Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 4
258 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS sjálfstseði okkar, eins og horft hefur og enn horfir. Sumir segja raunar, að það sé skerðing á siálfstæði ríkjsnna að bindast slíkum varnarsamtökum. En frá aldaöðli hafa ríki gengið í slík bandalög, ekki til skerðingar sjálfstæði sínu heldur því til eflingar og styrktar. Á meðan þjóðir, sem eru þúsundfalt mannfjeiri en við, viðurkenna, að þær séu of veikar til að standa einar af sér þær hættur, sem nú ógna hinum frjálsá heimi, er okkur engin skömm eða lítillækkun í að gera hið sama. Við megum og minnast þess, að í stað þess að vera stjórnlaust rekald. þá erum við nú ein af 14 bandalagsþióð- um hlns frjálsa samfélags Atlantshafs- þjóðahna og höfum þar ákvörðunar- rétt, ekki aðeins um okkar eigin mál- efni heldur bandalagsins i heild til jafns við hin stærstu stórveldi. Þeirri aðstöðu verður vitanlega að beita af skynsemi og varúð með réttu mati á þýðingu okkar fyrir heildina. En það er engin ástæða til að leyna sig því, að rétt á haldið höfum við þarna náð þeirri stöðu, sem í framtíð- inni getur veitt okkur margvislegan og ómetanlegan styrk. SÝNT ER AÐ ATLANTSHAFS- BANDALAGIÐ ER ÖFLUGASTA FRIDARVÖRNIN Enn þá meira er samt vert um hitt, að varnarsamtök Atlantshafsrik.ianna eiga e. t. v. drýgstan þátt í því, að nú horfir friðvænlegar í heiminum en gerði um hrið. Ofbeldið og árásarhugurinn virðist a. m. k. um sinn hafa látið undan siga fyrir samtakamætti og friðarvilia hinna frjársu þjóða. Við skulum sannarlega vona og biðja, að friðarhorfur fari eigi aðems batnandi í sjón, heldur og í raun. Meginskilyrði þess er, að menn láti ekki svefnmók andvaralevsis síga yfif sig á ný, heldur haldi uppi svo styrkum vörrtum, að árásarhugurinn þori hvergi að láta á sér bæra. Framiag okkar til þessara varna hirma frjálsu þjóða er, að við höfum nú bandariskt lið hér á landi og er það auðvitað ekki frekar brot á sialfstæði okkar en það er t. d. brot á siálfstæði Bretlands-og Frakklands. að bandarískt lið dvelur þar í landi samkvæmt ósk- um'.þeirra: þjóða.eða það haggar sjálf- stæði Danmerkur, þótt slikt l'U komi þangað- eins og nú er mjög talað um. ÓÞÆGINDIN AF VARNARLIDINU En fráleitt væri að neita því, að slík dvöl erlends liðs í landinu hefur í för með sér margskonar óþægindi, bæði fyrir þá sem í liðinu eru, fyrir þá, sem það senda, og fyrir okkur sjálfa. Mikið er talað um, að þjóðerni okk- ar sé í hættu vegna dvalar þessara manna hér á landi. íslenzkt þjóðerni er ekki sterkt, ef það þolir ekki slíka raun, og hefur þjóðerninu sjaldan eða aldrei verið sýnd mi-iri móðgun en með mörgu af því, sem úr ýmsum illviljuðum skraf- skjóðum heyrist um betta. Hitt er sjálfsagt, að við verðum gegn þessum mönnum sem öðrum, að gæta sæmdar okkar og þjóðernis og þurf- um við engra brýninga við um það frá þeim, 99m flatir hafa legið og liggja fyrir flestum erlendum ósóma. Um leið og við skulum hafa glöggt auga á þeim hættum og óþægindum, som okkur stafa af dvöl hins erlenda varnarliðs í landinu og gera allt, .sem við getum til að evða þeim, skulum við þó minnast, hverju aðrar þjóðir fórna til varna sinna. Allar verja til þeirra gífurlegum fjármunum beint og óbeint og flestar hafa herskyldu fyrir sína ungu pilta um eins eða tveggja ára skeið. Sumir þessara ungu manna eru sendir úr landi á annarlega staði, sem þeir telja sannarlega útleeð. Allt leggja menn þetta á sig til að verja frelsi sitt og sjálfstæði. Áður en við býsnumst um of yfir óþægindum okk- ar skulum við bera hlutskipti okkar saman við bessara manna. VARNARFRAMKVÆMDIRNAR TIL VARANLEGS GAGNS Þessi árin hefur síldveiðin, einn helzti atvinnuvegur landsmanna, sem miklu af stríðsgróðanum var varið til að efla, fallið niður. — Við skulum ekki gera lítið úr þeirri þýðingu, sem varnarliðsvinnan hefur til að bæta um sinn úr þessum ófarn- aði. Auðvitað mundum við öll kiósa, að þessar ráðstafanir væru allar óbarf- ar, eins og við hefðum kqsið að ekk- ert lið hefði dvalið hér á stríðsárun- um. En án setuliðsins hefði ekkert fé safnast til nýsköpunar framkvæmd- anna og af eigin rammleik hefðum við seint komið upp hinum stóru flugvöll- um, en án þeirra væri þátttaka okkar í flugferðum lítt hugsanleg. Á bessum málum eru því margar hliðar og eitt liið mikilsverðasta nú er, að stuðta að því að varnarffamkvæmdirnar verði okkur til varanlegs gagus einnig að öðru leyti. HVENÆR HEFIR ÁKVÆÐUM VARNARSAMNINGSINS VERIÐ LINLEGA FRAMFYLGT? Sumir tala mikið um, að hervarn- arsamningnum hafi verið linlega fram- fylgt. Nú er það syj, að framkvæmd hans er á margra manna höndum, svo sem lógreglumanna, tollgæslumanna auk ríkisstjórnarinnar, og hefur m. a. verið skipuð sérstök varnarmálanefnd til að samræma framkvæmd samnings- ins. Nefndin er skipuð með hliðsjón af óskum þeirra þriggja stjórnmála- flokka, sem fram að þessu hafa stutt þessar ráðstafanir, og hefur því hvorki einræði né flokkssjónarmið komið til greina um þessa framkvæmd. Mór dylst samt ekki að skeytunum um linlega framkvæmd samningsins er mjög beint gegn mér og er þá ætlunin vafalaust sú, að hitta Sjálfstæðisflokkinn í heild. Ég skal ekki færast undan ábyrgð af því, sem gert hefur verið ég undir mig heyrir, þó að margra annarra ráð hafi þar oftast komið til. Þvert á móti spyr ég: Hvaða ákvæði s^mninesins hafa ver- ið framkvæmd óðrnvísi en efni stóðu til og hvenær hafa íslenzk yfirvöld látið undir höfuð leggjast að gera reka að brotum og misferli, sem þau hafa fengið vitneskju um, eða hvarflað frá ítrasta íslenzkum rétti? í öllu mold- viðrinu hefi ég ekki séð eða heyrt eitt einasta dæmi nefnt um þetta. ALLSTADAR EDLILEGIR ANNMARKAR, SAGDI EISENHOWER Annað mál er það, sem raunar Eisen- hower núverandi forseti Bandaríkj- anna, hafði að fyrra bragði orð á, þegar hann kom til íslands í janúar 1951 og ræddi við íslenzku ríkisstjórnina og ráðunauta hennar, að það eru ætið miklir annmarkar því samfara, að hafa erlent herlið innan endimarka annars rikis. Ólík tunga, menning og hugs- unarháttur, ólíkur efnahagur og að nokkru leyti ólíkar réttarreglur, allt hlýtur þetta að leiða til örðugleika. Þegar \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.