Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Síða 6
652 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VÖRUNÖFN brauðgerðarhús farin að haga fram -leiðslu sinni eftir því hvernig veðurútlitið er. Tóbak selst ver en ella þegar votviðri ganga. Og sumir kaup- menn halda því fram að á slíkum dögum komi miklu fleiri en ella í búðirnar til þess að skila aftur vör- um, sem þeir höfðu ke>*pt. Annars er oft verslað drjúgt rétt áður en rigning skellur á. Helztu áhrif veðrabreytinga á menn eru eins og áður er sagt, höfuðverkur, órói, þrevta, önug- lyndi og bráðlvndi. Það er nauð- synlegt að menn geri sér grein fyrir því að þetta stafar frá veðr- áttunni, að hún heíur feikna mikil áhrif á skaplyndi þeirra, á vinnu- afköst þeirra og vellíðan. Menn ætti ekki að kippa sér upp við þetta, og sitja á sér þegar aðrir eru leiðinlegir og ósanngjarnir, að þeim finnst. Menn eiga að muna eftir því, að þetta eru hrekkir úr veðrinu. Takið eftir því hvernig loftvogin stendur. Athugið hvort snögg veðrabrigði eru í vændum og hvort öðrum líður illa. Ef þér komizt að því að svo er, þá er léttara að komast yfir vanlíðanina. Vitundin um að vanlíðanin er veðr- inu að kenna, ætti að hjálpa skyn- sömum mönnum til að bera hana með ró og stillingu. Sumum gefst og vel að fá sér bolla af góðu kaffi. Það hressir. Á suma hafa veðrabrigðin ekki áhrif fyr en þau eru gengin um garð. En ef þú ert næmur á þau, og skap þitt „fellur“ alveg eins og loftvogin, þá geturðu þó alltaf huggað þig með því, að þetta er aðeins stundarfyrirbrigði, því að aftur birtir og aftur skín sól. Árið 1920 var fyrst útvarpað frétt- um af þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var þegar Hoover var kosinn forseti Bandaríkjanna. UPPHAFLEGA var það venja að menn létu sér nægja að setja nafn sitt á þær vörur, sem þeir framleiddu. Það var ekki fyr en um miðja seinustu öld, eða fyrir eitthvað 100 árum, að menn fóru að gefa vörum sérstök nöfn. En nú er svo komið, að það er talið afar áríðandi að vörur eigi gott nafn. Salan sé mikið undir því komin. Nafnið eitt geti ráðið því hvort framleiðandinn stórgræðir á vörunni, eða stórtapar á henni. Vara, sem hefur leiðinlegt eða ómunntamt nafn, er ekki líkleg til að seljast, og þá er öllum auglýsingum um hana kastað á glæ. Þetta hefur sérstaklega mikla þýðingu í Bandaríkjunum, þar sem kaupmenn eyða 7000 milljónum dollara í auglýsingar á ári. Allir kannast við sápuframleiðend- urna Lever Brother’s. Einu sinni ætl- uðu þeir að senda nýa tegund af sápu á markaðinn og þeim var mikið í mun að fá á hana gott nafn. Þeir sendu við- skiftavinum sínum þúsundir nafna og báðu þá að velja úr fyrir sig. Svörun- um var svo raðað og þau nöfnin tekin út úr, sem flest atkvæði fengu. Þau urðu tíu. Nú voru þessi tíu nöfn aftur send til viðskiftavinanna og þeir beðn- ir að velja úr. Það nafnið, sem flest atkvæði fekk, var „Swan“. En þeiin líkaði það ekki. Og nú sendu þerr nöfn- in tíu út aftur meðal miklu fleiri manna en áður. Árangurinn varð hinn sami, „Swan“-nafnið sigraði. Það var svo sett á sápuna, og hún rann út. — Þetta hafði þá gefið svo góða raun, að næst þegar þeir sendu nýa sápu á markaðinn þá höfðu þeir sömu aðferð til að fá nafn á hana. Og þannig eru orðin til nöfnin „Breeze“ og „Surf“. Forstjóri fyrir einni stærstu auglýs- ingaskrifstofu í New York hefur látið svo um mælt í sambandi við þetta: „Það er alkunna að húsmæður taka ekki tryggð við neina sérstaka sápu- tegund. Það verður því að koma sápu þannig fyrir í búðum að hún blasi við þeim, að þær geti ekki komizt hjá þvi að sjá hana og nafnið á henni. Til þess að svo fari er gott að nafnið sé stutt. Eftir því sem nafnið er styttra, eftir því er hægt að prenta það með stærri stöfum og þannig taka menn frekar eftir því en löngum nöfnum“. Það er nú almenn skoðun kaupsýslu- manna í Bandaríkjunum, að vörunöfn þurfi að hafa þessa kosti: Nafnið þarf að vera þannig að menn lesi það um leið og þeir líta á það, auk þess verður það að vera auðvelt í framburði og gott að muna. Það verð- ur að draga að sér athygli og helzt að benda til þess hvers eðlis varan sé. Það má ekki bæta neinum óþörfum orðum við það. Nöfn á vörum hafa verið með ýmsu móti. Menn hafa skírt þær í höfuðið á dýrum, fuglum, trjám, stjörnum, konungbornu fólki, leikurum, skáldum, borgum, nafnkunnum stöðum o. s. frv. Allir kannast við nafnið „Camel“ á sígarettum, en vita víst ekki hvernig á því stendur. Rétt fyrir fyrri heims- styrjöldina hafði „cirkus“ Barnum og Bailey til sýnis úlfalda, sem kallaður var Gamli Jói. Hann varð ákaflega vinsæll hvar sem flokkurinn fór um Bandaríkin. Því var það að tóbaks- verksmiðjan hugðist græða á vinsæld- um úlfaldans með því að láta sígarettu heita í höfuðið á honum. Það tókst og „Camel“ sígarettan er enn vinsæl, þótt Gamli Jói sé dauðúr og gleymdur fyrir löngu. Það er ekki alltaf nauðsynlegt að vörunafn hafi sérstaka merkingu, held- ur að það liggi vel á tungu og gott sé að muna það. Þannig er um „Kodak“, sem nú er kunnugt um allan heýfö. Það þýðir ekki neitt sérstakt. Það var búið til í þeim tilgangi að vera munn- tamt, og því var samhljóðendum og hljóðstöfum raðað þannig, að engin vandkvæði væri á framburði, en nafnið þó hljómsterkt. ★ Iðnaður er enn í æsku hér á landi, en búast má við að á næstu árum þurfi íslenzkir iðjuhöldar og iðnrek- endur á mörgum nýum nöfnum að halda. Og þá er gott fyrir þá að vita það, sem hér er sagt, og læra af reynslu annarra. Það verður enginn „uppslátt- ur“ fyrir íslenzkar vörur að menn klíni á þær erlendum heitum, þótt sumir kunni að halda að það sé „fínt“. Nöfnin á að taka úr málinu sjálfu og þau eiga að vera stutt og laggóð. En það er vandi að velja þau þannig að þau geti i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.