Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Page 10
782
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
höndin hjálpi annarri og hver létti
undir með öðrum. „Þá mundi hag-
ur sveitarfélagsins batna og sam-
vinna, því til eflingar, eiga sér hæli
á fleiri stöðum en nú er.“
Mörg framfaramál og nauðsynja-
mál eru rædd í blaðinu, svo sem
um barnaskóla og nauðsyn þeirra,
um menntun bænda, um bindindis-
mál og drvkkjuskap, um niðurjöfn-
un og útsvör, um túnrækt og áburð
-arnotkun; er þar bent á hve mjög
menn vanræki ræktunarmálin og
fari hirðuleysislega með áburðinn,
sumir bændur hafi t. d. þann sið, að
aka mykjunni beint í bæarlækinn.
Þá er og rætt um ýmislegt annað,
sem aflaga fer í sveitinni, meðal
annars salernisleysi og þau óþrif,
sem af því stafi.
Ekki verður séð hve lengi blað-
inu hefur verið haldið úti. Fyrstu
12 blöðin eru til (einn árgangur,
sem endar 23. febrúar 1892). En
síðan vantar í og seinast kemur
4. blað III. árgangs í janúar 1897
og er ekki meira til. Þá í millibil-
inu hefur orðið einhver breyting á,
því að nú er ekki getið um rit-
nefnd, heldur aðeins ritstjórann,
Guðmund Sigurðsson. Þá er og
kominn skrautritaður haus á blað-
ið, og nú stendur þar: „Ef blaðið
skemmist eða glatast, borgist það
30 aura.“
ETTA var sveitarblað í Bæar-
sveit í Borgarfirði og var rit-
stjóri þess Sig. Júl. Jóhannesson
skáld, og hefur þar byrjað blaða-
mennskuferil. Fyrsta blaðið kom út
14. desember 1894. í forustugrein
þess segir:
„Það er í mörgum héruðum
landsins sem haldið er út blöðum,
sem bæði hafa meðferðis ýms hér-
aðsmál og almenn málefni, smá-
sögur, skrítlur, kvæði og ýmislegt
fleira. Þykir það mjög glæða fé-
lagslíf, æfa menn í að hugsa og
rita, og leiðir margt gott af sér.
Ekkert þess konar hefur hingað til
sézt hér í hrepp, þótt því verði hér
betur við komið en víða annars
staðar, því bæði er hér fremur þétt-
býlt og margir færir um að beita
pennanum. — Stefna blaðsins verð-
ur ekkert ákveðin, allar greinar
teknar, hvers efnis sem eru, ef rit-
stiórinn aðeins telur þær tækar.“
í fyrsta blaðinu er rætt um
menntun alþýðu og sund. Vill
blaðið koma upp sundfélagi og
sundlaug, eins og þeir hafi gert í
Hálsasveit og Reykholtsdal árið áð-
ur. Sundkennara sé auðvelt að fá,
því að Jón Blöndal stúdent í Staf-
holtsey og þeir bræðurnir Sigurð-
ur og Andrés Fjeldsted á Hvítár-
völlum, sé syndir vel. Telur blaðið
að hentugan sundstað megi gera
milli Bæar og Langholts í Bæar-
sveit, og þar hafi varið sundæfing-
ar fyrir 20 árum.
í grein í 2. tbl. kemur fram til-
gangur blaðsins að vekja og hvetja:
„Það, sem allir þurfa að kunna, en
mörgum er ábótavant í, er að
kunna að hugsa, sem er undirstaða
undir öllu er menn aðhafast. Þeir
5 ^
l OLr
i
s
\
\
J
l
5
l
s
/°
anna
6tt.C
\ ý
1
Kvöldið skygsir. — Kemnr nótt
Kertin lýsa. — Myrkrið eyðist.
Himnastjörnur stara rótt
storðar til og: yfir breiðist
norðurljósa leifturglit —
log:a böndin fagurlit.
Tignum berast turnum frá
töfradýrir klukknahljómar, —
líða upp í loftin blá.
Lyfta vængjum helgir ómar.
Hátt þeir andann hefja þá
hugsjónanna tindinn á.
Þar má teyga lífsins lind.
Ljóssins gyðja eyðir trega.
Jatan sýnir Jesúmynd,
jólabarnsins guðdómlega. —
Augun ljóma undraskær.
Eilíf rós í hjarta grær.
Kristnum mönnum virðist vörn
vélabragða-leiðartáima,
ef þeir verða allir börn
eina stund við bæn og sálma, — (
fögur búa friðarskjól — ^
fagna — eiga gleðijól. ý
TRYGGVI Á TINDUM *j
s:
\
eru svo margir, sem kunna það ekki
og gera svo margt nálega hugsun-
arlaust, rétt eins og dauðar vél-
ar.... Það eru til svo fjölda marg-
ar vélar í mannsmynd, sem ganga
aðeins fyrir afli vanans, en þannig
ætti enginn að vinna.“
Svo koma greinar um margs kon-
ar málefni. Þar er rætt um járn-
brautarmálið og útgerð, barna-
kennslu, húsabætur, lestrarfélög,
ofdrykkju og bindindi, kirknajarð-
ir, hreppsnefndarkosningar, sauð-
fénað, söngfélög, verkfæravöndun,
Búnaðarfélagið, kynbætur sauð-