Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 6
234 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Menn gengu um þilfarið í hóp- um með hrópum og köllum svo að enginn gat fest blund. Þeir óðu að mönnum og spurðu: „Hefirðu fengið skemmtun, sem er tíu doll- ara virði?“ Ef menn svöruðu já, þá voru þeir látnir eiga sig, en ef þeir svöruðu nei, þá voru þeir rifn- ir upp til þess að „þeir gæti fengið það, sem á vantaði“. Neistaregn úr reykháfnum dundi á þeim, sem á þiljum voru. Og er á leið nóttina kom þoka og súld og þá varð þetta að sóti, sem fest- ist í klæðum manna. „Menn voru ekki frýnilegir um morguninn“, segir Gooch í dagbók sinni, „og sérstaklega voru blaðamennirnir reiðir út af því að hafa ekki feng- ið svefnklefa." Sjálfur hafði hann legið á þilfari um nóttina og var ekki í góðu skapi. Þegar farþegarnir heimtuðu morgunmat, fengu þeir ekkert, og dugðu þar ekkert bænir, hótanir né mútuboð. Enginn matur var til í skipinu. Allt ætilegt hafði verið etið um kvöldið. Kokkarnir notuðu sér ngyð manna og seldu kaffi fyr- ir einn dollar bollann. Nú var kominn dagur, skipið helt stöðugt áfram, en hvergi sást land. Menn skildu ekkert í þessu og lá við uppþoti. Þeir æddu fram og aftur um skipið og spurðu alla, hvernig stæði á því að ekki sæist land. Seinast urðu stjórnarmenn að koma með skýringu. Það hafði viljað svo óheppilega til í myrkr- inu um nóttina, að sá sem þá var á verði á stjórnpalli, hafði tekið skakka stefnu og skipið var kom- ið hundrað mílur á haf út .... Hraðferðir yfir hafið. Tveimur mánuðum eftir að hið mikla skip hafið lagt á stað í fyrstu ferð sína, sneri það heimleiðis frá Ameríku. Það var lítið um dýrðir við burtförina, og enginn kom til að kveðja það. Það hafði þó 100 farþega og það fór með methraða yfir Atlantshafið — á níu sólar- hringum og fjórum klukkustund- um. Því var tekið með kostum og kynjum þegar það kom til Milford Haven. Sérstök járnbrautarlest hafði verið send eftir farþegunum til þess að flytja þá til London. En enginn vildi yfirgefa skipið, svo gott þótti þeim að vera þar. Lestin var því látin bíða og farþegunum leyft að vera sólarhring lengur um borð. Veturinn 1860—61 lá skipið í Milford Haven. Þá var eitthvað dyttað að því og meðal annars sett- ur í það nýr skrúfuöxull. í maí 1861 fór það öðru sinni til Ameríku, en þá var borgarastyrjöldin og eng- inn hafði neina löngun til þess að hugsa um Austra hinn mikla. Þeg- ar hann kom svo úr þessari ferð til Englands, tók ríkisstjórnin hann á leigu til þess að flytja 2114 her- menn til Kanada. Þá var James Kennedy skipstjóri. Hann setti nú nýtt met með því að fara yfir hafið á átta sólarhringum og sex klukkustundum. Hafði hann þó hreppt bæði þoku og hafís á leið- inni, en lét stöðugt vaða á súðum. Ekkert varð að í þessari ferð nema hvað tveir hestar drápust úr kulda af því að þeir voru hafðir á þilfari. Þegar skipið kom heim aftur, sagði hermálastjórnin upp leigu- samningnum, og urðu það mikil vonbrigði fyrir ráðamenn skips- ins. í sjávarháska. Næst lagði skipið á stað í vest- urför frá Liverpool hinn 10. sept. 1891. Þrjú hundruð þúsundir manna komu niður á hafnarbakk- ann til að kveðja það. Nú hafði það enn fengið nýan skipstjóra, James Walker, sem áður hafði ver- ið hjá Cunard-félaginu. Hann bjóst við því að verða tíu daga yfir hafið. Það var sunnudagskvöld er skip- ið sigldi niður St. Georgs skurð- inn. Veður var dásamlega gott og farþegar sungu og dönsuðu á þilj- um uppi. Næsta kvöld var skipið komið á haf út og þá byrjaði að hvessa. Daginn eftir var komið rok. Menn heldu þó að þetta veður næði ekki yfir nema lítið svæði og skipið mundi brátt komast út úr óveðr- inu. En veðrið versnaði stöðugt og um miðjan dag var skipið farið að velta ískyggilega og tók á sig sjói á bæði borð. Nokkuru seinna fekk það á sig hliðarsjó, svo að skóflu- hjólsskýlið fór í kaf. Stynjandi og brakandi rétti skipið sig við aftur, en þá var skýlið mölbrotið og skófluhjólið nuddaðist við skipið Skipstjóri skipaði þegar að stöðva það, svo að það bryti ekki byrð- inginn. Um leið og vélin stöðvað- ist mátti heyra undarlegan skark- ala niðri í vélarrúminu. Vélstjóri kom hlaupandi upp og tilkynnti skipstjóra að mörg stór blýkefli, sem voru þar niðri, hefði losnað og hentust nú til og frá um vélar- rúmið. Tvö stórkeröld af þorskalýsi, sem stóðu á miðþiljum, losnuðu af því að þau höfðu verið illa bundin. Þau hentust niður í vélarrúm og brotnuðu í spón, en lýsið flaut um allt og gerði óþolandi óþef um allt skipið. Vélarfólkið flýði, því að það gat ekki haldizt við þarna. Og nú var ekki á annað að treysta en skrúf- una. Veðrið harðnaði stöðugt. Skip- ið tók mikla hliðardýfu og hol- skeflur gengu yfir það á stjórn- borða. Smám saman rétti það sig við, en þá var hjólskóflan farin, eins og hún hefði verið söguð af skipinu. Svo slitnaði stýriskeðjan og stýrishjólið' hringsnerist. Stýrið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.