Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 247 ©Cl=<(P!Q==<(P*Q==<(P<Q==<CPCQ==<(P<Q=^(P<Q=K(P:Q=<<P“CQ==<(P!Q=^(P<Q==<(P;Q=^(p<Q==<(p<Q=s<(P^Q=*Cíl^P^Q=<(P^Q=<(P'Q==í(P,!Cb»íCP5Q==<CP<Q==<(/0 IMfcH.. Gretar Fells: J l í ií kuœÉi SKALD Eitt sinn stefndi að einu marki óska minna hjörð: Að vera skáld var æðra öllu, öllu hér á jörð. — Margir áttu hrós og- heiður, en hver var „skáldi“ jafn? Mér fannst töfra ljúfur ljómi leika um þetta nafn. Skyggði fljótt, því skáldin eru — skilizt gat mér senn — ekki neinar æðri verur, — aðeins breyzkir menn! • Gott er víst að geta málsins gulli og silfri stráð, og í fagrar orðavoðir ofið hugans þráð. Heill sé þeim, er húmi nætur heioan syngur dag. Gaman er að geta lýði glatt með snjöllum brag. En á mörgum öðrum sviðum óðsins guð ég fann. Skáld er hver, sem dýrum draumi í dáðir breyta kann. Skáld er sá, er úr skuggans ríki skapar ljóssins rún. Skáld er bóndi, er breytir grýttu barði og mel í tún. Skáld er sá, er í skuggum lasta skína lætur dyggð. Skáld er sá, er gleði getur gert úr sárri hryggð. Vér skulum með oss viljann rækta, vit og kærleiksþel. Skáldskap getur æðri engan en að lifa vel! LIST List — hvað er list? menn löngum spyrja og syngja lofsöngva og sálma kyrja. — í lærdóms myrkvið þeir leita svara. En gátan er söm. — Hún glottir bara! Því listin að þagnar leiðir hliði. Hún er heimsókn dulræn frá hærra sviði. Því frjóvgast hugur, því fágast kenndir. — Á æðri sannindi oss eitthvað bendir, hvar sem þau undur í heimi gerast, Gretar Fells. og hvort sem þau alþjóð opinberast í viðhafnarskrúða eða verstu tötrum, því list er sál hlutanna leyst úr fjötrum. MÁL GUÐANNA Leiðast mér löngu kvæðin og listinni bregðast þau flest. Það er dýptin og himinhæðin sem heillar og gefur oss mest. Leita skal ljóðaframa í Ieikni og hugsanastærð, en ekki er andríki sama og orðaglaumur og mærð. Vér bergjum á bókstafsveigum, en biðjum um — meiri sál. Með fáum orðum — en fleygum — skal flytja guðanna mál. f j £ f f J f 3 I i i A J >3*1 lVfARGUR, sem þetta les, mun undrast það ofurkapp, sem lagt var á að fá þessa litlu ey aftur til þess að endurreisa þar heimili 2500 manna með ærnum kostnaði og fyrirhöfn, miklu meiri en þurft hefði annars staðar. Að vísu eru Helgolendingar tengdir átthögum sínum sterkari böndum en flestir aðrir, svo að það eitt hefði verið næg ástæða, en þó mun hitt hafa ráðið meiru, hve lega Helgolands gerir það mikilvægt vegna öryggis á siglingaleiðum. Einnig baðstaðurinn, sem hefur fært svo mörgum nýtt starfsþrek, ýtti undir. Hér er friður og ró, — eitt af því sem sjaldgæfast er á meginlandi Evrópu, en allir þrá. En það, sem hér er að gerast, er fyrst og fremst tákn um endur- reisnarvilja og endurreisnarmátt hinnar ógæfusömu þýzku þjóðar, sem nú lifir á örlagatímum og er að endurreisa allt frá grunni, eins og byggðina á Helgolandi, hinu heilaga landi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.