Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 26
798 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JÓLAKÝRIN Skráð eftir frásögn Stefáns Filipussonar einhvern tíma seinna, ef þú kærir þig um.“ „Ef ég kæri mig um. Segðu það ekki, því það á ekki við. En elsku Karen mín, ég má ekki vita hver þú ert. Það getur vel verið að þeir nái í mig.“ Hrollur fór um hana þegar ég sagði þetta og hún vafði sig fastara að mér. Litlu seinna sagði hún: „Nú verð ég að fara, Eiríkur. Vertu sæll.“ „Við hittumst aftur, Karen. Við verðum að hittast aftur. Ég elska þig.“ „Og ég elska þig, Eiríkur,“ sagði hún lágt og með grátinn í kverk- unum. Ég fekk líka kökk í hálsinn, en ég reyndi að harka af mér. „Við hittumst aftur. Ég kem til Noregs undir eins og stríðinu er lokið, og þá ætla ég að bíða þín á bekknum í garðinum, sem við fór- um um áðan, bekknum þarna undir kirsiberjatrjánum. Ég ætla að biða þar þangað til þú kemur, Karen.“ „Ég ætla að bíða þín, Eiríkur. Vertu sæll!“ Ég reyndi að halda í hana líkt og maður reynir að halda í yndis- legan draum, en hún hvarf frá mér eins og yndislegur draumur. Þá um nóttina var farið með mig burt frá Ósló. Tveimur dögum seinna tókst leiðsögumönnum mín- um að koma mér yfir landamærin til Svíþjóðar. Og viku seinna var ég kominn til Englands. Og þá var ég tekinn í Bandaríkjaherinn. HIN löngu og ægilegu stríðsár liðu, en ég var enn bundinn skyldu- störfum um tveggja ára skeið. Þeg- ar er stríðinu lauk, leitaði ég til norskra yfirvalda til þess að fa spurnir af Karen. Þau gerðu allt sem þau gátu, en tókst ekki að hafa upp á henni. Og nú var ég að lokum kominn F^YRRUM var það víða siður að * slátra einhverri vænni kind fyrir jólin og hafa nýtt kjöt á borðum til hátíðabrigða. Stundum var þetta lamb, stundum ær og stundum sauð- ur, en það var sama hver kindin var, hún hafði sitt sérstaka nafn og var ætíð kölluð Jólaærin. Ekki man ég nú hvort þetta var siður í Múlasýsl- um, meðan ég átti heima í Brúnavík eystra. En eitt sinn var Jólaærin með vænna móti hjá mér, því að það var stóreflis kýr, geld og spikfeit. — ★ -—- Brúnavík er næsta víkin fyrir sunn- an Borgarfjörð. Inn af henni gengur dalur, nokkurn veginn jafnbreiður vikinni og eru mýrar fram á daln- um, en bærinn stendur skammt frá víkurbotninum að vestanverðu. Báð- um megin við dalinn eru há og brött fjöll, og erfiðar leiðir yfir þau og stundum illfærar eða ófærar á vetr- um þegar hjarn er og svellrunnið. Skemmst er til byggða í Borgarfjörð til Ósló og sat á bekknum undir kirsiberjatrjánum, þar sem við Karen áttum að hittast. Ég sat og horfði í gaupnir mér og fannst ég heyra óminn af málrómi hennar djúpt í fylgsnum sálar minnar. Allt í einu fannst mér ég verða að líta við. Og þá sá ég Karen. Hún kom þar hlaupandi til mín með opinn faðminn. Ég stökk á fætur. Það varð fagna- fundur. Og golan var hlý og góð og þrungin angan af liljum er við leiddumst þaðan eins og maður og kona á heimleið. og liggur leiðin þangað um skarð eða slakka í fjallinu, sem nefnist Brúna- víkurskarð. Bratt er uppgöngu á skarðið beggja vegna, en það mun vera eitthvað um 500 metra yfir sjáv- armál. — ★ — Nú var það eitt haustið a<5 ég átti þrjár kýr og allar vel mjólkandi. En mér þótti of mikið að setja þær allar á og hafði hugsað mér að lóga þeirri lélegustu fyrir jólin. Þetta frétti Ei- rikur Sigfússon kaupmaður i Bakka- gerði. Gerir hann mér þá orð og bið- ur mig blessaðan að hafa kúaskifti við sig, því aö hans kýr var geld og horfði hann fram á mjólkurleysi er fram á veturinn kæmi. Eg lofaði að verða við þessu, en vegna hríða og illviðra drógst það fram að jólum að hægt væri að koma kú yfir fjallið. Á aðfangadagsmorg- un rofaði þó til og virtist mundu verða sæmilegt veður um daginn. Eg beið þá ekki boðanna en lagði á stað með kussu mína og hafði mann með mér til að reka á eftir henni. Illa ætlaði að ganga að koma henni upp á fjallið vegna harðfennis í snar- bröttum brekkunum. Þó tókst það að lokum, en þá tók varla betra við, því uppi á skarðinu voru ýmist svell- runnir melar eða brotaófærð í öllum lautum. Gekk ferðalagið seint og komum við ekki að Bakkagerði fyr en eftir miðjan dag. Fórum við með kúna heim til Eiríks og sagði eg hon- um að ég treysti mér ekki til að taka hans kú núna, því að fjallið mætti heita ófært og svo mundum við lenda í myrkri. En hann kvað ekki gott í efni, kvaðst ekki hafa nokkurt af-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.