Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Side 1
Árni Óla: Blinda skáldiö á Setbergi J^JEÐAL margra minnismerkja í Garðakirkjugarði á Álftanesi, er legsteinn úr grágrýti, sem tekið hefur verið í Garðaholtinu. Steinn þessi er boginn fyrir báða enda. Fyrir ofan letrið er engilmynd, andlit og stórir vængir, en neðan við letrið eru lykkjudrættir upp- hleyptir. Steinninn er fallegur og letrið vel gert. Áletrunin er á latínu og í hendingum, en hún er á þessa leið í þvðingu: „Hér Jivílir Þorsteinn Björnsson, þessi mikli blómi (þ. e. ágæti fræði- maður) í fornsögu ættjarðarinnar Ó harmið, yndisleikar fornsögunn- ar, þessi maður dó yður til glöt- unar. Hann lifði 63 ár. Dó árið 1675. Hvíli hann í friði. Ekkjan G. B. lét setja (legsteininn) sínum mesta og bezta herra.“ Steinn þessi er á leiði Þorsteins Biörnssonar, er lengi var prestur að Útskálum, en dvaldist seinustu æviár sín á Setbergi við Hafnar- fjörð. Áletranina samdi hann sjálf- ur áður en hann dó. Hún er ein- kennileg og tilgerðarleg, enda var maðurinn talinn undarlegur og stærilátur, „mikið brotahöfuð, sér- vitur og fjölfróður", segir Jón pró- fastur Halldórsson í Hítardal um hann. Má og segja að ævi hans væri með undarlegum hætti og þó máske einna undarlegast hvernig hann var í heiminn kominn. Björn málari FAÐIR séra Þorsteins var Björn málari, sonur séra Gríms Skúla- sonar í Hruna og kónu hans Guð- rúnar Björnsdóttur prests Ólafs- sonar. Fara engar sögur af Birni fyr en hann er orðinn fulltíða mað- ur. Er hann þá nefndur málari, en ekki vita menn hvar hann hefur lært. Hann hefur verið lista skrif- ari og er enn til handrit af Lögbók íslendinga með teikningu á titil- blaði, og segir þar að Björn Gríms- son hafi skrifað þessa bók fyrir Höllu systur sína, sem var gift Þormóði Kortssyni í Skógum undir Eyafjöllum. Dr. Halldór Hermanns- son hyggur að á öðru Lögbókar- handriti sé og handaverk Björns. Er handrit þetta með skrautstöfum og myndum, sem svo vel eru gerð- ar, að dr. Halldór segir að þær taki fram dráttlist íslendinga á seinni öldum. Nú var það árið 1611 að Biörn er að vistum á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð. Hefur hann sennilega verið skrifari Gísla Árnasonar svslu- manns, eða tengdasonar hans, Þor- leifs Magnússonar prúða. sem betta ár gerðist lögsagnari Gísla svslu- manns. Þá var bað um vorið að stórrigningu gerði og bráða snjó- levsingu, svo að öll vötn voru talin ófær. Þá heimtaði Biörn hest sinn af mikilli ákefð og bað um fvlgdar- mann, því að hann kvaðst eiga nauðsvnia erindi þann dag austur að Skógum undir Eyafiöllum að hitta Höllu svstur sína. Heldu hon- um engin bönd. Brauzt hann svo yfir Markarfliót og önnur vatnsföll, sem allir töldu ófær og komst til Skóga um kvöldið. Bað hann þá Höllu svstur sína að búa sér þegar í stað rúm úti í kirkju. og senda sér þangað vinnukonu sína, sér til gamans. Kvað hann það vera forlög sín að geta son á þessari nóttu, og mundi hann verða prestur, ef hann væri getinn á helgum stað. Halla varð við bón bróður síns og sendi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.