Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 14
786 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ) Úr gamalli ferðabók: X Strokkur skilaói matnum soðnum F'YRIR 95 árum ferðaðist enskur maður, Charles Forbes að nafni, hér um land. Hann var foringi í sjó- liði Breta. Er og ekki laust við að manni finnist hálfgerður „skipara- sögu“ blær á sumum frásögnum hans af ferðalaginu, en ferðasaga hans kom út í Englandi árið eftir. Hann ferðaðist vestur á Snæfells- nes og ætlaði að ganga á jökulinn, en varð frá að hverfa vegna dimm- viðris. Síðan fór hann suður í Borg- arfjörð og losaði sig þar við mest af farangri sínum, því að hann hafði komizt að raun um að bezt væri að ferðast þannig á íslandi að hafa enga trússhesta, því að þeir væri aðeins til að tefja fyrir. Menn þyrftu ekki heldur á þeim að halda, því að alls staðar væri hægt að gista í kirkjum, flatbrauð og mjólk væri hægt að fá á sveitabæunum, og ef manni þætti það ekki nóg, þá væri hægt að skjóta fugla sér til matar. Eftir frásögn hans virðist hann og alltaf hafa ver- ið með byssuna á lofti og skotið allt, sem hann komst í færi við, lóur og spóa, álftir, rjúpur og seli. Úr Borgarfirði fór hann svo Kaldadal til Þingvalla og þaðan laus- ríðandi að Geysi. Er svo bezt að láta hann segja sjálfan frá dvöl sinni þar. Gefur sú frásögn og nokkrar upplýs- ingar um hvernig hverirnir þar hafi hagað sér um þær mundir. ---- ★ ----- Við komum að mjög snotrum bæ, sem stendur skammt fyrir sunnan Geysi. Þar sem mjög var liðið á dag, bað ég um að fá léð annað tjaldið, sem Gaimard skildi þar eftir til af- nota fyrir bóndann og ferðamenn. Hestunum slepptum við í túnið og svo gekk ég varlega yfir hverahrúð- urssvæðið milli bæarins og Geysis. Eg sneiddi fram hjá gati, sem blátt vatn bullaði upp úr og rann í allar áttir og sameinaðist öðrum lækjum. Svo kom ég að annari gátt, sem var eins og reykháfur; þar niðri bullaði vatn og sauð, en komst aldrei yfir barmana. Allt umhverfis voru reykjarstrókar, úr hverri glufu og gati stóðu þeir og sums staðar spýtt- ist vatn upp. Annars staðar voru hol- ur þar sem bláleitur leir sauð og kraumaði og umhverfis þá óð mað- ur heitan leirinn I ökla. Eg fór fram hjá Strokk, sem þeysti úr sér spýu mikilli, gekk yfir grasflöt, sem þar er þótt undarlegt megi virðast, og kom svo upp á hólinn þar sem Geys- ir er. Skálin var þá barmafull af vatni, sem sauð og bullaði og gaf með því til kynna að skammt mundi að bíða goss, enda voru drunur mikl- ar þar í iðrum jarðar. Fyrsta verkið var nú að reisa tjaldið á grasflötinni, svo sem 40 metra frá Geysi, grafa djúpan skurð í kring um það og bera inn birgðir af heyi, og vera þannig við öllu bú- inn. Eg skal viðurkenna að mér fannst það að freista forsjónarinnar að tjalda svona nærri Geysi, því að ef norðanvindur kæmi samtímis gosi, þá mundum við fá yfir okkur dembu af brennandi gufu, að ekki sé meira sagt. En þarna voru þó verksum- merki að þar hafði verið tjaldað áð- ur og bóndinn fullvissaði okkur um að Geysir hefði ekki gert neinum manni mein um margar aldir. Eg fór því inn í tjaldið og tók til snæðings — mjólk, rjúpur og rúg- brauð — bjó um mig og kveikti í sfinustu pípunni þann daginn og var að hugsa um hvernig hægt væri að heimfæra kenningu Michelet’s um ó- forgengilega æsku konunnar upp á hina úttauguðu og beinaberu hús- freyu á bænum. í sama bili skalf jörðin og ég heyrði skruðninga og drunur undir mér. Eg rauk út úr tjaldinu og sá ekkert fyrir gufu, en heyrði vatn bulla út af börmum Geysis. Eg flýtti mér að komast vind- megin við gufuna og í sama bili kom gosið, um 60 feta há súla, er mynd- aði eins og krans efst er hún komst ekki hærra, en vatn og gufa spýtt- ist í allar áttir. Svo hneig súlan niður í skálina, og það fannst mér bending frá Geysi um að ég skyldi líka ganga til hvíldar. Snemma næsta morgun blekkti Geysir okkur einu sinni eða tvisvar með því að rymja mikið, en var sjá- anlega ekki tilbúinn að gjósa. En um fjögur leytið um nóttina fagnaði Strokkur nýum degi með heljarmiklu gosi, sem stóð í 37 mín- útur. Það var ekki reglulegt, heldur þeyttist vatnið í ýmsar áttir. Þetta er miklu tilkomumeiri goshver að mínu áliti heldur en Geysir. Hann lætur ekki eins mikið yfir sér, því að hann hefir enga gosskál, heldur er þarna í sléttum mó, og væri það mjög auðvelt fyrir nærsýnan mann að ana beint ofan í hann. Geysir gýs sjaldan oftar en einu sinni á sólar- hring, eða jafnvel á 36 klukkustund- um, en Strokkur er alltaf til ef menn kasta moldarhnausum í hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.