Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 11
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 Loftvog ófriðarblikunnar Lloyds í London tryggir gegn ófriðarhættu LLOYDS vátryggingarfélagið í London er stærsta og merkasta tryggingarfélag heimsins og hefir ítök um allan hnöttinn. Það var stofnað fyrir 200 árum í litlu kaffi- húsi í London. Stofnandinn, Ed- ward Lloyd, hafði lag á því að stefna þar saman skipstjórum og helztu útflytjendum landsins. Menn sátu þar á hörðum trébekkj- um við dúklaus og óhefluð borð og ræddu um áhættu við siglingar og farmgjöld á hinum ýmsu sigl- ingaleiðum. Áhættan var mikil, nema því'aðeins að hægt væri að vátryggja skip ög farma. Og Lloyd tók að gér að 'sjá um. það. Línurit, er sýnir hækkandi og Iækkandi iðgjöld af stríðstryggingum á árunum 1947—1952. Fyrir 25 ^ruin var stórhýsi reist þar seim ,gámla .kaffisíofap. þ'afði, Staðið aður, en gpmlúm1 siðllm og gömlum, peglurn yar itra.nglega haldið. Menn sitja þar ehn á bekkj- um við lóng, bórð, afveg eins og var í gamla kaf|ihúsinu. En nú tekur Lloyds að sér alls- konar tryggingar. Það færði fljótt út kvíarnar. Enn er til hundrað ára gamalt bréf frá amerískum kaupsýslumanni og í því stendur: „Sendið okkur lista um allar þær tryggingar, sem þér takið að yður“. Og svarið var: „Vér tökum að oss tryggingar svo að segja á öllu, og þess vegna sendum vér yður lista um það, sem vér viljum eigi vá- tryggja". Þessi listi er í gildi enn í dag. Þar stendur að enginn geti tryggt sig þar fyrir fátækt né atvinnu- missi né hjónaskilnaði. Ekki geta leikhús heldur tryggt sig gegn slæmri aðsókn, né rithöfundur eða bókaútgefandi gegn lélegri sölu bókar. Og enginn getur heldur tryggt sig gegn því að hann fremji glæp. Og merkilegast af öllu er það, að Lloyds tekur ekki að sér líf- tryggingar. En kvikrpyndastjarna í Holly- wood getur féhgið þar 75.000 doll- ara tryggingu á fegurð sína. Kaup- sýslumenn geta tryggt sig gegn tjóni í væntanlegri styrjöld. Og maður nokkur í London, sem lifir á því að leigja fátækum aðalsmönn- um viðhafnarbúninga við hátíðleg tækifæri, hefir keypt sér vátrygg- ingu til að bæta úr því tjóni er hann kynni að verða fyrir ef svo illa tækist til að rigning yrði dag- inn sem á að krýna Elisabetu drotn- ingu. Margir aðrir kaupsýslumenn háfa farið að dæmi hans. Þessar veðráttutryggingar eru þó ekki nýtt fyrirbæri. Um mörg ár hefir Lloyds selt að meðaltali um 500 slíkar tryggingar. Hefðarfrúr kaupa jafnvel tryggingu gegn því tjóni sem þær kynni að verða fyrir, ef einhver veizlan hjá þeim fer út um þúfur vegna veðurs. Þegar forsetakosningarnar fóru fram í Bandaríkjunum fyrir skemmstu, keyptu menn trygging- ar sitt á hvað. Sumir vátryggðu sig gegn því að Eisenhower væri kos- inn, og aðrir vátryggðu sig gegn því að Stevenson yrði kosinn. En einhver einkennilegasta vá- tryggingin, sem um getur í sögu félagsins, var sú er nú skal frá sagt: Gertrud Ederle hét fyrsta konan, sem vann það afrek að synda yfir Ermarsund. Nokkrum dögum áður en þetta skeði, kom maður til Lloyd og spurði hvort hann gæti fengið vátryggingu gegn því að Ederle kæmist yfir sundið. „Þér eigið víst við það að þér viljið fá tryggingu, sem greiðist ef ungfrúin verður að gefast upp og *> ; '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.