Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Síða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
793
SMÁSAGAN
ÉG VAR SENDUR TIL NOREGS
A STRIÐSARUNUM
BLA og gul blóm í grænu grasi
allt um kring. Úti á höfninni
hóstaði dráttarbátur. Fuglar sungu
í trjánum í garðinum. Ég horfði
lengi á Akershusvígið og á tvo
marmarakrossa, mannhæðarháa. Á
marmarastein fyrir framan þá
stóðu þessar línur letraðar:
Þeir börðust, þeir féllu,
þeir fórnuðu oss öllu.
Að baki annars þeirra stóð stórt
almtré og var bolur þess sundur
tættur eftir byssukúlur. En grasið
breiddi yfir öll missmíði á jörð-
inni.
tarna höfðu áður staðið tveir
aftökustaurar og þar höfðu hundr-
uð norskra manna úr leynihreyf-
ingunni verið bundnir við og
skotnir.
Hafði Karen staðið bundin við
annan hvorn þennan staur? Hafði
hið seinasta er hún horfði á í þessu
lífi verið þýzkir einkennisbúningar
og byssur, sem á hana var miðað?
Ég vissi það ekki.... En mér var
farið að gerast órótt....
Ég hafði nú dvalizt eina viku í
Noregi og á hverjum degi hafði ég
setið hér á bekk frá því klukkan
eitt til klukkan fimm, eins og ég
hafði lofað og eins og ég hafði aug-
lýst í öllum blöðunum. Ég hafði
setið hér á þessum bekk í garðinum
hjá Bygdö Allé, vongóður fyrst, en
daprari og hugsjúkari með hverj-
um deginum sem leið.
Kirsuberjatrén í Bygdö Allé
stóðu í blóma og angan af liljum
barst í loftinu þangað sem ég sat.
Fyrstu dagana hafði ég horft eftir-
væntingaraugum á alla, sem fram
hjá gengu og vonað að fá að sjá
gullna hárið hennar Karenar þar á
meðal. En þetta var allt ókunnugt
fólk. Og nú sat ég hér aðeins og
beið. Það leið á daginn og ég sökkti
mér niður í umhugsun um þá tvo
sólarhringa sem við höfðum verið
saman.
P'ORELDRAR mínir höfðu flutzt
vestur um haf og numið lana í
Bandaríkjunum. — Ég fæddist f
norsku nýlendunni í Minnesota ár-
ið 1917. Þar ólst ég upp og lærði
að tala ensku og norsku jöfnum
höndum. Foreldrar mínir sögðu
mér svo margt frá Noregi að mér
fannst það vera mitt annað föður-
land. '
Ég var í háskólanum í Minnesota
þegar Þjóðverjar réðust inn í Nor-
eg. Þá yfirgaf ég skólann, fór til
Kanada og gerðist sjálfboðaliði í
hernum. Ég lenti í upplýsingadeild-
inni og var skömmu síðar sendur
til Englands. Og þar var mér falið
það trúnaðarstarf að fara til Nor-
egs. Það var vegna þess að ég tal-
aði norsku reiprennandi og var að
öllu norskur að útliti.
Það átti að senda mig til Noregs
í kafbáti og skjóta mér á land á
einhverri ey. Þar átti ég að ná sam-
bandi við leynihreyfinguna norsku,
færa þeim nýar tegundir af sprengj
-um og kenna þeim að fara með
þær. Að því búnu átti ég að fara
til Englands aftur — ef ég gæti.
Svo var það eitthvað viku seinna
á dimmri ágústnótt að ég skreið
upo úr kafbáti hjá Noregsströnd og
gekk á lítinn gúmmíbát með allar
sprengjurnar mínar. Rétt fram-
undan reis há klettaey og bar
skugga hennar við ljósari himin-
inn. Kafbáturinn hafði farið eins
nærri og menn þorðu, til þess að
vera þar í skjóli fyrir radartækj-
um Þjóðverja.
„Góða ferð, liðsforingi,“ sagði
yfirmaðurinn við mig.
Hljóðlaust seig báturinn frá kaf-
bátnum. Úti var niðamyrkur. Veðr-
ið var gott, en þó skalf ég. Við
eyna var röm lykt af þangi og þara.
Við renndum rétt fram hjá klett-
um nokkrum og svo skreið bátur-
inn að dálítilli steinbryggju. Ein-
hver skuggi var á hreyfingu á
bryggjunni og ég heyrði hvíslað:
„Eiríkur Björnsson?"
Þetta var nafnið, sem ég átti að
ganga undir og það var skráð á
vegabréf mitt. Ég svaraði því eins
og fyrir mig hafði verið lagt: „Já,
er það þú Finnur?“
Maðurinn muldraði eitthvað í
ánægju tón, rétti mér höndina og
kippti mér upp á bryggjuna. Svo
komu pokarnii* með sprengjunum
upp á bryggjuna, en gúmbáturinn
hvarf út í myrkrið.