Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Qupperneq 8
36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS EISENHOWER FORSETI kann vel til matreiðslu ÞEIR voru sex bræður og þegar á unga aldri kenndi mamma þeim að lijálpa sér við heimilisstörfin. Fengu þeir þá æfingu i að taka til í herbergj- um, þvo gólf og elda mat. Dwight hafði. áhuga fyrir matrciðsiunni, cn honum leiddist að þvo upp og það lct hann bræðrum sínum eftir. En hann vildi enga hjálp við matreiðsluna, hann flysjaði sjálfur kartöflurnar, saxaði grænmetið og bjó í pottinn. Varð hann brátt ágætur matreiðslumaður og hef- ur haldið þeirri kunnáttu við fram á þennan dag. Þegar kosningahriðinni unr forsetastöðuna var lokið, tók hann sér frí og dvaldist urn tíma á afskekkt- um stað. Þar stundaði hann stangar- veiði og matreiddi sjálfur. „Maðurinn minn getur ekki fengið betri hressingu en standa timunum saman við matreiðslu,“ hefur frú Eis- cnhower sagt. Og hcnni þykir ekkert að því. Hún er sjálf lítið fyrir elda- mennsku gefin og henni þykir vænt um þegar maðurinn tekur við stjórn í eldhúsinu, þvi að þá má enginn annar koma þar nærri. Annars eru konur vanastar því að reka menn sína úr eldhúsinu, vegna þess að þeir setji þar allt á annan endann. En Eisenhower er öðru visi farið. Hann heldur þar öllu í reglu og hann gætir þess að enginn matarbiti fari til spillis. Og það var ein af áherzlusetningum hans í kosn- ingabarattunni: Ekkert ma fara til spillis. Það lætur að líkum að Eiserihower eigi sína uppáhaldsrétti, sem hann er leikinn í að matreiða. Og hér eru þá nokkrar upplýsingar sanikv. „kokka- bók“ hans: \ Eisenhower-supa Eg tek súpujurtir og kjöt og sýð það þangað til kjötið er farið að losna við beinin. Jafnhliða kasta ég byggmjöli út á, því að það þai f jafn langa suðu og kjötið. Byggmjölið er alvcg nauð- synlegt, því að það bindur soðið og gefur þvi framúrskarandi góðan keiin. Þegar soðið er, tek ég pottinn ofan og laet súpuna kóhw. Þegar hun er köld . t v * * Eisenliower matreiðir. veiði ég hina storknuðu feiti ofan af og tek svo kjötið upp úr. Nú geymist þetta til næsta dags. Þá bæti ég græn- metinu við, fyrst flysjuðum gulrófum, söxuðu selleri og lauk (ég hef helm- ingi meira af lauknum ef ég er að matreiða fyrir karlmenn). Því næst bæti ég við nógu af smásöxuðu káli og ennfremur kartöflum og tómötum. Enn frernur nýum grænum baunum, þær setja fallegan lit á súpuna. Svo er lileypt upp suðunni á þessu. Eg get fullvissað ykkur um, að öllum hefur þótt þessi súpa hreinasta afbragð.- Eisenhower-steik Ekki niá taka beinin úr kiötinu þeg- ar maður steikir bauta. Bragðbezta kjötið er inn við beinin. Þegar kjötið er vel brúnað, raða ég miklu af skorn- um lauk umhverfis. Það er ekki nauð- synlegt að laukurinn soðni alveg, en hann gefur steikinni sterkt og þægi- legt bragð. Eiscnhowcr-pönnukökur í pönnukökur á ekki að nota annað en maismjöl, surmjólk og ofurlitið af salti. Þetta er hrært út að kvöldi eius þunnt og þurfa þykir og síðan geymt til næsta morguns. Þá bakar maður pönnukökur með morgunmatnum, og þið munuð sjá að betri pönnukökur hafið þið aldrei fengið. — — Ef Eisenhower er spurður að því hvernig á þvi standi að hann sé svona góður matreiðslumaður, þá stendur ekki á svarinu: — Það er engin list að matreiða vel. Það er um að gera að vanda sig og gæta vel allra smámuna. Og ekkort flaustur. Menn verða að gcfa sér góðan tíma til matseidunar". ^ V ^ Barnavagnar ÞAÐ var á dögum þrælastríðsins að fyrsti barnavagninn sást i Ameríku. Hann var eins og hús í laginu og sá sem hafði fundið hann upp hét Charles Burton. Það varð uppi fótur og fit í New York er hann ók þessum vagni um göturnar og fólk glápti á hann cins og tröll á heiðríkju, því að þar var það venja að fólk bar börn sin á liand- legg. Burton hclt að hann mundi hafa meira upp úr þessari uppgötvun sinni í Englandi og fór því þangað. Og hon- um tókst að fá drottninguna til þess að panta einn vagn hjá sér. Þar með hefst saga barnavagnanna. Allir vildu eiga barnavagn úr því að drottningin í Englandi hafði fengið sér slikan vagn. Og Bui'ton græddi vel á uppgötvun sinni. Fyrstu barnavagnarnir voru rnjög ólíkir þeixn vögnum, senx vér eigum nú að ven.iast. Þeir voru sniiðaðir úr tré, og enginn málmur í þeim annar en naglarnir, sem heldu þeiin saman. Hjólin voru úr tré og börnin hristust allónotalega þar sem ekið var á óslétt- unx vegi. Nú eru barnavagnar aðallega úr málmi og svo þýðir að börnin hreyfast varla i þeim. Karfan hvilir á fjöðrunx og togleðurshringar eru á hjólunum. Það er því allmikill munur á þeim og fyrstu barnavögnunum. 41- 41 41 41' 41 ÆVI Bandarikjamanns skiftist í þrjú timabil. Fyrst er hann þræll móður sinnar, svo er hann þræll konu sinnar og seinast er hann þræíl dóttur sinnar (Jean Reuoir).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.