Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 785 til slátrunar. Þær eru að vísu ekki nein leiðbeining um slíkt nú á tím- um, en þar er getið um þunga fjölda kinda á fæti, og einnig um kroppþunga sláturfjár og er það fróðlegt til samanburðar við það sem nú er. í 4. blaðinu er þess getið, að því hafi ekki verið úthýst nema á ein- um bæ í hreppnum og í næsta blaði má sjá að það kemur á 18 bæi. En meðferðin á blaðinu var ekki gó|5 og skilsemin heldur bágborin. Þó er ekki að sjá að fólkið hafi fundið neitt til þess, að því væri sjálfu vansæmd að meðferðinni á blað- inu, því að menn fóru að henda gaman að útliti þess, orktu um það vísur og skrifuðu þær á blaðið sjálft. Ein með þeim fyrstu var þannig: Eins og Gestur eigi hér ekki beztan rétt á sér, það eru verstu viðtektir vera klesstur, rifinn, ber. Og þegar næsta blað kemur heim til föðurhúsanna, var á því mynd af tölu og þessi vísa undir: Hef eg það í huga mest, hlynna að þínum fötum. Þarna er tala þig á fest þunn með fjórum götum. Á einum bæ bíöskraði mönnum hvað blaðið var rifið. Var það svo límt saman þar og þessar vísur látnar fylgja: Enn var Gestur auminginn allur sundur tættur. Hann er illa út leikinn, en þó hvergi bættur. Fyrst að engin ungfrúin að þér gerir hlynna, eg skal bæta jakkann þinn. Eg á engan tvinna. (R. L.) Eitt- blað lá svo lengi á bæ, að næsta blað náði því þar. Þá var skrifað á það: Góða samfylgd, Gestur minn, getur þú nú fengið hér, blessunin hann bróðir þinn beðið hefur eftir þér. Ritstjórinn sá að þessu mátti ekki fram fara, svo að hann fór að setja blöðin í sterka kápu. Brá þá svo við að eitt blaðið kom óskemmt heim og á því þessi vísa: Heðan burtu fetar frí, fannhvítur og þrifinn. Get eg ekki gert að því þótt gangi síðar rifinn. Af blaðinu komu tveir árgangar og fylgdi efnisyfirlit hvorum þeirra og hefur það víst verið ótítt um sveitarblöð. Seinasta blaðið er dag- sett 18 apríl 1908. Það hefur máske verið vegna þess hvað menn voru ólatir á að yrkja og skrifa á blaðið, að rit- stjórinn setti einu sinni í það vísu- helming og bað menn botna. En enginn treystist til þess. í staðinn fekk hann þessa vísu: Útlit finnst mér allt að á því að því sama reki: Settu botninn sjálfur í . svo að ekki leki. ----o------ Flest þessi blöð áttu erfitt upp- dráttar og urðu skammlíf. Það var vegna þess að útgáfa þeirra mæddi svo að segja eingöngu á einstökum mönnum. Þeir urðu að skrifa blöð- in í naumum tómstundum og leggja sjálfir til mestan hluta efnis þeirra. En svo mun það víða hafa verið er eitt blað lagðist niður, að þá var farið að gefa út annað, því að „eng- inn veit hvað átt hefur fyr en misst hefur“. Er það vottur þess að menn hafi fundið, þrátt fyrir allt, að þessi blöð voru ómissandi, eins og þá var háttað hér í landi. Á. Ó. s l BERGSSTAÐA- KIRKJA ^ BISKUP að Hólum í Hjalta- dal 1313—1321 var Auðunn rauði Þorbergsson. — Hann var maður norrænn og því ókunnur íslenzkum háttum, en margt var honum vel gefið. Á hans dögum var prestur sá að Bergsstöðum, er Gunnar hét, og fekk hann leyfi til þess hjá Auðuni biskupi, að taka k.iörviðu á 12 hesta af rekum staðarins á Skaga, til þess að reisa Bergsstaðakirkju. viðinn í hvamm einn langt út •frá Bergsstiiðum, höggva hann þer og reisa grind hússins. Síðan lét hann flytja hana heim Bergsstaða og setja hana niður. Þar heitir síðan Helghúss- hvammur, er grindin var höggv- in. Hefilspæni alla og afhögg lét prestur brenna á eyri einni niður við Svartá. Hún dregur enn nafn af því og er kölluð Brennieyri. Bergsstaðakirkja hin nýa var gjör af kostum miklum, því að allur viðurinn var hinn bezti rauðaviður og feðmingsdigrar stoðirnar. Þá er biskup spurði að prest- ur hefði tekið helmingi meira við, en honum var leyft, reiddist hann dirfsku hans og reið vestur til fundar við prest, en þá er hann sá, hve kirkjan var ramleg og vel vönduð, þótti honum presti hafa farið stór- mannlega. Gaf hann honum þá upp reiði sína og voru þeir jafn- an vinir síðan. g;jj| Það er til merkis um ram- leika Bergsstaðakirkiu þes«- arar, að þá hún var rifin 1847, voru stoðirnar svo sterkar og gildar, að Klemens smiður í Bólstaðarhlíð taldi hverja þeirra fullsterka í fjórar stoðir, en stoð- ir þessar hinár sterku áttu að vera úr kirkju Gunnars prests. (Gísli Konr.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.