Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Page 6
778 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS félag Fnjóskdæla, er nú er búið að stofna, ætti tímarit. Nauðsynlegt að því leyti, að það virðist helzta ráðið til að bæta úr því samgöngu- leysi, sem hér hlýtur að eiga sér stað, vegna þes's að svo er strjál- byggt og sem jafnan þykir standa hverjum félagsskap sem er fyrir þrifum. Þess vegna hefur fáeinum mönnum í áðurnefndu félagi kom- ið saman um að stofna tímarit, sem væri eign félagsins, og skyldi vera þess helzta ætlunarverk að út- breiða þekkingu á ýmsu því, er til gagnsmuna horfir, samkvæmt lög- um og reglum áðurnefnds félags, og í annan stað að gefa félags- mönnum kost á að láta álit sitt í ljós um ýmis málefni, til þess þau verði skoðuð frá fleiri hliðum, og fundir félagsins fyrir það sama gæti orðið þýðingarmeiri og greið- ari úrslit málanna, þar eð menn væri þá búnir að ræða þau áður.“ í næstu grein, sem er í samtals- formi, er svo reynt að gera bænd- um skiljanlegt hver er tilgangur félagsins og hlutverk þess. Fjórir árgangar eru til af blaðinu og er það furðu vel útlítandi, en það mun mest því að þakka að blaðið var í kápu og svo gekk rit- stjórinn ríkt eftir því að það bærist fljótt um sveitina, hefði hvergi meira en tveggja daga viðdvöl á bæ. Efni blaðsins er mjög marg- þætt og var því að nokkru hagað eftir árstíðum og þeim önnum, sem kölluðu að á hverjum tíma. Þar eru greinar um lestrarfélög, klæða- burð, kynbætur húsdýra, ásetning og fjárhöld, lækkun sveitargjalda (og fylgir skýrsla um lausafjár- tíund í hreppnum), jarðyrkjuverk- færi, áburð og meðferð hans, tjón af lélegri fóðrun sauðfjár, mennta- mál og að nauðsynlegt sé að stúlk- ur fái menntun eins og piltar, fram- för og félagsskap, sjávarútveg Fnjóskdæla o. m. fl. Nokkrar greinar eru þarna um sparsemi og fólk hvatt til þess að eyða engu nema að gagni komi. Er þar sérstaklega bent á hvílíkur peningaþjófur munaðarvörur sé, og er tekið dæmi af kaffinu. Þar segir svo: „Nú kostar kaffipundið .. kr. 1.80 sykurpundið ................— 0.58 Til eins punds þarf 6 pela af rjóma...........— 0.64 kaffibætir fyrir ...........— 0.12 eldivið ................... — 0.12 vinnu og áhöld ............ — 0.66 Kostar þá tilbúið kaffi úr einu pundi kr. 3.20. Úr því fást 40 boll- ar af brúklegu kaffi. Verður þá hver bolli 8 aura. Sá húsbóndi, er hofur 10 manns í heimili, og veitir fóikinu kaffi einungis á helgum og hátíðum, eyðir til þess kr. 48.00. Annar, sem veitir fólkinu auk þess kaffi einu sinni á dag yfir sumarið, 20 vikur, eyðir kr. 144.00. En sá, sem eyðir kaffi einu sinni á dag allt árið, eyðir kr. 292.00. Væri nú gott að fá skýrslu um arðinn af þessari kaffidrykkju.“ Upp úr þessu varð það svo, að menn gerðu herför gegn kaffinu. Var reynt að koma á kaffibindindi í Illugastaða, Háls og Draflastaða sóknum. Segir frá því að 60 hafi gengið í kaffibindindi til reynslu í Draflastaðasókn, en þar af var rúmur helmingur börn og aðeins 2 eða 3 komnir yfir þrítugt. Merki- legast var það, að bændurnir vildu ekki fara í kaffibindindi né tak- marka kaffikaup sín. Kaffið var þá að þeirra dómi orðið nauðsynja- vara, og þeir óttuðust að geta ekki fengið góð hjú, ef hætt væri að nota kaffi. Verslunarmálin voru allmikið rædd í blaðinu. Er talað um það hvað eftir annað að bændur verði að gera samtök um verslun sína. Bezta ráðið til þess sé það, að gera samning við eina verslun um öll viðskifti. Þá standi þeir betur að vígi með að heimta hátt verð fyrir afurðir sínar og fá afslátt á verði erlendu varanna, og geti það mun- að miklu. En þá verði þeir að forð- ast skuldaverslun. Er svo sögð saga af Gránufélaginu, til þess að sýna hvernig skuldaverslun blessast. Þar segir að vegna þess hve margir skuldi félaginu, verði það að taka mestalla eriendu vöruna að láni og greiða fyrir það 7% ársvexti. En svo áskilji lánardrottinn sér að fá alla íslenzku vöruna til sölu og taki fyrir það 2% umboðslaun. Hann krefjist þess líka að fá að kaupa alla útlendu vöruna fyrir félagið og reikni sér 3% umboðs- laun af henni. Allur þessi kostn- aður verði að leggjast á*erlendu vöruna, og þess vegna sé ekki kyn þótt hún verði dýr. Og þetta hafist af skuldaverslaninni. Greinar eru þarna um skemmt- anir og segir ritstjórinn þar: „Glað- legar og þægilegar viðræður hafa ætíð verið vor jafnasta og varan- legasta skemmtun og á þar við mál- tækið: Skemmtinn maður er vagn á vegi.“ Þá telur hann lestur góðra bóka nytsama skemmtun og einnig lestur rímna ef þær sé eftir sönn- um sögum og vel orktar. En um þann aldaranda er þá ríki, fer hann svofelldum orðum: „Trúleysið mikla og hálfvelgjan í ástinni til guðs og manna og allt það illt, er af þessari aðalvillu leiðir, svo sem skeytingarleysið í öllum efnum, andlegum og líkamlegum, er lýsir sér í ótrúmennsku, óhlýðni, prett- um, illu umtali, óráðhyggni, deyfð o. fl., og hina gömlu tilhneigingu til óhófs og ofmetnaðar.“ Þá er ein grein um íslenzkar uppgötvanir. Segir þar frá því, að Benedikt bóndi á Hvassafelli í Eya- firði hafi fundið upp hrip til að flytja í vott hey af engjum, létt og þægilegt. Væri það að mestu riðið úr snærum og tæki hvert heilan bagga. Kvenfólk og börn geti fyllt þetta og reitt heim þar sem heyinu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.