Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS 261 I>EIRRA F.ir.IN ORD SANNA AD LÖGGÆZLU ER ÞÖRF Hafinn hefur verið himinhrópandi áróður gegn vopnaburði og hernaðar- anda í því skyni að sanna mönnum, að það bryti í bága við eðli og arfleifð Okkar íslendinga, ef við byggjum okk- ur undir að sjá landinu fyrir vömum án hérvistar erlends iiðs á eiginlegum friðartímum. En hvernig er varið frið- aranda og vopnafjandskap þeirra, sem nú hrópa hæst um þetta. Vitni þess má t. d. sjá í Verkalvðs- blaðinu 15. október 1934, en komm- únistar gáfu það blað út þá, en þar segir: „Blóðfórnir, sem spanski verkalýð- urinn færir nú, og bvltingareldmóður- inn, sem vopnar jafnvel konur og börn, til baráttu fyrir frelsinu, það er hið leiftrandi tákn til alls verkalýðs ver- aldarinnar að sameinast eins og spanski verkalýðurinn, á grundvelli vopnaðrar uppreisnar“. Annað vitni er í Þjóðviljanum 4. maí 1937 þegar hann lýsir 1. maí há- tíðahöldunum í Moskva og segir: „Hinir vopnuðu verðir i ríki sósíal- ismans eru ekki aðeins þeir, sem eru í Rauða hernum. Vopnaðir verkamenn, hersveitir á vinnustöðvunum, ganga föstum skrefum eftir Rauða torginu með byssur um öxl. — Þessar skipu- lögðu vopnuðu sveitir bera glögg ein- kenni sósialismans." Allt er þegar þrennt er, og hversu oft höfum við á síðari árum ekki heyrt Einar Olgeirsson klökkna í útvarpinu, já jafnvel alveg missa málið af ekka yfir friðarást sinni, en hinn 1. maí 1939 sagði hann, samkv. umsögn Þjóðvilj- ans 3. s. m., er hann þakkaði stríðs- mönnunum íslenzku í Spánarstyrjöld- inni, „að þeir hefðu þrír, með þvi að legg.ia líf og limi 1 hættu bjargað al- þjóðlegum heiðri íslenzku verkalvðs- hreyfingarinnar“. Minna mátti ekki gagn gera. Heiður íslenzku verkalýðs- hreyfingarinnar var glataður, ef fs- lendingar tóku sér ekki vopn í höpd til að taka þátt í blóðugri borgara- styrjöld í vinveittu erlendu ríki. Enginn skyldi halda, að þetta væri af fljótræði mælt. Þvert á móti. í söng- bók kommúnista er einn aðalsöngur- inn með einskonar viðlagi, er hljóðar svo: „Lifi Lenin og hinn rauði her“. Þetta er jafnvel blessuðum börnun- um kennt að kyrja í stað ættjarðar- kvæða og andlegra ljóða. Svo koma þessir mcnn Og halda friðarfundi, sem þeir- fá saklausa íslenzka presta til að blessa yfir. Þvílíkir prestafundir voru haldnir jafnvel daginn áður en útför Stalins var gerð en þar fengu engir prestar að koma fram, engar bænir voru beðnar, né sálmar sungnir, held- ur voru hergöngulög látin hljóma og fallbyssur druna, begar hinn aldni ein- valdur og yfirmaður hins albióðlega kommúnisma var lagður til hinstu hvílu. FÁLM hinna MÁLEFNASNAUÐU Um friðarást Alþýðuflokksins þarf ekki að fara mörgum orðum. Við höf- um í vetur séð hvernig þeir vega hver að öðrum og vanda þá ekki til vopn- anna, þ. e. a. s. hinna andlegu. Af skírdagshugleiðingunni, sem Alþýðu- blaðið birti athugasemdalaust, eftir Valgarð Thoroddsen mátti og glögg- lega sjá, að öflugur armur flokksins er síður en svo fallinn frá hugmvnd Gylfa Þ. GíslasOnar um að stofna til íslenzks hers. En því óskiljanlegri verð- ur sá móður, er öðru hvOru grípur þessa menn út af sinni eigin hugmvnd. Hvernig stendur þá á öllum þeim gaura gangi og blekkingum, sem nú er revnt að koma að um þessi mál? Vafalaust er ein ástæðan sú, að málefnalausir menn eru að reyna að leita að ein- hverju, sem þeir vona að geti aflað sér fylgis um sinn. Þessvegna er það heimtað í dag, sem afneitað var í gær. En hér býr annað enn alvarlegra á bak við. „LANDSLÖGIN BR.TÓTUM VIГ Til þess að átta sig á því er rétt að renna huganum til þeirra atburða, sem gerðust hér fyrir áramótin. Út af fvrir sig er það engin nýjung, að verka- menn og aðrir launþegar setji fram kröfur um bætt kjör. í frjálsum þjóð- félögum er það talið sjálfsagt, að menn eigi rétt á því að bera fram slíkar kröf- ur og gera verkföll þeim til styrktar. Það er einungis, þar sem kommúnism- inn ræður, eða ámóta einræði, sem verkföll eru bönnuð með lögum. Ekkert óeðlilegt er heldur við það, að fulltrúar verkamanna beri fram óskir sinar við Alþittgi Og ríkisstjórn og það er síður en svo óþekkt hér á landi, að þessir aðilar hlutist til um lausn vinnu- deilu og taki á ríkið nokkrar byrðar, til þess að greiða fyrir lausn. Enginn vafi er og á því, að miðað við aUan málefnatilbúnað og þær kröfur, sem fram voru settar, leystist verkfallið í desember þjóðfélaginu í heild á mun hagstæðari hátt en vonir stóðu til. Samt er það óhagganleg staðreynd að þetta verkfall var með öðrum blæ en venjulegar vinnudeilur. Það kom fram strax í því, aff forvstumenn þess vildu ekki afstýra verkfallinu. Loks- ins þegar þeir skutu deilunni til að- gerða ríkisstjórnarinnar og hún efndi tafarlaust til fundar um málið, gaf aðalforystumaðurinn, Hannibal Valdi- marsson, sér ekki tíma til að sitja fund- inn nema örstutta stund. Þá stóð vfir undirbúningur Alþýðuflokks-þingsins Og hefur hann sjálfsagt tekið sinn tíma. Aðstoðarmaður Hannibals lýsti síðan berum orðum yfir því, að miklu árang- ursríkara mundi að semja eftir að verk- fallið væri byrjað. Orð og æði forystumanna verkfalls- ins sýndi síðar hvað inni fyrir bjó. Á fundi, sem haldinn var á Lækjartorgi hinn 6. desember, sagði fulltrúi komm- únista, Björn Bjarnason, orðrétt: „Krafa fólksins um það, að þessi dug- lausa og ráðalausa ríkisstjórn leggi nið- ur völd, mun verða svo hávær, að undir henni verður ekki líft. Blöð atvinnurek- enda og ríkisstjórnarinnar hafa verið að fræða okkur um, hvað væri leyfilegt að gera í þessu verkfalli og hvað ekki. Við skulum slá því föstu í eitt skipti fyrir öll, að það verður ekki Morgun- blaðið eða önnur blöð atvinnurekenda eða ríkisstjórnarinnar, sem segja okkur hvað við megum framkvæma til vinnu- stöívunar og hvað ekki. — Það verða hagsmunir verkfallsins, sem verða á- kvarðandi um það, hvaða hluti við stöðvum og hverja við látum óstöðv- aða“. Engum getur dulizt, að hér er fluttur sami boðskapur og kommúnistar gerðu strax 1930, þegar þeir sögðu í Rauða fánanum þá í nóvember: „Landslögin brjótum viff, ef viff sjá- um, aff stefnunni er hagur í því“. VALDIÐ VILJA ÞEIR HAFA SJÁLFIR En var þá boðskapur hinna lýðræðis- elskandi, löghlýðnu Alþýðuflokks- manna frábrugðinn þessari kommún- isku kenningu? Fulltrúi Alþýðuflokks-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.