Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
797
hjá, en hún varð hörð á svip, og eg
hataði nú Þjóðverjana miklu meira
en áður.
Fjöldi Norðmanna var á veginum
og flestir á hjólum. Nú var sunnu-
dagur og þeir voru að koma úr
skógarferð. Hjá Sandvík beygir
vegurinn til Ósló og þar var flokk-
ur þýzkra hermanna á verði. Þeir
gáfu okkur gætur, en skiftu sér
ekkert af okkur.
EGAR við vorum komin miðja
vegu milli Sandvíkur og Ósló,
kom ólánið yfir okkur. Vegurinn
var afgirtur og þar stóðu þýzkir
hermenn til þess að yfirheyra fólk
og skoða vegabréf og önnur skil-
ríki. Ég leit á Karen og sá að hún
var náföl. En hún brosti samt við
mér og svo slógumst við í biðröð-
ina.
Nú kom röðin að Karen. Hún
sagði til nafns síns og sagði að ég
væri maðurinn sinn. Liðsforinginn
virti hana fyrir sér frá hvirfli til
ilja og sagði svo eitthvað á þýzku
við félaga sinn, og báðir hlógu. En
þeir leyfðu Karen að halda áfram
og nú var komið að mér.
„Hvað heitir þú?“ þrumaði fyrir-
liðinn.
„Eiríkur Björnsson," svaraði ég
stuttlega og rétti honum vegabréf
mitt. Hann spurði hvaðan ég kæmi.
Ég kvaðst koma úr skemmtiferð
ofan úr fjöllum. Hann trúði þessu
og var í þann veginn að hleypa mér
í gegn, en snerist hugur skyndi-
lega.
„Það væri nógu gaman að sjá
hvað þú ert með í bakpokanum,
karl minn,“ sagði hann.
Mér fell allur ketill í eld og Kar-
en rak upp vein. Liðsforinginn
skipaði mönnum sínum að taka
hana og halda henni fastri. Svo
opnuðu þeir bakpokann minn og
upp úr honum drógu þeir stóran
böggul vafinn innan í bréf og bund-
ið um. Þá fór Karen að gráta, en
gremjukliður heyrðist meðal þeirra
Norðmanna, sem þarna voru.
„Jæja, við skulum hjá hvað það
er sem frúnni er svona sárt um,“
sagði liðsforinginn og hló.
Þeir rifu böggulinn sundur og
innan úr honum kom tylft af eggj-
um og stór skaka af smjöri. Karen
grét þá enn meira og grátbændi þá
um að taka þetta ekki, því að hún
þyrfti að nota eggin og smjörið í
afmælisveizlu mömmu sinnar.
Þjóðverjarnir hlógu og liðsfor-
inginn rétti böggulinn að einum
hermanninum. Svo fengum við
ávítur fyrir það að vera að sanka
að okkur matvælum, sem við hefð-
um ekki skömmtunarseðla fyrir.
Liðsforinginn skrifaði hjá sér nöfn
okkar og heimilisfang í Ósló, og
svo var okkur leyft að halda áfram
för okkar.
Ég reyndi að vera alvarlegur og
Karen helt áfram að snökta þangað
til við fórum fyrir bugðu á vegin-
um. Þá litum við hvort á annað og
brostum. Og ég var hrifnari af
henni en -nokkuru sinni fyr. Þetta
var almennileg stúlka!
Myrkur var komið er við náðum
Ósló. í garðinum hjá Bygdö Allé
snerum við út á hliðargötu og fór-
um eftir henni um stund. Svo kom-
um við að húsi nokkru og Karen
drap á dyr. Okkur var hleypt inn,
og þá var öllum kvíða lokið.
Um kvöldið sýndi ég nokkrum
mönnum sprengjurnar og útskýrði
fyrir þeim hvernig ætti að búa þær
til og nota þær. Það var auðvelt
verk, því að mennirnir tóku vel
eftir.
Þegar ég gekk til svefnherbergis
þess, er mér var 'ætlað, kom ein-
hver við handlegginn á mér. Ég
sneri mér við. Karen stóð þarna og
brosti við mér. Við féllumst í faðma
og kysstumst heitt og lengi. Og þá
varð mér það ljóst að ég elskaði
hana af öllu hjarta.
„Ég átti að vera farin heðan,“
hvíslaði hún, „en ég gat ekki farið
án þess að kveðja þig. Ó, Eiríkur,
ég vil ekki spyrja um það hver þú
ert, en ég skal segja þér hver ég
er og hvar þú getur fundið mig