Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 8
236 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ná saman fé til að standast þetta skakkafall, en tókst ekki. Félagið varð gjaldþrota. Daniel Gooch og tveir úr stjórninni keyptu skipið fyrir 20.000 sterlingspund. Sæsímalagning. Um þessar mundi voru uppi miklar ráðagerðir um að leggja sæsíma milli Evrópu og Ameríku. Amerískur verkfræðingur, Shaffn- er að nafni, taldi að bezta leiðin fyrir sæsíma væri um Grænland og ísland og hann hafið fengið einka- leyfi hjá dönsku.stjórninni til þess að leggja sæsíma þá leið, og ís- lendingar biðu þess með mikilli eftirvæntingu að verkið væri haf- ið og að þeir kæmist í samband við umheiminn. En Englendingum var það metnaðarsök að sæsíminn lægi beint á milli Ameríku og Eng- lands. — Amerískur maður, sem Cyrus Field hét, hafði forgöngu um að stofna sæsímafélag í því skyni. Ekki fékk hann miklar und- irtektir vestan hafs, en Bretar komu til liðs við hann. Þeir keyptu 229 hlutabréf í hinu nýa fyrirtæki og var hvert þeirra 1000 sterlings- pund. Vestan hafs seldust aðeins 83 hlutabréf, og Cyrus Field hafði sjálfur keypt þau öll. Þrælastríðið geisaði nú í Bandaríkjunum og menn höfðu um annað að hugsa en stofnun nýrra hlutafélaga. Þess vegna drógst það á langinn fyrir Shaffner að útvega nóg hlutafé til þess, að leggja sæsímann um ís- land. En nú var það, er Austri hinn mikli var seldur, þá gerði Gooch hinu nýa sæsímafélagi Fields til- boð um að leggja sæsímann. Það tilboð réði úrslitum um það, afi Field varð á undan Shaffner, og ekkert varð úr því að sæsími væri lagður um ísland. Tilboð Gooch var á þá leið, að símafélagið þyrfti ekki að borga neitt ef símalagn- ingin mistækist, en ef skipinu skyldi takast að leggja símann milli heimsálfanna, þá skyldu eig- endur þess fá 50.000 sterlingspund í hlutabréfum sæsímafélagsins. Þetta var svo ginnandi tilboð, að þegar var hafizt handa um símalagninguna. í júlímánuði 1865 lagði Austri hinn mikli á stað til vesturstrandar írlands, en þar átti sæsíminn að koma á land. Og svo var lagt á haf út með símaþráð- inn og fyrsta daginn gekk allt vel. skipið seig áfram hægt og rólega og síminn rann út jafnt og þétt. Um nóttina voru þeir komnir 84 mílur út á haf, en þá tilkynntu raf- magnsmenn að síminn væri „dauð- ur“, einhver bilun hefði orðið í honum. Skipið var stöðvað og svo var farið að draga þráðinn upp að nýu. Alla nóttina voru þeir að þessu. Þegar þeir höfðu dregið upp 10 mílur af þræðinum, fundu þeir skemmdina. Þráðurinn var nú tek- inn sundur og skeyttur saman aft- ur, og svo var lagt á stað að nýu. Skipið var mjög hentugt til þessa starfa. Það haggaðist ekki á sjón- um þótt nokkur bára væri, og sím- inn rann slyndrulaust ofan af kefl- inu. Á áttunda degi „dó“ þráður- inn aftur. Undið var upp á kefl- in að nýju og þeim brá í brún er þeir fundu skemmdina. Gríðar- mikill nagli hafði rekizt þvert í gegn um símann. Grunur kom þeg- ar upp um að hér hefði verið unn- ið skemmdarverk og skipstjóri setti því sérstaka varðmenn til að líta eftir þeim, sem unnu að síma- lagningunni. Skipið var komið hálfa leið yfir hafið hinn 2. ágúst. Þá kom nýtt óhapp fyrir. Síminn slitnaði og þeir misstu endann útbyrðis. Nú var farið að slæða til þess að reyna að ná í þráðinn. Heilan sólarhring slæddu þeir. Þá komu þeir í ein- hvern þungan drátt. Það var sím- inn. Þeir drógu hann upp undir yfirborð, en þá slitnuðu vírarnir og síminn sökk í sjó aftur. Lengi, lengi slæddu þeir að nýu, en urðu að lokum að gefast upp og halda heim. Svo leið eitt ár, en þá hóf skip- ið símalagninguna að nýu og fimmtudaginn 26. júlí 1866 höfðu þeir komið símanum á land hjá Hearts Content stöðinni, en það- an var símasamband við Kanada. Síðan skrapp skipið heim til Eng- lands að sækja meiri þráð til þess að halda símalagningunni áfram til Newfoundland. Um haustið kom það sigri hrósandi heim. Það hafði tengt saman hinar tvær heimsálf- ui. Á árunum 1865—74 lagði Austri hinn mikli fimm sæsíma yfir At- lantshaf og gerði fjórum sinnum við þá úti í reginhafi. Þetta er hið glæsilegasta tímabil í sögu skipsins. En árið 1874 hafði sæ- símafélagið látið smíða nýtt skip, „Faraday“, til þess að vinna að símalagningum og þar með var þessu hlutverki Austra lokið. Seinustu árin. Nú hafði Austri hinn mikli ekk- ert að gera og það var ákveðið að honum skyldi lagt í Milford. Þeg- ar hann fór frá London í seinasta sinn, voru þúsundir manna komn- ar til að kveðja hann og hljóm- sveit lék hergöngulög. Hann var enn stærsta skip heimsins enda þótt hann væri nú orðinn svo elli- móður, að smábátar léku sér að því að sigla í kring um hann með- an hann var á leiðinni. Hann var fjóra daga að fara á milli London og Milford Haven. Þar var honum lagt við festar og allir yfirgáfu hann nema fyrsti vélstjóri. Hann skyldi vera um borð til þess að líta eftir vélunum. Eftir nokkurn tíma gat félagið ekki greitt hon-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.