Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 799 drep nema fyrir eina kú, og væri sér því gagnlaust að fá þessa, ef hann gæti ekki losnað við hina. Var því ekki um annað að gera fyrir okkur, en taka Skjöldu hans og leggja á stað með hana upp á von og óvon um að við mundum koma henni yfir fjallið. Það dimmdi brátt eftir að við lögð- um á stað og sóttist okkur leiðin seint, því að kýrin var spikfeit og þung á sér. Við illan leik komum við henni upp í skarðið og virtist mér hún þá vera að gefast upp. Héldum við svo áfram með hvíldum þangað til við vorum komnir á hábrúnina að sunnanverðu. Þá lagðist -kussa og voru engin ráð til þess að koma henni á fætur aftur. Við stóðum þarna góða stund yfir henni, en hún vildi elcki gera neina tilraun að rísá á fætur. Klukkan var orðin sjö og jólahelg- in gengin í garð. En ekki var jóla'egt hjá okkur þarna uppi í skarðinu. Brunafrost var og hríðarhraglandi og myrkrið svo kolsvart að ekki sá lengd sína. Þótti mér ekki fýsilegt að hanga þarna yfir kúnni alla jólanótt- ina, svo ég bað manninn, sem með mér var að flýta sér niður í Brúna- vík og sækja byssu mína, því að bezt mundi að slá kussu af hér og vera ekki að tvínóna við það. Væri betra að stytta henni aldur nú þegar, he!d- ur en láta hana drepast úr kulda um nóttina. Hann fór og ég var þarna einn eftir og fannst tíminn vera lengi að líða. Að lokum kom hann þó með bvssuna og ég skaut kussu. Tókum við svo af henni höfuðið, en drógum skrokkinn fram á brúnina og sleppt- um honum þar. Hann flaug niður harðfennið eins og bezti sleði og hvarf okkur eitthvað út í myrkrið. Við stauluðumst svo niður brekk- urnar og heim í Brúnavík til þess að fá okkur kaffi að hressa okkur á. Konu minni þótti við ekki sérlega jólalegir og fannst ekki vanþörf á því að við skiftum um föt. En ég T Metnaður Þorkels Eyólfssonar — — ÞAÐ sama sumar setur Þorkell fram skip sitt og býr til Noregs. Gellir sonur hans, var þá 12 vetra gamsll. Hann fór utan með föður sínum. Þorkell lýsir því, að hann ætlar að sækja sér kirkjuvið. Þá sat Ó'afur konungur í Þrándheimi. Þorkell sótti þegar á fund konungs og með honum Gellir sonur hans. Þeir fengu þar góðar viðtökur. Svo var Þorkell mikils metinn af konungi þann vetur, að jjar er alsagt, að kon- ungur gaf honum eigi minna fé en tíu tigu marka brends silf- urs. Konungur gaf Gelli á jólum skikkiu, og var það hin mesta gersemi og áeætur gripur. Þann vetur lét Ólafur konung- ur g?ra kirkju í bænum af viði, vnr þnð stofnað allmikið musteri og vsndað aPt, til. Um vorið var viður sá til skips fluttur, er konungur gaf Þorkat’i; var sá viður bæði mikill og góð- ur, því að Þorkell gekk nær. Það var einn morgun snemma, að konungur gekk út við fáa menn. Hann sá mann uppi á kirkju þeirri, er í smíð var þar í bænum. Hann undraðist þetta mjög, því að morgni var minna fram kornið en smiðir voru vanir upp að standa. Konungur kenndi manninn. Var þar Þorkell Ev- ólfsson, og lagði mál við öll hin stærstu tré. bæði bita og staf- lægjur og uppistöðutré. Konung- ur sneri þegar þangað til og mælti: „Hvað er nú, Þorkell, ætlar þú héi eitir að semja kirkjuvið þann, er þú flytur til íslands?“ Þorkell svarar: „Satt er það, herra“. Þá mælti Ólafur konungur: „Högg þú af tvær alnir hverju stórtré, og mun sú kirkja þó ger mest á íslandi“. Þorkell svarar: „Tak siálfur við þinn, ef þú þykist ofgefið hafa, eða þér leiki afturmund að, en eg mun ekki alnarkefli af honum höggva; mun eg bæði til hafa aðferð og eljan að afla mér annan við“. Þá sepir konungur ov allslil’i- lega: „Bæði er, Þorkfll, að bú e-'t mikils verður. enda perist þú nú allstór, því vist er það ofsi einum bóndasyni að keppast við oss; en eigi er það satt, að eg fyrirmuni þér viðarins, ef þér verður auðið að gera þar kirkju af, því að hún verður eigi svo mikil, að þar muni of þitt allt inni liggja“. (Laxdælasaga) sagði henni að ekki væri til setu boð- ið, því að nú væri eftir að leita að kýrskrokknum og koma honum heim; mundi betra að gera það áður en hann fennti í kaf. Ftkk ég nú bræður mína * lið við mig og lögðum við á stað út í myrkr- ið með stóran sleða. Hugðumst við mundu finna kúna undir brekkunni þar sem henni hafði verið rennt nið- ur. Hún var ekki þar. En slóð eftir hana fundum við þótt dimmt væri. Hafði kastið verið svo mikið á henni að hún hafði henzt langt út i mýri, og þar höfðum við upp á henni að lokum. Var hún nú dregin heim og gerð til og gengið frá öllu. Var þá langt liðið á kvöld er við gátum far- ið að þvo okkur og fara í jólafötin og taka þátt í helgihaldi jólahátíð- arinnar. Þetta er hið einkennilegasta jóla- kvöld, sem ég hefi lifað, og býst ég við að það sé eins dæmi, að kú hafi verið slátrað í hörkugaddi og fjúki uppi á reginfjalli á sjálft aðfanga- dagskvöld. Það var auðvitað gert út úr neyð og er ekki nema eitt dæmi um það, að íslenzkir bændur hafa löngum orðið að gera fleira en þeim gott þótti, og réðu ekki sjálfir stund og stað. Ferðalag þetta var og sann- arlega ekki með neinum hátíðarbrag, en þó held ég að okkur Skjöldu hafi báðum liðið vel, þegar því var lokið. (Á. Ó.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.