Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Síða 30
802
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hafa einn viðarkubb? spurði bróð-
ir minn.
— Nei, hann þolir meira, sagði ég.
Þá fór hann á fætur, náði sér í
marga viðarkubba og kom með þá
upp í bólið. Svo biðum við lengi,
lengi. En ekki kom storkurinn og
seinast sofnuðum við.
Ég vaknaði undir morgun og það
var orðið bjart í eldhúsinu. Svefn-
herbergishurðin opnaðist. Ég hélt
að storkurinn væri að koma, svo
að ég þreif prikið mitt og ætlaði
að láta hann fá fyrir ferðina. En
þetta var þá hjúkrunarkona, svo að
• ég lá kyr. Bróðir minn vaknaði
líka og í svefnrofunum þreif hann
einn viðarkubbinn og þeytti hon-
um í hjúkrunarkonuna og sagði:
— Þetta skaltu fá, stork-óféti,
svo að þú deyir!
Hann ætlaði að fleygja öðrum
viðarkubb, en ég varnaði honum
þess. Og áður en við fórum í skól-
ann um morguninn sáum við hvar
litla systir lá í rúminu hjá
mömmu“.
Þú, sem undan
ævistraumi
flýtur sofandi
að feigðarósi,
lastaðu ei laxinn,
sem leitar móti
straumi sterklega
og stiklar fossa.
ÞETTA ljóðabréf orkti séra Matthías
Jochumsson þegar hann var prest-
ur í Móum á Kjalarnesi (1869 eða
1870) undir nafni fóstursonar síns og
frænda, Matthíasar Eggertssonar, er
þá hefir verið 4—5 ára að aldri, en
varð seinna prestur í Grímsey. Bréfið
var til jafnaldra hans, Þórðar sonar
Þórðar Guðjohnsens, þá í Reykjavík,
en síðar á Húsavik. Þórður yngri varð
seinna læknir í Rönne á Borgundar-
hólmi. Seinasta erindinu er sleppt úr
kvæðinu.
Skrítið er lífið, Þórður minn,
hvernig allt gengur til;
ég á svo margar gimburskeljar
og skipa þeim sem ég vil.
Hann pabbi segir að tunglið
sé ostur ofan úr Kjós,
en sólin og litlu stjörnurnar
séu Jesú jólaljós.
Eg þekki hana Grýlu,
hún er grá eins og örn.
Hún situr uppi á Esju
og gleypir óþæg börn.
Frá Einari á Sjónarhólum
hún hremmdi fjögur lömb,
þau jörmuðu og sögðu „me, me“
í hennar slæmu vömb.
Aumingja Þorsteinn kóngur,
sá eldgamli mann,
hann datt ofan allan stigann,
og búið var svo með hann.
En hver gat sagt við kónginn:
„hvað gerðirðu fuglinn minn?“
Annars átti hann engan að
utan Drottin sinn.
Við skulum aldrei gráta
og aldrei tala ljótt,
þá verðum við svo stórir,
og vöxum upp svo fljótt.
Við skulum lesa bænirnar,
þá kemur ekkert ljótt,
því Guð og allir englarnir
vaka hverja nótt.
Molar
MIKILL LEKI
— Eg heyri sagt að komið hafi leki
að skipinu á seinustu ferð yðar vestur
yfir Atlantshaf.
— Leki!? Það var meira en leki.
Átta sinnum urðum við að dæla öllu
Atlantshafinu í gegnum skipið áður
en við náðum New York.
★
ÞRAUTSEIGJA
Það var í járnbrautarlestinni milli
Bonn og Hamborgar. Tveir menn sátu
í sama vagni og var annar fjörgamall.
Þeir tóku tal með sér og það kom upp
úr kafinu að sá gamli var uppgjafaher-
maður úr stríðinu 1871 og var nú að
fara á þing uppgjafahermanna frá þeim
árum.
— Nú trúi ég varla sagði förunautur
hans. Ef þér hafið verið í stríðinu
1870—71 þá hljótið þér að vera orð-
inn rúmlega hundrað ára gamall og
tæplega eruð þið félagar margir á
lífi.
— Nei, það er satt, sagði sá gamli,
seinustu árin hefi ég verið aleinn á
þingunum.
★
í ÞVOTTAHÚSI
— Því miður eru skyrturnar manns-
ins yðar ekki tilbúnar enn.
— Þá megið þið eiga von á góðu,
eða hitt þó heldur. Hann kemur sjálfur
hingað og þá fáið þið fyrir ferðina.
— Komi hann og komi hann, við
erum ekki hræddar, hann notar skyrtu
númer 37.
★
ÞJÓÐNÝTING
Meðan verkamannastjórnin var við
völd í Bretlandi, voru ýmiskonar fyr-
irtæki þjóðnýtt, en þá kom upp úr
kafinu að þau gátu ekki borið sig.
Blaðið „Daily Express" stakk þá upp
á því að allir glæpir skyldi þjóðnýttir,
svo að almenningur gæti séð að þeir
borga sig ekki.