Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 231 hafa fundið þau á dauðum manni. Væri þarfara að smíða úr þeim eitthvað er gæti orðið mönnum til bjargar, heldur en pynda þá með þeim. — ★ — Sendimenn komu nú til Guð- mundar sýslumanns á Ingjaldshóli og sögðu honum sínar farir ekki sléttar. Þeir hefði náð í glæpa- manninn, en hann hefði með ein- hverjum töfrum gengið sér úr höndum á Kleifum. Gerði Guð- mundur sýslumaður þá þegar sendimenn á fund Einars Magnús- sonar sýslumanns Strandamanna, er þá bjó á Broddanesi, og bað hann að sjá um að Ásgrímur setti tryggingu fyrir þjófnaðarsökinni, eða væri tekinn í varðhald. Einar svaraði því, að hann hefði þegar skriflega bannað fólki í sinni sýslu að leyna Ásgrími, og falið hrepp- stjórunum sérstaklega að grípa hann, en það kæmi fyrir ekki. Þó sé það altalað að Ásgrímur muni hafast við í Strandasýslu. Guðmundur sýslumaður lét svo lýsa Ásgrími á Alþingi 1738 og skoraði á alla valdsmenn að láta grípa hann, hvar sem til hans spyrðist og flytja hann sem fanga til Ingjaldshóls svo mál hans yrði rannsakað og dómur á það lagður. — ★ — Ekki íinnast nú neinar heimildir fyrir því að Ásgrímur hafi náðst, og ekki er heldur vitað hver hafa orðið afdrif hans. En í Stranda- mannabók eru ýmsar fleiri sagnir um Ásgrím og virðast þær ærið þjóðsagnakenndar. Segir þar fyrst að Vestmanneyingar hafi keypt af honum fyrir gjald eigi all lítið að fara úr eyum þótt „talið sé að margir þeirra væri lítt siðavandir11. Ásgrímur hafi þá verið kvæntur og hafi kona hans heitið Þórdís og verið austfirzk að ætt. Hafi hún ekki latt hann óknyttanna, og hafi þau svo farið víða sunnan lands með stuldi og ránum, þar til hirð- stjórinn á Bessastöðum hafi látið grípa hann og setja í járn „en það- an slyppi hann með öllu í fjórða sinn“. Litlu síðar kæmi hann með konu sinni norður í Trékyllisvík. Hafi hann þá haft nóga peninga eftir stuldinn í Ólafsvík, því að Halldór félagi hans muni hafa fengið lítið af þeim. Svo segir að hann hafi lengi haldið sér uppi á Ströndum með stuldum og útilegum. Þórdís kona hans hafi féngið inni hjá Einari bónda á Reykjanesi og hafst þar við í húskofa litlum um hríð. En svo síðla sumars hafi menn veitt því eftirtekt að hún var að dytta að skarði í búrvegginn. Kom þá upp úr kafinu að Ásgrímur hafði hlaðið þennan vegg, er hann kom fyrst þar í sveit og gert þar fylgsni ef á þyrfti að halda „því að hann var allra manna slyngastur í hví- vetna“. Þarna hafði hann nú falizt á meðan Þórdís var á Reykjanesi og hafði hún rétt honum mat í gegnum raufar á veggnum. En nú hafi þau orðið að fara þaðan og hafi síðan lengi dvalizt „í kofa nokkrum er lengi var kallaður Ás- grímskofi, eða í öðrum fylgsnum“ Seinast segir Gísli að Ásgrímur hafi unnið níðingsverk og hafi þá Jón Bárðarson á Gjögri, mikill maður og sterkur, elt hann upp í Reykjaneshyrnu og komið aftur nokkuð kumlaðuh „Ætla menn að hann dræpi þá Ásgrím, því að ekki hefur orðið vart við hann síðan“. — ★ — í þessari frásögn eru auðsæar rangfærslur. Ásgrímur var ekki keyptur til þess að fara úr Vest- manneyum, heldur var hann dæmdur útlægur úr Sunnlendinga- fjórðungi með héraðsdómi, sem kveðinn var upp í Vestmanneyum 22. júní 1733. Þá er það og fjar- stæða að hirðstjórinn á Bessastöð- um hafi látið grípa hann rétt á eftir og setja í járn, en Ásgrímur sloppið úr þeim í fjórða sinn. Þar hefði þá fremur átt að standa að þar hefði hann brotizt úr járnum í fyrsta sinn, en það fær heldur ekki staðizt, því að Ásgrímur sat aldrei í járnum á Bessastöðum. Sannleiksgildi annarra frásagna Gísla um hann mun og vera svip- að, nema hvað líklegt er að það sé satt, að Ásgrímur hafi lengi hafzt við í Trékyllisvík. Og það ætti fremur að benda til þess að hann hafi orðið vinsæll þar, heldur en hitt að hann hafi farið þar fram með ránum og þjófnaði og öðrum illvirkjum. — Sveitarmenn mundu ekki hafa þolað það til langframa. En hitt er vitað, að þeir þar nyrðra voru ekki að amast við sakamönn- um, sem leituðu á náðir þeirra, ef þeim líkaði vel við þá, og heldu þá fremur hlífiskildi yfir þeim. Það getur verið skýringin á því, að Ás- grímur dvelst þar lengi án þess að honum sé mein gert. Önnur skýring getur og verið sú, að Einar sýslumaður Magnússon hafi haft lítinn hug á að eltast við strokumenn. Hann var hinn mesti óreglumaður og átti í ýmsum brös- um. Hann var að vísu talinn snar- vitur, en orðhvass og óeirinn. Átti hann í miklum deilum við prest sinn og var meðal annars sektaður fyrir að siga hundum á hann. Á Alþingi 1744 var hann og annar sýslumaður — Nikulás Magnússon, sá er seinna steypti sér í gjá þá á Þingvöllum, sem við hann er kennd — sektaðir fyrir „ölæði, skvaldur og hávaðamælgi í lögréttu“. Árið 1757 varð Einar að láta af embætti vegna ofdrykkju, og seinast and- aðist hann úr ofdrykkju að Eyri í Skutulsfirði 1779. — Slíkum manni var vel til þess trúandi að humma það fram af sér þótt einhverjir „vafagemlingar" væri í sýslu hans. Svör hans til Guðmundar sýslu- manns á Ingjaldshóli bera þess og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.