Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 J ' _ — # - Hirðdansleikur í Lille 1463. Neðst t. v. Filip hertogi hinn góði og kona hans. meiV jafn skáldhneigðri þjóð og íslendingar eru, svo að þar hafi ekki þurft á neinum innflutningi erlendrar vöru að halda, enda bera sum dróttkvæðin þess glöggar minjar, að ástarvísur hafa verið kveðnar hér á landi meðan drótt- kvæði voru ort hér, en þau eru hérlend jafn gömul íslands byggð, og mannleg náttúra er miklum mun eldri. Mansöngvar hafa því alla daga verið til á íslandi. Það er enginn vafi á því, enda sammæli allra, að bæði rímurnar og fornkvæðin íslenzku, sem svo cru nefnd, eru af erlendri rót runn- in, og það er heldur enginn vafi á því, að rótin, eða að minnsta kosti undirrótin sé frönsk. Látum nú svo vera, að mansöngskvæði þau og dansar, sem hinn helgi Jón biskup amaðist við, hafi ekki verið af inn- lendum uppruna, heldur erlendum, og er þá að athuga, hvernig sá kvæðaháttur hafi borizt hingað í land og hvaðan. — ★ — Nú verður að líta til útlanda og sjá hvernig ást og mansöngvum hður þar. Um þessar mundir voru tvær tungur ráðandi á Frakklandi, Norður-Franskan, svonefnd langue d’oui, og Suðaustur-Franskan languedoc, en svo eru tungur þess- ar nefndar af því, hvernig játað var á þeim og er. Norður-Franskan er undirstaða þeirrar Frönsku, er gengur um allt Frakkland enn í dag, en Suðaustur-Franskan er lýzka sú, sem nú er nefnd Pro- vencalska, og enn er töluð í hér- uðunum kringum Rhóne-fljótið. Á báðum þessum tungurp hafa á 11. öld verið til auðugar mansöngs- bókmenntir, enda þótt allólíkar væru innbyrðis, en í lok þeirrar aldar hafa erlendir mansöngvar verið búnir að hreiðra um sig hér á landi, ef kvæði þau og dansar, sem hinn helgi Jón amaðist við, hai'a verið útlend. Voru norður- frönsku mansöngvarnir allmjög hrjúfari og einfaldari í formi en hinir suðurfrönsku, en hinn suður- franski skáldskapur var fágaðri, myndauðugri og dýrar kveðinn en hinn, enda fór fyrir honum þar eins og dróttkvæðunum okkar, að dýr- leiki kveðskaparins varð hans bani. Af suðurfrönsku bókmenntunum er það að segja, að þær voru svo glæsilegar, að þær á 12. öld breidd- ust um allan hinn me’nntaða heim, suður, norður, austur og vestur, og má svo heita, að allur kveðskapur vorra daga, að undanteknu ýmis konar fíflafálmi eins og t. d- hinum svo nefnda atómkveðskap og því- líku, standi á herðum hinnar pro- vengölsku ljóðagerðar. En fyrst breiddist hún um Norður-Frakk- land og Þýzkaland og í heild sinni þaðan norður og vestur, en frá Suður-Frakklandi — Proven^'e — breiddist hún milliliðaiaust til Suðurlanda. Til Norður-Frakklands barst þessi ljóðagerð á 12. öld, en til Þýzkalands í lok 12. aldar. Suð- urfrönsku skaldin, hinir svo nefndu troubadourar, gengu yrkjandi með húsum og höllum, og í fylgd með þeim var oftast kvæðamaður li joglar. Hann samdi lög viö kvæðin, söng þau og lék undir á hörpu. Loks fór svo, að höfðingjar og hirð- ir höfðu föst skáld og kvæðamenn. Á þetta hvorttveggja hliðstæður á Islandi og meðal Islendinga fyrr og síðar, sumpart þar sem eru íslenzku hirðskáldin og síðar menn eins og Svartur á Hofstöðum, skáld Ólafar Loftsdóttur ríku, annars vegar, en hing vegar þar sem voru t. d. Þor- móður Kolbrúnarskáld og síðar fólk á borð við Kvæða-Önnu. Hafi hin regilegu kv'æði, er hneyksluðu hinn blessaða Jón bisk- up verið af útlendum uppruna, þá geta þau ekki hafa borizt hingað neins staðar að, nema annaðhvort af Norður-Frakklandi eða úr Pro- venge, því að hin suður-franska ljóðagerð var þá hvergi komin út fyrir sín landamæri, og dönsku og norsku þjóðvísurnar voru enn ekki orðnar til. Það getur, úr því svi» var, naumast hafa verið um annað að ræða, en að ljóðaháttur þessi hafi borizt hingað beint, annað- hvort frá Norður-Frakklandi eða frá Suðaustur-Frakklandi. Að því er til Suðaustur-Frakk- lands tekur, þá eru engar heimildir fyrir þvi, að neinir íslendingar hafi lagt þangaö leiðir sínar um þær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.