Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Qupperneq 5
Blaðaútgáfa í sveitum
Einn þáttur í menningarsögu þjóðarinnar
l/'ARLA mun það of mælt, að
* þjóðvor íslendinga hafi byrjað
árið 1874, er landið fekk stjórnar-
skrá og hin mikla þúsund ára
minningarhátíð landnámsins hóf
hugi manna ofar daglegu striti og
volæði. Þjóðernistilfinningin fekk
þá byr undir vængi. — Hreyfing
komst á hugi manna. Vorblærinn
vakti þá til umhugsunar um hve
margt væri hér ógert, og hann gaf
þeim einnig von um að nú mundi
fara að rætast úr með samhug og
samhjálp.
Meðal þess vorgróðurs, er spratt
upp af þeirri þjóðarvakningu, er
nú hafði orðið, má telja sveitar-
blöðin, sem farið var að gefa út
upp úr þessu. Sjaldan eða aldrei
er á þau minnzt, eða hverja þýð-
ingu þau hafi haft, en þau eru þó
áreiðanlega merkilegur þáttur í
menningarsögu vorri um hálfrar
aldar skeið.
Um þessar mundir voru fá blöð
gefin út í landinu, lítil vikublöð,
sem bárust seint og illa út um
sveitirnar, vegna þess hvað sam-
göngur voru lélegar. Þessi blöð
ræddu aðallega landsmál, en sér-
mál héraða og sveita urðu útundan.
Því var það, að ýmsir góðir
menn fóru að gefa út skrifuð
sveitarblöð, sem send voru milli
bæanna. Þessir menn voru sér þess
meðvitandi að engin von væri til
þess að sigrast á fásinni og ein-
angrun sveitanna, nema með því
móti að vakningin kæmi innan frá,
að fólkið í sveitunuin hefði sjálft
samtök um að hrinda af sér deifð
og drunga. Fyrsta skrefið til þess
var að tala saman, ráða ráðum sín-
um og reyna að koma upp félags-
lífi til þess að hrinda í framkvæmd
hagsmunamálum heildarinnar og
vekja menn til umhugsunar um
allt það, er til bóta gat horft í bú-
skap og fyrir afkomu einstakling-
anna. Þetta var hlutverk sveitar-
blaðanna um land allt og verður
nú ekki metið hverja þýðingu þau
hafa haft.
Enginn mun nú svo fróður að
hann viti hve mörg sveitarblöð
voru gefin út, né í hve mörgum
sveitum. En alltaf voru slík blöð
einhvers staðar á gangi frá því um
1875 og fram að lokum fyrri heims-
styrjaldar og ef til vill lengur.
DLAÐ þetta var gefið út í Fnjóska
" dal og var gefið út í tveimur
samritum; fór annað um Hálssókn
en hitt um Draflastaðasókn. Rit-
stjóri var Gísli Ásmundsson bóndi
á Þverá í Dalsmynni (faðir Garð-
Nokkur af þessum sveitarblöðum
eru til í Landsbókasafninu og verð-
ur sagt frá þeim hér á eftir og birt
nokkuð úr þeim, svo að þeir, sem
ekkert þekkja til þeirra geti kynnzt
þeim. Út um land ætti enn að vera
til fjöldi af sveitarblöðum og ættu
þeir, sem hafa þau undir höndum
að senda þau til Landsbókasafns-
ins, svo að þau geti geymzt þar og
hægt sé að fá betra yfirlit en nú,
um þessa merkilegu grein íslenzkra
bókmennta.
Tímabili sveitarblaðanna er lok-
ið. Með bættum samgöngum, aukn-
um blaðakosti, síma og útvarpi
gerðist þeirra ekki þörf lengur. Og
það er enn ein ástæðan til þess
þeim sé haldið saman og forðað frá
glötun.
ars stórkaupmanns og þeirra syst-
kina). Fyrsta blaðið kom út ein-
hverntíma á árinu 1875, og segir
svo í forustugrein þess:
„Það hefur þótt tilhlýðilegt og
jafnvel nauðsynlegt, að Framfara-