Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 24
796
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
að þeir urðu að segja frá öllu. En
ef þeir vissu ekki hin réttu nöfn
félaga sinna, þá gátu þeir ekki bent
á þé. Þetta var nauðsynlegt svo að
Þjóðverjar gæti ekki náð í þá er
enn léku lausum hala.
Árni lagði poka á bak sér og fór
með mönnunum inn í skóginn.
„Nú færðu annan leiðsögumann,''
sagði hann um leið og hann kvaddi
mig, „miklu skemmtilegri félaga en
mig. Ég öfunda þig.“
Ég stóð þarna eftir og horfði á
eftir þeim og var að brjóta heilan
um hvað Árni hefði átt við. Þá kom
bóndinn á bænum og sagði:
„Leiðsögumaðurinn bíður hér
inni. Gjörið svo vel að ganga í bæ-
inn.“ *
Þarna var bjálkahús með máluð-
um dyrastöfum. Inni var allt snot-
urt og þokkalegt. Stúlka stóð þar
við glugga og mér varð þegar star-
sýnt á hana. Mér fannst þá — og
mér finnst enn — að fegurri konu
hafi ég aldrei séð.
Þegar hún varð mín vör brosti
hún, gekk til mín og rétti mér
höndina. Hún var grönn og fagur-
lega limuð, hárið var eins og á gull
sæi og augun voru blá og skær.
Hún var sólbrunnin og varir henn-
ar voru rjóðar, enda þótt hún hefði
ekki notað varasmyrsl.
„Átt þú að vera leiðsögumaður
minn?“ spurði ég.
„Já, sögðu þeir þér ekki frá því?
Það var álitið öruggast til þess að
koma þér til Ósló að við færum
þangað sem hjón. Við ferðumst á
reiðhjólum. Ertu ekki ánægður
með það?“
Hún var dálítið áhyggjusamleg,
en ég fullvissaði hana um að þetta
líkaði mér ágætlega.
„Ég ætla að kalla þig Eirík, en
þú átt að kalla mig Karen,“ sagði
hún. „Það er að vísu ekki mitt rétta
nafn, en mér þykir það fallegt.
Jæja, bóndi minn, ertu þá tilbú-
inn?“ Og hún brosti undur þýtt,
en varð þegar alvarleg er hún sá
hvernig ég horfði á hana.
Tvö reiðhjól stóðu fyrir utan
dyrnar. Sinn böggullinn var bund-
inn á hvort reiðhjól og gömlum
strigatuskum vafið utan um.
„Það er ein sprengja í hvorum
böggli,“ sagði húsráðandi. „Okkur
leizt ráðlegast að skifta þeim, svo
að fyrirferðin væri ekki of mikil
og grunsamleg.“
„Við skulum leggja á stað,“ sagði
Karen. Það var áhyggjusvipur á
húsráðanda og ég vissi vel hvað
hann var að hugsa um. Ég var að
hugsa um hið sama. Það var hræði-
legt að stofna þessari ungu og fögru
stúlku í þá hættu að lenda í klon-
um á Þjóðverjum og vera ákærð
fyrir spellvirki. En hún virtist al-
veg áhyggjulaus.
Leið okkar lá um þröngvan skóg-
arstíg. Stundum urðum við að
ganga og draga hjólin þar sem veg-
urinn var verstur. Skógurinn var
yndislega fagur, dökkgrænn með
gullnum blettum þar sem sólin
skein milli greinanna og geislarnir
fellu á mosadyngjurnar undir trján
-um. Eftirlegu gaukur gall einhvers
staðar inni í þykkninu.
„Nú er von á hörðum vetri,“
sagði Karen og benti upp í reynitré.
„Sjáðu hve mikið er af berjum
þarna.“
„Er það öruggt merki um harðan
vetur?“ spurði ég.
„Já, það bregst aldrei,“ sagði hún.
„Guð lætur svona mikið af berjum
vaxa til þess að fuglarnir hafi nóg
að eta í harðindunum.“
Við töluðum margt saman þenn-
an dag og vorum opinská hvort við
annað eins og títt er um menn í
fögru umhverfi og þegar sameigin-
leg hætta vofir yfir þeim. Mig lang-
aði til að spyrja hana hvaðan hún
væri og hverra manna hún væri,
en ég mátti það ekki. Ég fann að-
eins að hún var vel upp alin og
menntuð, því að hún gat talað
ensku reiprennandi.
Um kvöldið settumst við að milli
furutrjáa. Svefnpokar voru bundn-
ir á hjólin, og í bakpokum höfðum
við nesti. Við kveiktum eld, en
hann kastaði aðeins glætu á næstu
tré. Þó þorðum við ekki annað en
drepa hann þegar við höfðum hit-
að okkur vatn. Svo skriðum við í
svefnpokana og lágum þarna hlið
við hlið á mjúkri mosadýnu, og töl-
uðum lengi saman í hálfum hljóð-
um....
Daginn eftir bjargaði Karen okk-
ur úr yfirvofandi hættu. Hún hafði
heyrt óm af mannamáli og þekkti
að þar voru Þjóðverjar. Hún skip-
aði mér að koma á eftir sér og svo
földum við okkur í urð utan við
stíginn. Rétt á eftir komu þýzkir
varðmenn og fóru fram hjá. Við
biðum góða stund, en heldum svo
áfram för okkar.
Næstu nótt hreiðruðum við um
okkur á sama hátt og áður. Þegar
við vöknuðum uppgötvuðum við,
að við höfðum tekizt í hendur í
svefni. Karen roðnaði og kippti að
sér hendinni.
„Við komum til Ósló í kvöld,“
sagði hún og fór að taka saman
dótið.
„Ég vildi að það væri hundrað
mílur til Ósló,“ sagði ég. Hún leit
alvarlega á mig.
„Ég segi sama,“ sagði hún, „og
þó veit ég ekki hvað þú heitir.“
Svo kysstumst við heitt og inni-
lega. Hún strauk hárið á mér blíð-
lega og sleit sig svo lausa. Við stig-
um á hjólin og lögðum á stað.
Um miðjan dag komum við út
á þjóðveg. En áður en við fórum
út úr skógarskjólinu kysstumst við
heitt og lengi. Nú var aðalhættan
framundan.
Við mættum tveimur flutninga-
bílum fullum af þýzkum hermönn-
um. Þeir kölluðu glettnisorðum til
Karenar um leið og þeir óku fram