim gat ekki verið að ræða, því að þeir hættu fljótlega verslunarferðum hingað til lands eftir að ísland gekk undir konung. Urðu íslendingar eítir það sjálíir að sækja þær nauð- synjar til Noregs, er þeir þóttust þurfa að fá sér þar, en annað keyptu þeir af Englendingum og Þjóðverjuin. Lcituðu þeir þá til hinna miklu verslunarborga Nor- egs, sérstaklega Björgvinjar, cn þær voru verslunarstaðir á evrópu- mælikvarða og alveg i höndum er- lendra manna, aðallega Þjóðverja. Norsk áhrif urðu því ekki þangað sótt. En um fornkvæðin íslenzku, sem svo eru nefnd, er sízt fyrir það að synja, að útkoma hins merka danska þjóðvísnasafns An- ders Sörensens Vedels 1591 hafi átt mikla sök á því, að þessi umskift- ingur var lagður í bol íslenzks Franskir söngvarar á 11. öld. ' • w _ \ «■• *)• .»-•■» • 'nt»T kveðskapar. Þótt tekið sé svona til orða, er það ekki af því, að forn- kvæðin séu ekki merkileg, cn þau hafa svo sem ekkert verið rann- sökuð fræðilega. Þau eru bráð- skemmtileg þrátt fyrir hinn óís- lenzka búning sinn, og vil ég ein- dregið ráða lesendum til þess að kynna sér þau. Bókaútgáfan Hlað- búð hefur gefið þau út fyrir nokkr- um árum, og er sú bók hið ytra með fegurstu íslenzkum bókum, sem til eru. — ★ — Það hcfur vcrið kallað um vísuna í Sturlungu, sem kveðin var 1221: „Loítur er í Eyum, / bítur lunda- bcin. / Sæinundur cr á hciðum, / etur berin cin“, að liér væri urn dans að ræða, en þess er, eins og dr. Björn Þórólfsson réttilega tekur íram í hinu rnikla rímnariti sínu, hvergi getið í Sturlungu, að hún sé dans. Samt er talið að vaíalaust sé svo, af því að bragarhátturinn er kallaður afbrigði af suðrænum danshætti, er rímnabragurinn úr- kast er talinn vera runninn frá, og ekki þó sízt af því, að vísan „er ekki stuðluð eítir islenzkum brag- reglum“, eins og það er orðað. En liggur nú ekki beinna við að álíta, að hér sé um illa gerða vísu. að ræða, gerða af manni, sem hvorki kunni sæmilega til slíks, né hafði brageyra? Slíkt hefur auðvitað verið til á öllum öldum, rétt eins og er enn í dag, því að setningunni: „skáldskapur þinn er skothent klúður, / skakksettum höfuðstöfum með“ má að sjálisögðú* finna stað, bæði fyrr og síðar, meðan cinhver girnist að yrkja. Leirburður hefur geymzt margur frá ýmsum tímum, án þess að hafi verið gerðir dansar úr honum. Ef þetta sjónármið er halt, er hægt að finna að vísan er stuðluð, þótt illa sé gert. Þá ber ég ekki, írekar en ýmsir aðrir, ncitt oisatraust til handritanna, og ég gæti einmitt sýnt dæmi þess úr Sturlungu, að vísa hafi farið bæði hatramlega og skringilega úr skorðum hjá afskrifurum, en þó svo að vandalaust er að sjá það með öruggri vissu, hvernig hún heíur verið upprunalega. Það er kersknivísan: „Þat es válítit, / þótt vér reptim“, sem kveðin var í brúð- kaupinu á Reykhólum 1119. Um þessa vísu hafa fjallað ágætustu vísindamenn og ritskýrendur, en þó ekki getað komið auga á það, hvernig hún er rétt. Þótt gaman væri, er rúmsins vegna ekki hægt að fara frekar út í þetta nú. Um vísuna „Loftur er í Eyum“ er það einnig að segja, að hún er ber- sýnilega ekki tekin upp í Sturl- ungu vcgna skáldskapargildis síns, heldur vegna svívirðinganna um Sæmund Jónsson, sem hún hefur að geyma. Iiitt er fullkomlega rétt, að „Mín- ar eru sorgirnar þungar sem blý“ er dans, því að það stendur berum orðum í Sturlungu, en ekki verður af þessu vísuorði annað séð, en að þessi dans hafi verið fullkomlega stuðlaður. Professor Heusler hefur, án þess að vísuorðið geii nokkurt tileíni U1 þess, skipt því í tvö vísu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.