Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
781
ur hafi verið með mönnum, enda
höfðu þeir um annað að hugsa, því
að þá var mjög hart í ári þar. Var
því mest rætt um hver úrræði væri
vænlegust. Einn vildi safna saman
öllu smjöri í sveitinni og senda það
til Reykjavíkur, þar fengist 80 aur-
ar fyrir pundið og væri að því stór
búhnykkur. Hann vildi líka láta
menn spara sér saltkaup með því
að geyma kjötið í klaka fram eftir
vetri. Annar hvatti til aukinnar
grasatekju. Ung kona (Hólmfríður
Þórarinsdóttir) skrifaði hvatningu
til húsmæðra um að auka matjurta
rækt. Hún minnir á orð Tegnérs:
„Ætlun og framkvæmd er hjá kon-
um eitt og hið sama.“ Býðst hún
svo til að leiðbeina konum og út-
vega þeim fræ í garðana og segir
að ekki muni af veita að afla ein-
hvers heima, því „það gengur ekki
svo greitt að fá úttekt í verslun-
um, enda hafa menn lítið fyrir að
láta, þar skepnur eru fáar og ís-
lenzkar vörur í engu verði.“ Húi:
bendir einnig á það, að nytin úr
kúnum sé nú eina bjargræði heim-
ilanna, en hvernig fari ef kýrnar
drepist? Vill hún að konur stofni
með sér ábyrgðarfélag fyrir kýr,
og greiði iðgjaldið í smjöri á hverju
ári. (Þess má geta, að þetta félag
komst á laggirnar, líklega hið
fyrsta í sinni röð á íslandi, og ein-
stakt að því leyti að það voru kon-
urnar í sveitinni er stóðu að því.
Varð sá félagsskapur til mikils
gagns).
Ritstjórinn skrifar og mikið um
búskap og jarðrækt. Hann talar um
kynbætur nautgripa og hrossa, sem
bændur vanræki, sjálfum sér til
tjóns. Og svo skrifar hann um tún-
ræktina og þykir hún hörmuleg.
Hann segir að á árunum 1870—80
hafi að meðaltali fengizt 2 þurrir
hestar töðu af dagsláttu. Nú sé vit-
að að sumir hafi fengið 30 hesta
af dagsláttu og sýni því meðaltalið
að sumir fái ekki nema einn hest
af dagsláttu. „Túnræktin er aðal
grundvöllur fjárræktar og þegar
góð túnrækt er fengin, þá má æv-
inlega byggja hvað af öðru upp á
við.“ Þarna hefur hann verið á und-
an sínum tíma, því að þá var aðal-
lega treyst á útengja heyskap. Og
þá er hann ekki síður á undan sín-
um tíma er hann hvetur menn til
að fegra í kring um bæi sína: „Ef
það kraftaverk skeði, að dáðleysis
og vanans þokukápu létti svo upp
í suðri, norðri, austri og vestri, að
áhugans og manndómsgeislar fellu
logandi niður á hálf hordauða þjóð,
þá mundi í framtíðinni sjást fleiri
og fegurri blómreitir í kringum
bóndans bæ en nú er — víðast.“
Þá má minnast á það, að blaðið
gLAÐ þetta var gefið út á Látr-
um í Sléttuhreppi á Horn-
ströndum, þar sem nú er engin
byggð. Fyrsta blaðið kom út 31.
marz 1891. Aðalritstjóri var Guð-
mundur Sigurðsson, en talið er að
sex menn sé í ritnefnd, og hefur
hún sennilega verið kosin af Lestr-
arfélaginu þar og blaðið komið út
að tilhlutan þess. Ekki er vitað
hverjir þessir menn hafa verið, því
að nöfnin eru skammstöfuð.
í upphafsgrein segir að tilgangur
blaðsins sé sá, „að öllum, jafnt
yngri sem eldri, gefist kostur á að
láta skoðanir sínar í ljós, á þann
hátt að semja greinar út af því
efni, sem þeim hugkvæmist helzt
um að rita, þó einkanlega um það,
hvernig vér stöndum að vígi í fram
birtir fundarsköp, svo að menn geti
lært af því hvernig þeir eigi að
haga sér á fundum og mannamót-
um.
Einkennilegt er, að einn lesandi
kvartar um að blaðið sé varla læsi-
legt, „því að ekki eru allir svo vel
að sér í snarhöndinni, að þeir hafi
full not af innihaldi þess.“
í blaðinu er skrá um þá bæi, er
það á að heimsækja. Sést á fyrra
blaðinu, að það hefur verið mánuð
á leiðinni, því á hverjum bæ er
skrifað hvenær það kom og hvenær
það fór. Frá einum bæ er það sagt
farið 11. febrúar, en kemur ekki á
næsta bæ fyr en 12, og er þar skrif-
að við: „Lá úti nóttina 11.—12.,
óskemmt af kali.“
faralegu tilliti“. Blaðið telur að
þetta geti orðið til þess að menn
æfist í að hugsa, svo að þeir geti
síðar borið fram skoðanir sínar í
ræðuformi.
Blaðið h'efur stælt svip þeirra
vikublaða, er þá voru hér. Báðum
megin við nafnið eru smáklausur.
í annarri stendur: „Það er áformað
að blað þetta komi út einu sinni í
hverjum mánuði, ef því berst svo
mikið af greinum, að það geti hald-
ið áfram.“ Hinum megin stendur:
„Ef sér á blaði þessu af nokkru
því, er menn geta að gert, að það
rifni eða blettist, svo ei verði lesið,
varðar það 50 aura sekt, eyðilegg-
ist það, þá 1 krónu.“
Blaðið leggur mikinn hug á að
auka og efla félagsskap, að hver
I ÍU 1