Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLADSINS 41 „Fjórsjóður Rommels“ 30 miljarðar franka á mararbotni IJM NOKKUR ár hafa Frakkar haft brennandi áhuga á því að reyna að bjarga hinum svopefndu fjársióðum Rommels, sem sagt er að liggi á mararbotni í Bonifacio-flóanum á Korsíku. Hér er um að ræða verð- rpæti, sem nema að sögn 30 miljörðum franka oe er þetta ránsfé og mála- fé þýzka hersins, sem var i Norður-Afríku undir stiórn Pommels. Þeg- ar herinn fór halloka fyrir bandamönnum, voru þessi auðæfi send til Korsiku til þess að reyna að koma þeim undan. — Og hér kemur svo hin ævintýralega saga um það hvað varð um þennan fjársjóð. Fyrir fjórum árum kom þýzkur SS-maður öllu í uppnám í Frakk- landi. Hann hét Peter Fleig. Hann lýsti yfir því að hann gæti vísað á 30 miljarða franka fjársjóð, sem fólginn væri á botni Miðjarðar- hafsins, og kominn frá þýzka hornum í Afríku. Þessi fjársjóður fekk þá þegar nafnið „Fjársjóður Rommels“. Svo trúverðug þótti saga Fleigs, að í september og október 1948 lét franska stiórnin leita að þessum fjársjóði. En sú leit bar engan árangur. Þó halda menn enn að saga Fleigs sé'sönn. Að vísu hvarf hann um þær mund- ir er leitin hófst, en menn ætla að það hafi verið vegna þess, að hon- um hafi þótt of lítill sá hlutur, sem franska stjórnin bauð honum og hafi ætlað sér að hafa meira uno úr þessu með því að snúa sér til annara. En fyrir skemmstu skaut Peter Fleig aftur upp á Korsíku og það varð til þess að þetta mál komst aftur á allra varir í Frakk- landi. ----//---- Hin ævintýralega saga Peter Fleigs hefst hinn 16. september 1943 í ítölsku herskipahöfninni Spezia. Þá höfðu ítalir séð sitt ó- vænna í styrjöldinni og beðið bandamenn um vopnahlé. Fleig hafði starfað þarna sem kafari, til þess að ná upp þýzkum kafbátum, sem sökkt hafði verið úti fvrir höfninni. Fleig leizt nú ekki á blik- una er ítalir gáfust upp og hugs- aði sér að komast á burtu hið fvrsta. En það fór öðru vísi. Að kvöldi hins 16. september fekk hann skipun um það að gefa sig fram á ákveðnum stað og hafa með sér góðan kafarabúning, því að honum væri ætlað að kafa á miklu dýpi. Á hinum ákveðna stað beið hans hraðbátur. sem flutti hann um nóttina til Bastia á Kor- síku, þar sem þá var skriðdrekaher- sveit úr Afríkuhernum þýzka. Þegar þangað kom var Fleig fluttur ásamt farangri sínum yfir í annan minni bát. Þar voru fjórir liðsforingjar fyrir. Síðan sigldi báturinn til hafs og sigldi í fjórar klukkustundir. Þá nam hann stað- ar og nú var Fleig fyrst sagt hvað hann ætti að gera. Hann átti að kafa þar niður og leita uppi helli á sjávarbotni og merkja hann. Fleig kafaði og var lengi að leita á sjávarbotni, en loks tókst honum að finna þar helli eða skúta. Var hann þá dreginn upp, en liðsfor- ingjarnir merktu staðinn vandlega á sjókorti, sem þeir höfðu. Báturinn hélt nú aftur til Bastía. Var komið þangað um kvöld. Þarna beið þeirra bíll, og liðsfor- ingjarnir fjórir og Fleig óku með honum nokkuð út fyrir borgina. Þar komu þeir að stóru húsi, þar sem SS-menn heldu vörð. Þgrna gengu þeir inn og komu inn í her- bergi þar sem tveir menn voru að negla aftur sex stóra kassa. Fleig komst skjótt að því, að ,í þessum kössum voru auðæfi — málafé og ránsfengur þýzka hersins í Afríku. Liðsforingjarnir töluðu um þetta sín á milli eins og Fleig væri hvergi nærri, og hann heyrði á þeim að verðgildi þessa fjársjóðs mundi nema um 30 miljörðum franka. Um miðnætti var kössunum ek- ið á flutningabíl niður að höfn og fluttir um borð í skip. Að morgni hins 18. september voru þeír fé- lagar svo komnir á sömu slóðir ög daginn áður, þar sem Fíéig káfáði. Hann var nú látinn kafa aftur og í heila klukkustund var harth að leita að hellinum, sem hann fann daginn áður, en gat hvergi fúndið hann. En hann fann þar ahnan skúta, og þegar hann hafði vérið dreginn upp, sagði hann að allt væri í lagi. Og nú varð hann a$ kafa hvað eftir annað méð kassana og koma þeim fyrir í þessum skúta. Þegar því var lokið merkti hann staðinn með fjórum duflum, sem mara þar í kafi. Svo var hann dreginn upp og þessu Verkí var lokið. Nú hófst allmikill ágreiníngur milli liðsforingjanna um það hvert halda skyldi. Einn vildi fara til Bastia aftur, en hinir vildu fara til Spezia. Að lokum urðu þeir á- sáttir um að fara til Ítalíu. Korhu þeir þangað að kvöldi hins 18. september og voru handteknir um leið og þeir stigu á land. Voru þeir ákærðir fyrir það að hafa stpl- ið fjármunum afríkanska hersins. Fleig kom þetta alveg á óvart. En hann varaðist að segja að hann vissi nokkuð um það hvar fjársjóð- urinn hefði verið fólginn. Hann sá að eina vnnin til að sleppá úr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.