Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Page 1
XXVIIT. árg. JHo vgmtMato ift0 8. tbl. Sunnudagur 1. marz 1953 Hannes Jónsson frá Hleióargarðiá Gengið í gl júfrið dðkkv w W m W Jjff DJÚPADALSÁ í Eyafirði fellur í háum og fallegum fossi fram af sveipnum eða fjallinu fyrir dal- botninum, þar sem hún á upptök sín. Rennur hún þar góðan spöl í djúpu og hrikalegu gljúfri, þar til dalurinn víkkar, og eyrar taka að myndast. Austan við ána heitir dalurinn Djúpadalur, en að vestan Hvassafellsdalur, því þar á stór- býlið Hvassafell land, og hafði þar selstöðu um langan aldur, en nú er það lagt niður. Það var í þessu gljúfri, sem atburðir þeir gerðust, sem nú verður frá sagt. —★— Sagan hefst um síðustu aldamót, að hausti til. Gangnamenn voru í síðustu leit á Djúpadal, og voru komnir fram í dalbotninn nálægt fossinum, er þeir námu staðar og töldu óþarft að fara lengra fram. Settist einn þeirra þar niður, og skyldi hann bíða meðan hinir röð- uðu sér, en síðan átti hann að fylgja á og fjárgötum niður dalinn. Með honum var- fjárhundur hans, sem talinn var mjög vænn og vitur. Er þeir höfðu setið þarna litla stund, fór seppi að ókyrrast og þef- aði í sífellu út í loftið. Allt í einu spratt hann á fætur og hljóp fram á gijúfurbarminn, og tók til að ýla og jafnvel gelta. Þótti eigánda hans þetta kynlegt, en af því hann þekkti vel vitsmuni seppa datt hon- um í hug, að líklega grunaði hann, að þarna væru kindur nálægar. — Þótti honum það þó með ólíkind- um, því þarna var hin mesta ófæra, og víðast standberg niður í á. Verð- ur honum það þó að ráði að ganga fram á gilbarminn, þar sem seppi var og skyggnast niður í gljúfrið, en ekki gat hann séð nokkra skepnu þar, en afstaða öll hin versta, því svo virtist, sem berg- brúnin slútti fram yfir bergið fyrir neðan. Helt hann að hér væri um að ræða einhverja vitleysu eða óra í hundinum og bjóst til að hefja göngu sína heim dalinn. En er seppi sá það ærðist hann og gelti 'í sífellu. Þótti manninum þessar að- farir hundsins svo undraverðar, að hann nam staðar, og varð það þá <* e> Hannes Jónsson. að ráði að kalla til annarra gangna- manna, er voru að koma upp með gljúfrinu að vestanverðu, og áttu að ganga Hvassafellsdal. Bað hann þá að skýggnast um í gljúfrinu,.en þar er betri aðstaða að sjá í gilið einkum að austanverðu. Urðu þeir við þessu, enda sáu þeir og heyrðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.