Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
743
séra Einar Illugason og Tómas
Nikulásson umboðsmaður útnefndu
helmingadóm í málinu, þannig að
12 menn skyldu dæma og væri
helmingur þeirra prestar og helm-
ingur leikmenn. Voru þessir prest-
ar kvaddir í dóminn: séra Þor-
kell Arngrímsson, Görðum, séra
Ámundi Ormsson, Kálfatjörn, séra
Jón Oddsson Skrauthólum (Kjalar-
nesþing), séra Snjólfur Einarsson,
Reykjavík, séra Hallkell Stefáns-
son, Hvalsnesi og séra Rafn Ólafs-
son, Grindavík. Dómþingið var svo
háð að Útskálum 6. og 7. desember.
Komu þar fram hinar furðulegustu
og ótrúlegustu upplýsingar í mál-
inu.
Séra Þorsteinn neitaði því harð-
lega að vera faðir barnsins, en bar
nú ekki við hinu sama og við bisk-
up, að hann væri ekki fær til barn-
getnaðar. Kvaðst hann engin mök
hafa haft við Ástnýu, nema hann
hafi verið svikinn til þess og hún
hafi verið fengin sér í eiginkonu
stað í myrkri. Páll Vídalín segir að
kona prests hafi játað, að hún hati
óttazt að eiga mök við bónda sinn,
vegna hins viðurstyggilega sjúk-
dóms hans, og hafi því keypt að
vinnukonunni að hún gengi í hvílu
prests í sinn stað. Viðurkenndi og
Ástný að þetta væri satt.
Dómsmönnum þótti það harla
ólíklegt að „prestur hefði ekki
þekkt konu sína frá vinnukonunni,
jafnvel í myrkri“, og vildu því ekki
taka til greina þá ástæðu hans að
hann hefði verið blekktur. Virtist
dómsmönnum því málið horfa
þannig við, að prestur gæti ekki
fengið synjunareið. En Ástnýu
dæmdu þeir að hún mætti vinna
eið að því, að klerkur væri faðir
barns síns og enginn annar.
Prestur missir kjól og kall
SKÖMMU eftir áramótin 1660 vann
Ástný lyrittareið hinn meiri og
sönnuðu þann eið með henni fjórar
konur, Rannveig Ólafsdóttir, Hall-
bera Hróbjartsdóttir, Þórarna Gísla
-dóttir og Ingibjörg Björnsdóttir.
Barnið hafði verið að Útskálum
fram að þessu, en þegar er Ástný
hafði unnið eiðinn, sendi prests-
konan það burt af heimilinu og til
ömmu þess, móður Ástnýar. Þótti
það lítið drengskaparbragð, og eigi
að lögum. Hreppsstjórnarmenn á
Miðnesi komu því saman og kærðu
þetta mál fyrir Alþingi. Segja þeir
þar að hvorki Ástný né móðir
hennar geti talizt færar um að sjá
fyrir barninu, og beiðast úrskurðar
á því hvernig með barnið skuli fara.
Var mál þetta tekið fyrir á Alþingi
29. júní þá um sumarið og varð
úrskurður lögmanna og lögréttu-
manna þessi: „Með því að Ástný
Hallsteinsdóttir hefur svarið lýritt-
areið um faðerni þessa barns, þá
virðist lögmönnum og lögréttu-
mönnum að svo lengi sem þessi
eiður hennar stendur óraskaður, þa
beri séra Þorsteini að framfæra
áðurskrifað barn á sínu fé og pen-
ingum.“
Séra Þorsteinn var sviftur kjóli
og kalli fyrir þessa harneign í hór-
dómi, og var séra Þorleifi Kláus-
syni veittir Útskálar og skyldi hann
taka við þeim í fardögum vorið
1660. Er syo að sjá sem séra Þor-
steinn hafi þótzt órétti beittur og
verið því sérstaklega andvígur að
Þorleifur fengi staðinn. Telja sagn-
ir að séra Þorsteinn hafi verið ram-
göldróttur og því hafi ekki þótt
dælt við hann að fást, og hafi séra
Þorleifur ekki treyst sér til þess
að koma honum burt af staðnum.
Eru til ýmsar sagnir um hvernig
honum var komið þaðan og þykir
rétt að birta þær hér til að sýna
hvert áht manna hefur verið á
presti.
í II. hefti Grímu er frásögn um
þetta, skráð af Þorsteini Þorkels-
syni á Hofi í Svarfaðardal og er
hún á þessa leið: „Séra Þorleifi
Kláussyni var veitt kallið 1660. Þó
varð nokkurt þóf um mál þetta, því
að séra Þorsteinn vildi ekki standa
upp af staðnum góðviljuglega, og
séra Þorleifur hikaði við að ganga
að staðnum meðan séra Þorsteinn
væri þar kyr; hefur ef til vill haft
beig af fjölkyngi prests. Leið svo
fram um hríð. Nokkrir skólapiltar
í Skálholti gengu þá á fund Brynj-
ólfs biskups og báðu hann leyfis að
fara til Útskála, bera séra Þorstein
út úr bænum og búa hann til ferð-
ar þaðan. Biskup leyfði þeim þetta,
með því skilyrði að þeir misbyðu
honum í engu, hvorki orði né verki
og hétu þeir því. Síðan hófu skóla-
piltar för sína, allmargir í hóp, suð-
ur að Útskálum. Þegar þeir komu
á staðinn stöldruðu þeir við og
ráðguðust um hver þeirra mundi
fyrstur til verða að ganga í bæinn
og hitta gamla manninn. Það voru
einkum þrír þeirra, sem álitnir
voru færastir um að eiga orðastað
við prest og kynnu þeir allir eitt-
hvað fyrir sér. Hétu þeir Finnbogi,
Magnús og Eiríkur, og var hann
yngstur þeirra.* Magnús var þeirra
framgjarnastur og lagði hann fyrst-
ur á vaðið, gekk rakleitt inn í bæ-
inn og alla leið inn í svefnherbcrgi
prests. Gerði hann þar vart við sig
og heilsaði. Presfur tók kveðjunni
og spurði hver hann væri og hvert
hann væri að fara. Magnús sagði
til sín og það með, að hann ætti
að bera hann út úr bænum. Þá
sagði prestur:' „Róta þú ekki við
mér, það er ekki þitt meðfæri“.
Magnúsi fellst hugur við þetta og
gekk út til félaga sinna. Þá gekk
Eiríkur inn til prests og gerði vart
við sig. „Hver fer þar?“ spurði
prestur. Eiríkur nefndi sig. Þá
sagði prestur: „Þú verður mikill
maður, en eig þú ekkert við mig.“
Eiríki þótti það vera mundu gæfu-
* Hann varð seinna alkunnur galdra-
maður eftir að hann var orðinn prestur
á Vogsósum.