Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Side 1
Sýslumaður sviftur embætti en fær biskupstign í staðinn STR AUMF J ÖRÐUR á Mýrum mun hafa verið verslunarstaður fyr á öldum. Telur Jón Aðils sagn- fræðingur að þangað hafi siglt kaupmenn frá Hamborg. En svo lögðust siglingar þangað niður þar til á ofanverðri 17. öld, að dönskum einokunarkaupmönnum var leigð þessi höfn. Kom fyrsta siglingin þangað sumarið 1669. Því skipi reiddi svo af, að það fórst á útsiglingu við Noreg. Brynjólfur biskup Sveinsson hafði hvatt menn um Borgarfjarð- arhérað til þess að leggja saman í kaupskip. En þá var hart í ári og snjóar miklir hvarvetna. Prest- ar urðu til þess að svara áskorun biskups og má á svari þeirra sjá hve þá hafði þrengt að mönnum og hvílíkt vonleysi og úrræðaleysi hafði bugað kjark þeirra. í bréf- inu segir meðal annars: „Þriðja afsökun er almennilegar óhægðir og bágindi vors bjargræðis af ýmsum áttum og tilfellum; að norðan hafísinn, að sunnan hret- viðrin, sumrin stutt, veturnir lang- ir, nú grasbresturinn, þá nýtingar- leysið, hér hagaskorturinn og jarð- bönnin, þar hretviðri, hríðar og hrakningar bætast á illdýri, hung- ur og hordauða hjarða vorra og fénaðar, en af eftirstöðvunum hljótum vér að taka almennilegar og árlegar skuldir“. Þá var sýslumaður þarna Jón Vigfússon yngri, sonur Vigfúsar sýslumanns Gíslasonar á Stórólfs- hvoli og Katrínar Erlendsdóttur konu hans. Hafði Jón fyrst stund- að nám í Hólaskóla, en síðan 2 vet- ur í Skálholtsskóla og mun hafa útskrifast þaðan 1663, því að árið eftir siglir hann og er skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kaup- mannahöfn. Hann varð „bacca- laureus" í heimspeki hinn 29. maí 1866 og daginn eftir fékk hann veitingu fyrir Þverárþingi öllu hjá Henrik Bjelke lénsherra. Kom Jón svo út um sumarið með veitingar- bréfið. En Sigurður Jónsson lög- maður hafði þá haft vestra hluta Þverárþings (sem nú heitir Mýra- sýsla) um 17 eða 18 ár, en syðra hlutann 4 eða 5 ár. Þótti honum hér stórlega gert á hluta sinn, að öðrum manni skyldi veitt sýslan öll. Varð honum kalt í þeli til hins nýa sýslumanns, og eimdi eftir af því lengi síðan. Tveimur árum seinna kvæntist Jón sýslumaður Guðríði Þórðar- dóttur prests í Hítardal Jónssonar, en móðir hennar var Helga dóttir Árna lögmanns Oddssonar á Leirá. Reistu þau bú í Hjörsey og bjuggu þar þangað til Þórdís ekkja Árna lögmanns dó 1670. Erfði þá Guð- ríður Leirá og fóru þau þangað búferlum. JMeðal barna þeirra voru Sigríður kona Jóns biskups Vída- líns og Þórdís kona Magnúsar í Bræðratungu. Sýslumaður kærður fyrir galdur Það var nú sumarið 1670 að sigl- ing kom öðru sinni í Straumfjörð og hét skipstjórinn Thor Gunder- sen. Jón sýslumaður kom þar um borð og kastaðist eitthvað í kekki milli hans og yfirmanna skipsins. Hafði sýslumaður orðið reiður, eftir því sem sjá má á kæru frá skipstjóranum. En kæra sú var send yfirvöldunum og segir þar, að hinn 15. ágúst hafi sýslumaður komið um borð og ráðist á sig og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.