Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Qupperneq 12
784
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
120 kr. á ári — og það sé mikið.
Þá er grein um „Skaðlega flakk-
ara,“ en svo kallar hann þá menn
er fara um sveitir með smíðisgripi
til sölu.
í 4. blaðinu er skýrsla um Lestr-
arfélagið, sem þá er 7 ára. Tekjur
þess hafa orðið kr. 106.00 á árinu,
en bókaútlán um 300. Á 3—6 bæum
segir að lesin hafi verið um 40
bindi.
Þá er og í blaðinu fréttabréf frá
séra Þorvaldi Jakobssyni, sem þá
var prestur á Brjánslæk, og segir
hann nokkuð frá háttum manna
þar vestra. Meðal annars segir þar
frá galtatjöldum eða hærum, sem
menn hafi til þess að breiða yfir
sæti og reynist mjög vel til þess að
verja hey skemmdum. (Slíkar
ábreiður voru ekki teknar í notkun
hér syðra fyr en seinna, en hafa
reynzt bændum hin mestu þarfa-
þing).
Sem sýnishorn af fréttum blaðs-
ins skal þetta tekið úr 28. blaði:
„Þjóðviljinn í ísafirði skýrir frá
því, að séra Matthías Jochumsson
hafi verið kærður af amtmanni
fyrir landshöfðingja, fyrir það að
hann lýsti 3. lýsingu á mánudegi
um leið og hann gaf saman, og
höfðu þó orðið 3 messuföll milli 1.
og 2. lýsingar. En hjónabandinu
varð að hraða, af því að persón-
urnar ætluðu vestur á ísafjörð
með strandferðaskipinu, og leyfis-
bréf að sögn ófáanlegt hjá amt-
manni. Séra Matthíasi eru nú sett-
ir tveir kostir, annaðhvort að láta
úti kr. 33.66, eða sæta opinberri
málssókn að öðrum kosti, og hefur
hann tekið þann kostinn.“
Til þjóðlegs fróðleiks verður
þetta að teljast (í 25. tölubl.):
„Eftir kjörfundinn seinasta að
Leirá, er Grímur Thomsen var á
og náði ekki kosningu, kastaði hann
fram þessari stöku:
Laxa var þar mikil mergð,
þótt margir væri smáir,
en svo voru net úr garði gerð
að gátu smogið fáir.
Skömmu seinna sendi Andrés
Fjeldsteð honum reyktan lax. Þá
kvað karl:
Munntamur að morgni dags
matarlyst að glæða
rekkar segja reyktan lax,
ríkismanna fæða.
mig hinn reykti minnti strax
á mann frá Reykjakoti.
Þriðja erindið var þakklæti og
kann ég ekki það að þylja.“
Seinasta blaðið kom út 15. marz
1899 og hafa þá tvö blöð fylgzt að,
því að þar segir: „Blöð þessi 2 ættu
að berast ofurlítið greiðara en þau,
sem send voru fyr í vetur, er voru
á þriðja mánuð á leiðinni.“
Þegar ég sá þennan lax
þótti súrt í broti,
„ • #
• - C(cjÍH V X.' i , >,./ /V / < »> X<?. K /f> . ,, *
(( ( /*(>■> */„ , tfM . / <?C3. /> >>,
<
_ » ____________________*______
DLAÐ þetta var gefið út í Mið-
** dalsgröf í Kirkjubólshreppi í
Strandasýslu og var ritstjóri þess
Halldór Jónsson bóndi þar og
fræðimaður. Báðum megin við
nafnið eru klausur. Öðrum megin
stendur: „Kemur út annan hvern
laugardag til sumarmála," en hin-
um megin: „Lestur blaðsins kostar
25 aura á hverju býli“. Gjald þetta
átti að renna til Lestrarfélags sveit-
arinnar, en ritstjórinn mun hafa
verið formaður þess.
Fyrsta blaðið kom út 26. janúar
1907 og segir ritstjórinn í upphafs-
grein að hann hafi lengi haft áhuga
fyrir að koma út blaðkríli til
skemmtunar og fróðleiks, en ýmsir
haldi að það verði aðeins til þess
að vekja þras og illdeilur meðal
manna. Sú hafi að vísu orðið raun-
in á um þau blöð, er þar hafi verið
gefin út áður, „Morgunstjörnu“,
„Ungling“ og „Skinfaxa", en tím-
arnir breytast og mennirnir með.
Óskar hann svo að sem flestir —
karlar og konur, yngri sem eldri
— vildu serida sér ritgerðir, sögur
og ljóðmæli óprentuð. „Ritgerðirn-
ar ættu einkum að vera um þau
______________»_______________ _
atriði, er sveitarfélag okkar varðar,
svo sem búskap, verslun, bók-
menntir og sérhvað annað, er til
framfara og félagsskapar mætti
verða.“
Þrátt fyrir þetta virðist þó svo,
sem aðallega hafi komið í hlut rit-
stjórans að draga saman efni blaðs-
ins og semja greinar í það. Og
honum hefur tekizt að gera það
furðu fjölbreytt. Þar er alls konar
sagnafróðleikur, vísur, gátur, talna
gátur og smávegis til skemmtunar
og fróðleiks.
En svo eru þar að sjálfsögðu
greinar um alvarleg málefni svo
sem heyásetning, heya og fjárskoð-
anir, haughús, túnasléttur, klæðnað
manna, eyktamörk, móðurmálið,
söludeildina á Hólmavík og spari-
sjóðinn, sem hann veitti forstöðu,
vegabætur og fóðurskýrslur. Er
margs konar fróðleik í þessar
greinar að sækja. Þá eru og at-
hyglisverðar skýrslur um það hvort
betra sé að færa frá, eða láta ær
ganga með dilk, byggðar á eigin
reynslu. Og ennfremur eru þar
skýrslur með tölum er sýna mis-
mun þess að selja fé á fæti eða