Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 1
3. tbl. Sunnudagur 25. janúar 1953 XXVIII. árg. Guðbrandur Jónsson próíessor: FRÖMSK HETJULJÓÐ OG ÍSLENZKAR RÍMUR ÉG BÝST við því að flestum lands- mönnum sé kurvvugt, að fyrir skömmu kom hér út sýnisbók ís- lenzkra rímna í 3 bindum, sem hinn nafntogaðiskozkifræðimaður herra Vilhjálmur Craigie hefur gengið frá. Rit þetta er með slíkum ágæt- um, að það lofar sig sjálft, og skal ég því ekki fara lengra út í það. Þó vil ég leyfa mér að segja, að ef þetta rit, samið og gert af slíkum höfuðfræðimanni sem herra Vil- hjálmi, ekkx getur orðið til þess að vekja skilning íslenzks almennings á þýðingu rímnabókmenntanna fyrir okkur og ágæti þeirra á marga lund, þá held ég að íslend- ingahjörðinni verði upp héðan ekki gefandi annað á hinn andlega garða en atómkveðskapur og slíkt frugg, en af því mun hjörðin aldrei verða menningarlegt holdafé. -*- Lestur hinna merku innganga herra Vilhjálms í Sýnisbókinni vekur mann til margvíslegra um- hugsana, ekki síður þótt maður sé leikmaður á þessu sviði, eins og Guðbrandur Jónsson próf. ég er. Eitt með öðru, sem ég fór að velta fyrir mér við lesturinn, er uppruni íslenzkra rímna og hvernig þetta kvæðaform hefur borizt hingað til lands, því að um það er enginn ágreiningur, að það á upptök sín utan íslands. Hitt mætti, ef til vill, vera fleiri en ein skoðun um, eftir hvaða leiðum og hvenær kvæðaformið hefur borizt hingað. Einhverntíma endur fyrir löngu hef ég myndað mér mína skoðun um þetta, en ég hef nú ekki lengur hugmynd um, hvernig ég komst að niðurstöðum mínum, enda hef ég aldrei síðar, frekar en gerist um leikmenn, endurskoðað þær til þess að ganga úr skugga um, hvort þær fengju staðizt. í hinum ágætu inngöngum sínum að bindum Sýnisbókarinnar gerir herra Vilhjálmur skilmerkilega grein fyrir afar mörgu, og meðal annars skýrir hann frá því, eftir hvaða leiðum rímnaformið hafi borizt hingað í land. Ég ætla laus- lega að greina frá skoðun hans um þetta efni og sennilega flestra ann- arra, vegna þess að mér virðist ónnur skýring en sú vera hugsan- leg á því, hvaða leiðir rímurnar hafi borizt hingað, skýring, sem er í, samræmi við hina gómlu skoðun mína um þetta efni. Vakti inngang- urinn að fyrsta bindinu mig til þess að fara að athuga, hvort hin gamla skoðun mín gæti verið rétt, eða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.