Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 245 *, Gjá í hönrnmum langt út í sjó, og grasi vaxið slétt- lendið uppi á eynni er orðið að há- um hólum og djúpum dældum. Upp úr jörðinni standa steinsteypu- klumpar og járnflækjur. í marz 1948 snýr sér nefnd Helgo- lendinga til Sameinuðu þjóðanna til þess að biðja um hjálp, en fær engu áorkað, og í maí 1949 skír- skota þeir til allra landa veraldar um að sprengjukastinu verði hætt, svo að þeir geti flutzt til heim- kvnna sinna. Eina svarið er algert bann við því að stíga fæti á land á Helgoland. Á næstu árum fór svo þýzk nefnd til Englands á fund Attlees forsæt- isráðherra og einnig var páfa sent bréf, þar sem hann var beðinn að tala máli eyarskeggja við hernáms • yfirvöldin, en án árangurs. Um jólin 1951 gerðu svo nokkrir stúdentar frá Heidelberg „innrás“ á Helgoland og reistu upp þýzka fánann og Evrópufánann, þar sem hæst ber á eynni. Þarna dvöldust þeir fram yfir nýár, þó að búast mætti við sprengjukasti dag hvern. / Þessi atburður vekur mikla at- hygli víða um lönd og er umræðu- efni heimsblaðanna. Um þetta leyti birta þýzku blöðin áætlanir um endurreisn Helgolands, efnt er til hugmyndasamkeppni meðal arki- tekta og er þátttaka í henni feyki- mikil. Þá loksins er tilkynnt í Lon- don, að evan verði einhvern tíma gefin frjáls, og nokkru síðar stað- festir Sir Ivon Kirkpatrick það moð því að skýra frá því, að Þjóðverjar fái Helgoland aftur í síðasta lagi hinn 1. marz 1952, ef takist að finna annað æfingamark handa brezka ^ugflotanum, og fallast þýzk yfir- völd á það. Þá þegar er hafinn mikill undirbúningur og fjársöfnun um allt Þýzkaland, því að gert er ráð fyrir, að þurfi 30—50 milljónir marka til að endurreisa það allra nauðsynlegasta. Ekki er samt hægt að taka til við framkvæmdir á eynni, því að ráðgerðar eru sprengjukastæfingar fram á síðasta dag, áður en hún verði gefin frjáls, en því fæst að lokum afstýrt með því að leggja Bretum til sandeyrar nálægt Cuxhaven fyrir æfinga- svæði. 1. marz er Helgoland svo hátíðlega afhent Þjóðverjum, og fer sú athöfn fram í viðurvist fjölda manns á eynni sjálfri. Lagt hafði verið til, að við þetta tæki- færi yrði því lýst yfir, að Þýzka- landskvæði Hofmanns von Fallers- leben væri aftur viðurkennt sem þýzkur þjóðsöngur, en það var ekki talið tímabært. — ★ — Allt í einu hættir dr. Bahr frá- sögninni og segist þurfa að skýra mér frá allt öðru, því að rétt í þessu séum við að sigla yfir At- lantis. Allir viðstaddir fara að skellihlæja nema ég, því að mér þóttu það mikil tíðindi, ef menn skyldu loksins hafa komizt eftir, hvar þetta ævintýrum umofna land hefði legið. Þá segir hann mér frá klerki einum í Slésvík sr. Spa- Eina tréð á eynni nuth að nafni, sem mikið hefur á sig lagt til að sanna, að Atlantis hafi legið austur af Helgolandi og hafi hann skrifað um það mál heil- ar bækur auk fjölda blaðagreina og unnið marga á sitt mál. Einnig hafi hann sent kafara niður á sjáv- arbotn þarna, og hafi þeir haft upp með sér steina, sem séra Spanuth segir vera úr borgarveggjum At- lantis, og jafnvel hafi hann birt heila uppdrætti af borginni sam- kvæmt lýsingum kafaranna. Því miður hefði hann samt ekki kafað sjálfur þarna niður, og ekki væri alveg trútt um, að kafararnir hefðu e. t. v. sagt frá heldur meiru en þeir höfðu séð í raun og veru. En hvað um það. Áróður sr. Spanuths var orðinn svo útbreiddur að jafn- vel erlendis voru menn teknir að veita „rannsóknum" hans athygli, svo að þýzkir fræðimenn neyddust til að fara að rita á móti honum og hrekja mestu staðleysurnar. Sr. Spanuth svaraði með því að skora á hvern sem væri til opinberra um- ræðna um málið, og úm miðjan október síðastliðinn var háður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.