Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 10
33 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS namanleikir hans frá seinni tímum. lryrir nokkru kvæntist hann leik- 1 onunni Monelle Valentin, sem þótti ógleymanleg í hlutverki Antigone- Af meir en tuttugu leik- ritum Anouilhs, sem flest eru að jafnaði sýnd víða um heim, hafa þessi talizt veigamest: „La Sau- vage“ (Villistúlkan, 1934), „Le Itendes-vous de Senlis" (Stefnu- mótið í Senlis, 1937), „Euridice" (1941), „Antigone“ (1944) og „Ar- déle ou la Marguerite" (Ardéle eða baldursbráin, 1948). Flest leikrita hans hafa verið frumsýnd í Atelier- leikhúsinu, Comédie des Champs- Elysées eða Marignyleikhúsinu, en því stjórna Jean-Louis Barrault og Madeleine Renaud. Merkilegt má það virðast, að Louis Jouvet sýndi aldrei leikrit eftir Anouilh, sem var þó um tíma einkaritari hans. Þegar þess er gætt, að Jouvet þreyttist aldrei á því að kynna leikrit eftir Giraudoux, þá er freistandi að álykta, að Jouvet hafi álitið stíl Anouilhs sér of framandi. Þess ber raunar einnig að gæta, að leikrit Anouilhs hafa fátt þeirra eiginleika, sem gert hafa klassísku leikritin fræg og auðskilin — eigin- leika, sem að mörgu leyti einkenna leikrit eins og „Elektra" og „Tróju- stríðið“ eftir Giraudoux. Ekkert er Anouilh fjær skapi en að sækia yrkisefni sín í fornar sögur eða sníða verk sín að hætti fvrri snillinga. Euridice heitir fornu nafni og felur í sér goðsögnina um Orfeus, en að öðru leyti er það algert nútímaverk. í „Antigone" einni hefur Anouilh notað frum- gerð Sófóklesar en fer þar raunar sínar eigin götur að mestu leyti. Skáldverk Anouilhs byggjast að mestu á fáum og skýrum undir- stöðuhugmyndum, og má rekja þær leik úr leik. Fyrst má telja hatur hans á fátækt og örbirgð, sem hann óttast að smækki fólkið og rýri manngildi þess. Þá er þrá hans eftir hreinleika og siðferðilegri göfgi og þeir árekstrar og sársauki, sem reynsla hversdagsleikans veldur. Loks eru hömlur þær, sem ástinni eru settar af ytri aðstæðum, og hverful lífshpmingja, sem leiðir af spilltu mannlífi. í „Stefnumótinu í Senlis“ má glöggt sjá mörg þessara sérkenna Anouilhs. Enda þótt „Stefnumótið“ teljist til „rósrauðu“ leikritanna, þá mætti eins vel telja það til hinna „dökkleitu", enda hefur einn af skarpskyggnustu gagnrýnendum nútímans, Pierre de Boisdeffre, nefnt það „drama í formi gaman- leiks, sem lýkur með því að leik- verurnar hverfa aftur í draum- heima eins og ekkert hefði í skor- izt “ Má þó eigi gleynia því verði, sem goldið er fyrir hamingju, er að lokum reynist þó æði-fallvölt. Anouilh er skáld gott. Hann hef- ur hæfileika skáldsins til þess að varpa gliti ljóðsins um gráan hvers- dagsleikann. Engu að síður er hann þrautreyndur leikhúsmaður, sem kann til fullnustu hina sérstöku tækni, er til þess þarf að skrifa skáldverk fyrir leiksvið. í verkum hans gætir mikils hugarflugs, og þar er víða stefnt að mörkum hand- an mannlegs skilnings og rökrænn- ar skynsemi Þróun hans sem skálds hefur orðið sú, að þar sem hann áður stefndi að óræðum, sið- ferðilegum markmiðum: hrein- leika, göfgi mannlífsins, andstætt ofurvaldi ættmenna, auðgræðgi, síngirni — þá snúast síðari verk hans í æ ríkara mæli að bví að skopast að barnaskap og hrekkleysi hinna auðtrúa gagnvart heimsins refjum. Að þessu leyti talar hann tungu samtímans og túlkar hið harðsoðna raunsæi eftirstríðskvn- slóðanna. En eftirtektarverðasti hæfileiki hans er sá, að gera leikrit sín að lifandi frásögn, sem sífellt heldur athygli áhorfandans vak- andi. Að þessu leyti er kunnátta hans í kvikmyndagerð hyggindi, sem í hag koma. Notar hann óspart þá tækni kvikmyndarinnar að láta fara tvennum sögum fram, svo sem hann gerir t. d. í „Stefnumótinu". Úr veröld kvikmyndanna virðist honum einnig komin sú hugmynd að sýna mótsagnir milli persónanna og umhverfisins, stíl, sem Chaplin notar af snilld í „Borgarljósunum“, drama fátæktarinnar. í „Stefnu- mótinu“ og „Villistúlkunni“ notar Anouilh víða sömu eða svipuð orðaskipti og hugmyndaval, og mætti telja leikrit þessi einkenn- andi fyrir rómantíska stefnu nú- tímans. En sakir frumleika síns, alvörublandinnar kímni og fram- úrskarandi kunnáttu í leikritagerð verður Jean Anouilh að teljast í röð fremstu leikskálda nútímans. ^ 4/ 'V ^ & Mola r Nirfill hljóp á eftir strætisvagni. — Hvað kostar héðan á járnbraut- arstöðina? spurði hann. — Fimmtíu aura. Nirfillinn hélt áfram og hljóp í köpp við strætisvagninn. Þegar hann var kominn að niðurfalli, stundi hann: — Hvað kostar það nú til stöðvar- innar? — Eina krónu. Þér hafið hlaupið í öfuga átt. Maður hafði keypt hækkaða elds- voðaábyrgð á húsi sínu. Sama daginn brann það. Vátryggingarfélagið grun- aði að ekki væri allt með feldu og skrifaði svolátandi bréf: — Þér keyptuð eldsvoðaábyrgð á húsið yðar klukkan 9 í morgun, en það brann ekki fyrr en klukkan 3. Viljið þér gera svo vel að skýra fyrir oss hvernig á þessum drætti stóð. ----o---- — Kórinn okkar hafði ekki neina von um sigra í söngkeppninni, svo að ég söng ekki í honum. — Nú, og sigraði hann þá? i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.