Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 16
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS olíu. Hún á að borða mikið og hún fær aðeins bezta matinn, sem til er á heimilinu. Og þegar brúðkaupið nálg- ast, er byrjað að útflúra hörund henn- ar með skrautlegum myndum, sem lit- aðar eru sterkum og skærum jurtalit- um. Sums staðar er það siður að fita stúlkurnar áður en farið er að tala um hjónabandið. Og svo að ákveðnum degi er þeim safnað saman á torginu og hafðar þar til sýnis fyrir ungu pi't- ana. Er þá mikið um dýrðir, bumbu- sláttur, söngur og fagnaðarlæti og á neðan eru þær bornar um kring á f ullstólum. Þegar vígsludagurinn rennur upp vcrður margs að gæta. Brúðurinni skulu færðar gjafir og eins föður henn- ai\ móður og öðrum ættingjum. Vi izlukostur verður að vera ríkulegur og margbreyttur, svo sem yams, pálma- o!ía, kolahnetur, pálmavín, bambus- vi.i, vaihnetur, pipar og ótal margt nr.nað. Og enn verður að færa ættingj- un brúðurinnar peningagjafir, sam- k.væmt sveitarsið. Mismunandi siðir ei u hjá hinum ýmsu ættflokkum. Hiá U -hobos ættf'okknum er það siður að þvo fætur brúðarinnar. Síðan er slátr- ;:ó hafri og blóði hans roðið um fætur og enni brúðhjónanna. Sums staðar s’.cndur brúðkaupsveizlan marga daga og þar er glatt á hjalla, dansað og rv.ngið og bumbur barðar. En að kvöldi lokadags veizlunnar er brúðurin leidd til heimilis bónda síns. FJÖLKVÆNI í Afríku hefir fjölkvæni alltaf við gcngist, en það er ekki farið að gefast iafn vel nú og áður. Sérstaklega varð þetta mikið vandamál eftir seinr-.i ln'imsstyrjöldina, þegar þúsundir af h rmönnum frá Nigeríu komu heim. Þá tóku hjónaböndin að riðlast og kon- urnar hlupu frá mönnum sínum og siðferðið hefir ekki batnað. Afbrýðis- r.emi og öfund eitra einnig heimilis- liiið þar sem margar konur eru. Fyrsta kona mannsins er æðst og hán er húsfreyan á heimilinu. Bónd- ir,n er skyldur til að meta hana mest. Taki hann yngri konu fram yfir hana á hann það á hættu að hún byrli sér eiíur. Ef fyrsta konan eignast dóttur, er. yngri kona eignast son (og hann á að vera höfuð ættarinnar) þá verð- ur fyrsta konan svo afbrýðissömu, að hún reynir með öllu móti að stytta svninum aldur. • ——-- * FYRSTI SNJORINN á þessum vetri iell í Reykjavík aðfaranótt 17. janúar. Muna elztu menn ekki að jörð hafi nokkuru sinni fyr verið auð fram að þeim tíma. fslenzk kona, sem á heima í Suður-Afríku, þar sem allt er í gróanda um jólalcytið, kom hingrað með son sinn til þess að sýna honum jóiasnjóinn — en greip í tómt. Þau börn, sem hér eru heimalningar, voru orðin langeygð eftir snjónum, og það varð því heldur en ekki fögnuður hjá þeim, þegar hann kom. Lögðu þau undir sig göturnar svo að til vandræða horfði um bílaumferð, eins og vant er. Þessi bær hefur ekki verið byggður með tilliti til þess að þusundir barna alist hér upp. Þess vegna eru þau alls staðar fyrir og þess vegna fara þau sér þráfaldlega að voða. En að 1 essu sinni var þó furðu lítið um slys, enda stóð snjórinn ekki lengi við. Hann var horfinn á sunnudagskvöld. — Myndin hér að ofan var tekin úr lofti og sýn;r hinn snævi þakta bæ. Neðst á m.vndinni eru Þingholtin og sér vestur yfir Tjörnina, en turninn á Landakotskirkju gnæf- ir yfir Vesturbæinn. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Ein ástæðan til fjölkvænis er sú að hafa ódýran vinnukraft. Og konurnar eru miklu duglegri en karlmenn. En hið háa verð á konum hefir spillt sið- gæðinu. Þegar ungir menn eru svo fátækir að þeir geta ekki kevpt sér konu, þá reyna þeir að fá sér hjá- konur. En allt lauslæti hefir verið bannfært þar í landi fram að þessu. Það var venja að yrkja níðsöng um þann, sem hafði gert sig sekan í því og svo var þetta sungið á strætum og gatnamótum honum til ævarandi smánar. En stúlka, sem staðin var að lauslæti, fékk þá refsingu að hárið var rakað af henni og skinn af hundshaus bundið ofan á kollinn á henni. Einu sinni þótti það ólánsmerki að eignast tvíbura. Kvað svo ramt að þessu að stundum voru bæði börnin borin út, og enn fremur kom það fyr- ir að móðurinni væri styttur aldur til þess að hún skyldi ekki færa ógæfu yfir allan ættflokkinn. Stundum var aðeins annað barnið borið út, en móð- irin dæmd til þriggja mánaða útlegðar í skógunum. Nú er þetta gjörbreytt. Nú telja sumir það mesta gæfumerki ef tvíbur- ar fæðast. Þá er mikil gleði í þorpinu og allir keppast við að sýna tvíbur- unum lotningu. Menn trúa á endurfæðingu. Ef eitt- hvert barn Hkist einhverjum forföð- ur sínum, þá er það talið svo sem sjálfsagt að þar sé hann endurfæddur. GRANNASÆTTIR Þegar þeir dóu Hólakotsbændur, Jón Benediktsson og Magnús Jónsson, í kvefsóttinni sem gekk 1866, þó voru þeir jarðaðir í einu og tvö lík með, og fóru öll í sömu gröf. En þá bað Ásný, ekkja Magnúsar, grafarmennina að sjá um það, að kistur þeirra bændanna væri ekki hafðar saman í gröfinni, heldur önnur hvor hinna kistanna á milli þeirra, því að þeim hefði aldrei komið vel saman í lífinu. (Eftir sögn Sigriðar Guðmundsdóttur á Akureyri, konu Jónasar Krákssonar pósts. Hún var við jarðarförina).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.