Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 14
42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þessari klípu var sú, að látast ekki vita neitt. Liðsforingjarnir sögðu tíka að hann hefði aðeins verið viljalaust verkfæri í höndum sín- um. Liðsforingjarnir voru allir skotnir, og mánuði seinna komst Fleig aftur til herdeildar sinnar. Hann særðist í loftárás og þegar striðinu lauk lá hann í sjúkrahúsi og kom þaðan slyppur og snauður. -----//---- Annar þáttur þessarar sögu gerð- ist svo vorið 1948. Þá hafði Fleig komist að þeirri niðurstöðu, eftir mikil heilabrot, að heppilegast væri fyrir sig að segja frönsku stjórn- inni frá þessum auðæfum. Hann var sjálfúr félaus maður og gat því ekki af eigin ramleik reynt að bjarga fjársjóðnum, og hann þorði ekki að trúa neinum fyrir þessu þar sem hann óttaðist að þá mundi sér máske verða bolað algjörlega frá og aðrir sæti að fengnum. Hann hafði því bezta trú á frönsku stjórninni. Honum veittist ekki erfitt að fá stjórnarherrana til að trúa sér. Frakkar stóðu þannig að vígi að þeir gátu prófað sögu hans. í skjalasafni þýzku herstjórnarinnar fundu þeir skjöl, þar sem talað var um að fjármunum þýzka Afríku- hersins hefði verið sökkt í sæ. Frakkar fundu einnig málsskjöl hinna fjögurra liðsforingja og dóm- inn yfir þeim, þar sem skýrt var frá hvað þeir hefði til saka unnið. Þess vegna tóku menn mark á sögu Fleigs og ákveðið var að verja nokkrum milljónum franka til þess að finna þessa 30 miljarða. En þeir fundust ekki. Var þá saga Fleigs uppspuni einn? Það er hreint ekki víst. Hann hafði krafizt þess að fá þriðjung auðæfanna í sinn hlut, en franska stjórnin vildi ekki greiða honum nema lítinn hundraðshluta. Og þegar leitin hófst lézt hann svo ekki muna neitt hvar kössunum hefði verið sökkt. Auðvitað hafði hann ekkert upp úr þessu, en ætl- aði nú að komast til Þýzkalands. Náði hann sér í nokkra sjónauka og myndavél, sem hann ætlaði að selja fyrir ferðakostnaði, en var þá gripinn og dæmdur í tveggja mán- aða fangelsi. Hann var látinn laus hinn 7. des. 1948 og leyft að fara til herbergis síns í Bastia, en var bannað að yfirgefa borgina. Samt sem áður hvarf hann þetta sama kvöld og vissi enginn hvað af hon- um hefði orðið. Nú hefði mátt gera ráð fyrir því að sögunni um „fjársjóð Rommels“ væri lokið. En svo var ekki. Hinn 15. ágúst í sumar kemur gamall brezkur liðsforingi, Mr. Pears, á lystiskipi sínu „Romany Maid“ og fer að leita að fjársjóðnum. Um sama leyti skýtur Fleig aftur upp í Bastía. Vildi hann hafa spurnir af því, hvernig þessi leit gengi, en er hann fékk að vita áhvaða slóðum „Romany Maid“ hafði leitað, varð honum hughægra og hvarf aftur á jafn dularfullan hátt og hann var kominn. ----//— Margir fjársjóðir aðrir en „Fjár- sjóður Rommels“ hafa horfið með skipum í sjávardjúp. Amerískur maður, sem Riesenberg heitir, hef- ir lengi fengizt við að safna skýrsl- um um skip, sem farizt hafa með miklu fé. Hefir hann komizt að þeirri niðurstöðu, að áttundi hlut- inn af öllu því gulli, sem unnið hefir verið úr skauti jarðar síðan árið 1500, liggi á sjávarbotni. í hverju einasta skipi, sem ferst, er meira og minna fé, því að skip, sem sigla landa milli hafa til skamms tíma haft með sér fé til að greiða öll gjöld. Annar Ameríkumaður, Richardson Glover skipherra, sem einu sinni var starfsmaður amer- íska ílotamálaráöuneytisins, sagði að á öldinni sem leið hefði 217.200 skip farizt. Mörgum sokknum skip- um hefir verið reynt að bjarga, og í fæstum tilíellum hefir það verið gert vegna skipanna sjálfra, held- ur vegna þeirra fjármuna, sem hafa verið innan borðs. Það var til dæmis ekki lítill auður um borð í spönsku skipunum, sem sigldu frá Ameríku hlaðin gulli Aztek- anna, en komu aldrei fram. Meðfram öllum ströndum liggja skipsflök og í mörgum þeirra er stórfé. Þetta hefir freistað margra manna til þess að reyna að ná í þetta fé. En það er hægar sagt en gert, og hvergi nærri jafn vænlegt til gróða eins og í fljótu bragði virðist. Rieseberg hefir til dæmis komist að þeirri niðurstöðu, að í fæstum tilfellum muni það borga sig að fást við björgun slíkra fjár- sjóða, því að kostnaðurinn við það muni gleypa allan afraksturinn, þótt vel gengi. HJIJSKAPIiK í IMIGERIA MAZI IJOMA er efnaður bóndi. Hann á átta konur og fimmtán börn, og er þessvegna talinn „stórmenni“ í sinni sveit. Elzta barn hans er dóttir og hún er mest metin. Hún hefir verið látin læra, en ekkert hinna barnanna hefir fengið það. Hún er nú 17 ára og ný- komin úr skóla. Hún heitir Mgbafo. í sama þorpinu á heima önnur efnuð fjölskylda. Húsbóndinn á þrjár konur og elzti sonur hans heitir Nwankwo og er nú 24 ára. Þeir eiga verslun og Nwankwo er í búðinni hjá föður sín- um. Nú langar hann tiL að kvænast, og hann hefir fengið áugastað á Mgbafo. Nwankwo er af hirium fjölmenna Ibo ættflokki og hjónaband hans verður. að faVa fram eftir siðvenjum þess fldkks. Hann segir föður sínum frá því hvað sér sé í hug ög gamli mað- urinn hefur þegar eftirgrenslanir um það hvers konar fólk þessi fjölskylda hennar Mgbaío sé. Eyrst er að vita

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.