Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 24
252 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JfJrafoL „ / ÁBNASAFNI ffW (fW* Voítvútn, pof*t* M*t*s*n uiéti ' I *** íoí&’. « J tfx fg* Tntxj&^vnaðim f' . fyolezi, tjvoi ptfu ímj>orif cuU Íoarít ^ SUÍitlur tU&tya fnjttvím onntius fco$ tff ? lÁé j ■«: // * * j t í J L , w - ■ í lmf‘3 ’* niiniít! fitttfandu omm r>,ifún{ ' •* • jtöi’*“Íraí“» c»«j«Aft k£c*ffotM*WVqvumJjna.wU puusqvc. // 244t* q*wj*>* **■#r "iJ^ W' 7 7 iihdmUM~fA ‘I Jílu& tnoffuits éxúilus eXprimi} £men t noh{ m pttciUs t tUúU últútnjvi famim „ EITT HELZTA verk í íslenzkum latínuskáldskap frá fyrri öldum er kvæði Brynjólfs biskups um krossinn. Það hefur aldrei komizt á prent, og munu fáir hafa lesið, en færri skilið, því að latína biskups er ekki barna meðfæri. í Árna- safni er þetta kvæði vandlega skrifað (Am 781 b, 4to), en biskup hefur sjálfur gert miklar breytingar á orðum milli lína, svo sem sjá má af blaðsíðunni hér að ofan. VAR KEYPTUR TIL ÞESS Jónas Hallgrímsson skrifaði frunta- lega um skáldskap Sigurðar Breiðf jörðs í „Fjölni“, en Sigurður orkti níðkvæði um Fjölni í staðinn. Tómas Sæmunds- son minnist á þetta í bréfi til Konráðs Gíslasonar og segir: — Ég fann ekki Breiðfjörð, en Skúli Thorarensen skammaði hann eigi einungis fyrir það að hann hefði farið að vrkja um Fjölni, heldur og hvaða handaskömm það væri, og þá sagði Breiðfjörð: Hafi ég bölvaða skömm fyrir það, — ég var keyptur til þess — og hættu nú að skamma mig, Thorarensen minn. MÖRLANDAR Það er trú mín, að oss ísléndingum sé holt að borða mikið feitmeti, og að vér ættum að bera með réttu nafn- ið „mörlandar“. Þegar kalt er í veðri, ættu húsmæður okkar að kappkosta að geta skammtað ríflega feitmeti handa fólkinu. Fitan er bezta elds- neytið af öllum mat, sem vér borð- um. Af engu hitnar manni jafn vel og feitum mat í vetrarkuldunum. Þverhandarbvkkar síður, feitir bringu- kollar, magálar og hnakkaspik — þetta eru réttir, sem frá fornu fari hafa ver- ið í miklum metum hér á landi, og þeir mega sannarlega ekki falla úr sögunni, því að engar kræsingar eru hollari hraustum íslending, sem legg- ur út í hríðarveður og á við óblíða náttúru að berjast. (Steingr. Matthíasson læknir). RIDDARAÞRAUT Ef þér setjið riddara á einhvern reit á taflborðinu og færið hann svo á ann- an reit, er hann samkvæmt gangi sínum getur farið á, og því næst á þriðja reit- inn og svo framvegis unz hann hefur farið á alla hina 64 reiti taflsborðsins, og einungis einu sinni á hvern þeirra, þá hafið þér gert það, sem kallað er riddarastökk, eða riddaraþraut. Þetta er nærri því eins gamalt og skákborðið sjálft, því að þessi leikur var kunnur fyrir þúsund árum. Riddarinn er einn af þeim skákmönnum, er hafa haldið gangi sínum óbreyttum allt frá upphafi. Þegar hinar austlægari þjóðir, svo sem Kínverjar, Japanar og Síamar fengu skáktaflið frá föðurlandi þess, Ind- landi, þá breyttu þeir gangi nálega allra skákmannanna og jafnvel tafl- borðinu sjálfu. En riddaraganginn létu þeir haldast óbreyttan eins og hann var á Indlandi. Hann er svo einkenni- legur, að eigi var auðvelt að ummynda hann. Og þessi gamli, upprunalegi gangur riddarans er einmitt sönnunin fyrir því, að þessar austlægari þjóðir lærðu þenna leik af Indverjum, eins og Vesturlandaþjóðirnar líka gerðu, svo að skáktafl hvorra tveggja ber að sama brunninum. — Þar eð byrja má riddarastökkið á hvaða reit, sem vera vill, og hægt er að breyta stefnu þess, þá leiðir af því að mörg hundruð ridd- arastökk eru til og hafa verið gefnar út á mörgum tungumálum margar bæk- ur um það, og sumar þeirra mjög stór- ar. — Skylt riddarastökki er það, sem kallað hefur verið á íslenzku að „rjúfa skjaldborg“ og að „leysa úr tröllahönd- um“. (í uppnámi).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.