Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 11
LESSÓK MORGUNBLAÐSINS 265 gera það sem fyrst, þótt það geti ekki orðið til fulls fyrr en fullkomið jafn- vægi er fengið, enda mun svartur markaður og margs konar óheilbrigði í verzlunarháttum ekki hverfa fyrr en þessu marki er náð. Meðan svo er ekki, leggur flokkurinn áherzlu á, að meira réttlæti og jöfnuður ríki, um inn- flutning og dreifingu vara til landsins og einstakra landshluta en nú er. Auka verður hið bráðasta innflutning nauð- synlegustu neyzluvara, sem í senn mundu bæta hag almennings og draga úr verðbólgunni, enda er þá hægt að afnema með öllu skömmtun á slíkum neyzluvörum". Þannig markaði flokkurinn stefnuna 1 viðskiptamálunum fyrir síðustu kosningar. Við skulum nú reyna að gera okkur nokkra grein fyrir hvernig tekizt hefir á kjörtímabilinu að koma stefnu flokksins í framkvæmd. HÁMARK HAFTASTEFNUNNAR Haftastefnan hér á landi náði há- marki sínu 1949. Allur innflutningur var háður leyfum, sem tvær voldugar nefndir (Viðskiptanefnd og Fjárhags- ráð) fiöiluðu um og stundum ríkis- stjórnin líka. Allar helztu neyzluvör- ur almennings voru skammtaðar og fólk þurfti að standa í biðröðum ti^ þess að fá skömmtunarvörurnar. Allar vörur og mestöll þjónusta var háð verðlagseftirliti og bundin hámarks- ákvæðum, sem komin voru út í slíkar öfgar, að mikið af vörum og þjónustu var komið á svartan markað fyrir tvöfalt hámarksverð. f þingræðu, sem ég hélt í byrjun marz 1949, lýsti ég haftaframkvæmd- inni, eins og hún var þá, á þessa leið: „Starfsemi fjárhagsráðs og undir- deilda þess, viðskiptanefndar og skömmtunarskrifstofu, liggur svo þungt á nálega öllum atvinnurekstri í land- inu, vegna óheppilegra vinnubragða, að til vandræða horfir. Vinnubrögð þess- ara stofnana eru langt fyrir neðan það sem gera verður kröfu til, jafnvel í opinberum rekstri. Fjöldi manna í landinu verður að verja miklum tíma frá nytsamlegum störfum til þess að fá afgreiðslu mála sinna í þessum stofnunum. ,,Þótt margt kunni að vera hjá okk- ur öðruvísi en æskilegt væri, efast ég um að nokkuð sé eins aðkallandi og það, að leysa þjóðina undan þeirri haftastefnu, sem hún á nú við að búa". BYRJAÐ AÐ LOSA UM HÖFTIN Eins og kunnugt er, myndaði Sjálf- stæðisflokkurinn ríkisstjórn í desem- ber 1949, undir forsæti Ólafs Thors. Var þá strax hafizt handa að losa um nokkuð af hinu yfirbyggða haftaskipu- lagi. Hinn 31. janúar 1950 var Við- skiptanefndin )ögð niður og tveir menn úr fjárhagsráði settir í hennar stað. Fjórum mánuðum síðar, eða 1. júní 1950, v*r afnumin skömmtun á kaffi, kornvörum, brauði, vefnaðarvörum, skófatnaði og búsáhöldum. Hinn 1. júlí 1950 var afnumin skömmtun á hreinlætisvörum og 13. marz 1951 var sykurinn leystur undan skömmtun. Nú er raunverulega engin neyzluvara skömmtuð. Skömmtunarmiðarnir eru enn gefnir út fyrir smjörlíki til þess eingöngu að geta greitt niður verð á þeim hluta smjörlíkisneyzlunnar, sem gengur inn í vísitöluna. FRILISTARNm — 70% FRJÁLST Eftir að gengisbreytingin hafði ver- ið framkvæmd og á þann hátt lag- fært að verulegu leyti hið mikla mis- vægi, sem árum saman hafði truflað efnahagskerfið, var hafinn undirbún- ingur að því að losa nokkuð af verzl- uninni úr viðjum haftanna. Hinn 4. ágúst 1950 var fyrsti frílistinn gefinn út. Með honum var um 17% af inn- flutningnum gefinn frjáls. Þetta var fyrsta skrefið og spáðu margir illa fyrir þessari fyrstu tilraun. Þeir, sem lengi hafa verið ófrjálsir, eru stundum hræddir við þá óvissu, sem frelsið færir þeim, og hrýs hugur við að eiga að standa á eigin fótum. Rúmum fjórum mánuðum síðar, eða hinn 18. desember 1950 var frílistinn mikið aukinn og 7. marz 1951 var „bátalistinn" gefirm út, sem einnig er frílisti. Var þá áætlað að komið væri á frílista um 65% af öllum innflutn- ingi til landsins. Samkvæmt athugun sem gerð hefir verið á innflutningi síðasta árs, kemur í ljós, að 70% af honum er á frílistum en aðeins 30% er háð innflutnings- og gjaldeyrisleyf- um. STÓRT SKREF OG TALSVERÐ ÓVISSA Þetta var mikið átak og talsverð óvissa var um það hvernig þessu mundi reiða af. Eftir tuttugu ára verzlunarhöft var ekki auðvelt að gera sér grein fyrir hvaða áhrif frjálsræð- ið hefði á innflutninginn. Hættan, sem menn óttuðust var sú, að eftirspurnin um gjaldeyri yrði svo gífurleg að óger- legt væri að fullnægja henni og að sú holskefla sópaði brott þeim ráð- stöfunum, sem gerðar höfðu verið. Þetta fór á annan veg. Að vísu var mikil eftirspurn fyrstu mánuðina en með því að henni var fullnægt, færð- ist hún í eðlilegan farveg og hefir verið það síðan. BÆTT LÍFSKJÖR ALMENNINGS Árangurinn af öllum þessum ráð- stöfunum kom fljótlega í ljós. Deil- urnar um innflutninginn féllu niður. Óánægjuraddirnar út af framkvæmd, haftanna þögnuðu að mestu. Vöru- þurðin hvarf og jafnframt biðra*» irnar og svarti markaðurinn. Ég vil ekki halda því frarn, að menn hafl ekki lengur yfir neinu að kvarta í sambandi við verzlunarmálin. Margt er enn eftir ógert til þess að segja megi að verzlunin sé í frjálsum og eðlilegum farvegi. En ég hika ekki við að fullyrða, að hin mikla breyt- ing, sem orðið hefir á verzluninni undangengin þrjú ár, hefir mikið stuðlað að bættum lífskjörum lands- manna um leið og þeir sem að verzlun- inni starfa hafa verið leystir undan óþolandi oki hafta og skriffinnsku. FRJÁLST VERÐLAG Jafnframt því sem þær ráðstafanir voru gerðar, sem ég hefi nefnt, reis alda innan verzlunarstéttarinnar, jalnt hjá kaupmönnum sem kaupfélögum, um framkvæmd verðlagseftirlitsin*. Verzlunin lýsti yfir því, að hún gætl ekki annazt vörudreifinguna með þeim verðlagsákvæðum, sem í gildi voru, en með þeim hafði álagningarheimild- in verið skorin inn í kviku og var því orðin óeðlileg og ósanngjörn. Var þá hallast að því ráði að af- nema verðlagseftirlitið að verulegu leyti um leið og nægar vörubirgðir höfðu safnazt í landinu og eðlileg sam- keppni myndaðist, enda var þá alveg horfinn svarti markaðurinn, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.