Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 4
32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mundir, og þó verður það ekki for- tekið, því að ein af leiðum ís- lenzkra suðurgöngumanna lá þar um. Þetta mælir því frekar á móti því, að áhrifin séu þaðan komin. Þó er til eitt atriði, er gæti bent til’upþruna úr þeirri átt. í Codex Guelferbútterianus, handriti, sem sumir hafa nefnt Kollsbók, og ritað er í byrjun 16. aldar, eru Geirarðs rímur, sem samdar eru upp úr provengölsku kappakvæði, er heit- ir Girart de Rousillon, og almennt taldar vera allmiklu eldri en hand- ritið. Upp úr rímum þessum hefur síðar verið saminn Geirarðs þáttur Vilhjálmssonar- Franska kvæðið er í núverandi mynd sinni aðeins frá 12. öld, en að stofni til er það all- miklu eldra. Um Norður-Frakkland er þnð kunnugt, að ýmsir íslendingar hifa verið þar á ferð á 11. og 12. ö'd, svo sem Jón biskup helgi, hmn blessaði Þorlákur biskup og Sæ- mundur prestur.Sigfússon, og h’’fði hann verið í hinum fræga skóla Viktorsmunka í París. Úr því að þessir menn hafa dvalizt þar, má með sæmilegri vissu gera ráð f*rir því, að þar hafi komið ýmsir, ef til vill, margir íslendingar aðrir, bæði fyrr og síðar, e’-’da þótt há hafi ekki borið svo hátt, að nöfn þeirra hafi geymzt. Það er til marks um það hversu náið samband hefur verið milli íslands og Norður- Frakklands um aldamótin 1100, að „einn franzeis, sæmilegan prest- mann, er Ríkini hét, kapelán sinn, fékk hinn helgi Jón til að kenna sönglist og versgerð. Ríkini var klerkur góður — með því er átt við, að hann hafi verið lærdóms- maður —, bæði diktaði hann vel og versaði", en með því er sagt að hann hafi verið góður rithöfundur og skáld. Nú grunar auðvitað eng- inn þá Jón biskup helga og Ríkini prest, en nafnið mun þvða hinn auðgi, um að þeir hafi flutt man- söngvana í Hólabiskupsdæmi, þótt ekki væri af öðru en því, að þeir komu bar fyrst upp úr aldamótun- um 1100, en mansöngvarnir og dansinn voru komnir þar alllöngu á undan þeim. Þeir hljóta því að hafa komið þangað með öðrum Frakklandsförúm. Þá er það ekki sízt eftirtakanlegt um samband ís- lands og Frakklands um þessar mundir, að fslendingar virðast hafa haft bein verslunarviðskipti við Frakkland á 12. öld og flutt þangað ullarfarma á íslenzkum skipum. Er þá ekki ólíklegt, að fleiri útflutn- ingsvörur landsins t. d. skreið hafi flotið þangað líka á sama hátt. Þessara verslunarviðskipta sér nú, eins og svo margs frá fyrri tíð, lít- inn stað. Tollskrár Rúðuborgar fornar sýna það, að árið 1198 kom íslenzkt skip til borgirinnar með ullarfarm og greiddi þar tolla og afgjöld, eins og ’ög stóðu til. Fræði- menn vorir hafa að vísu skilið klausuna svo, að skip og farmur hafi einhverra orsaka vegna verið gert upptækt og selt. en ég held að það stafi af misskilningi á hinni ærið kræklóttu latínu, sem er á klausunni. En hvað sem bví líður þarf naumast að efa, að þessi ís- lenzka verslunarferð til Frakk- lands hefur ekki verið einsdæmi. Það er algengur ósiður að meta hundinn eftir hárlaginu, og á sama hátt eru verslunarviðskipti þrálega metin eftir þeirri iðiu, er kaup- menn oftast sýnast stunda — að flvtia varning fram og aftur, meta, mæla, vega og telja, að menn oft kalla auðfenginn gróða- Hinu er aftur á móti oftast gleymt, hvert feikna gagn hvers konar andlegri menningu hefur stafað og stafar af verslun og viðskiptum, og meðal annars hefur reynslan sýnt, að að- komandi erlend menningarfvrir- brigði einmitt leita að eftir beim farvegi, sem verslunarviðskipti hafa áður rutt. Af þessu er fullljóst að franskir menningarstraumar hafa á þessum tíma haft nægilega mörg og greið tækifæri til þess að berast hingað beint í þá daga, án þess að þurfa að leggja krók á leið sína til Danmerkur eða Noregs, en hitt verður ekki fortekið, að þeir kunni að hafa komið við á Eng- landi, sem er beint í leiðinni. enda komu margir íslenzkir Frakklands- farar bar við, svo sem hinn blessaði Þorlákur biskup. Það mun því nokkuð öruggt að kvæðaáhrifin frönsku hafi komið hingað beina leið. — ★ — Nú verður að snúa nokkuð að fornkvæðunum íslenzku, sem svo eru nefnd, og þjóðvísunum dönsku, sem eiga að hnfa verið undirstaðan undir rímunum. — Þjóðvísurnar dönsku voru allar dansar, um það er enginn ágreiningur. Eru þær flostar að sö?n til orðnar á tíma- bilinu 1159—1380, o" er ekki talið að eMri danskar þjóðvísur séu til nú, en stíll þeirra og gerð eru talin hafa borizt til Danmerkur á 12. öld. Hafi verið til alíslenzkir dansar fvrir 1100, sem sýnist vera óyggj- andi, þá hafa þeir að sjálfsögðu verið stuðlaðir, bví að ekki mundi annað hafa þótt kveðskapur hér þá. En þá mundu danskir óstuðlaðir dansar, ef þeir hefðu farið að stinga uro kollinum hér síðar, hafa átt erfitt uppdráttar, og því erfiðar hefði þeim reynzt að ryðja sér til rúms, ef hinn franski dansa- og mansöngskveðskapur hefði verið kominn til landsins fyrir 1100, en á þeim tíma gat hér á landi ekki komið til greina nema annaðhvort alíslenzkur dansa- og mansöngs- kveðskapur eða aðfluttur franskur, en hinir aðfluttu frönsku dansar hefðu þá auðvitað einnig hlotið að verða stuðlaðir. Dönsku dansavís- urnar — bjóðvísurnar — voru hins vegar allar óstuðlaðar, og forn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.