Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 1
12. tbl. XXX. árg. JHcnrpjwlíWwiiig Sunnudagur 27. marz 1955 150 ára afmæli ævintýraskáldsins H. C. AIMDERSEIM A LAUGARDAGINN kemur, hinn ** 2. apríl, verður þess minnzt opinberlega og á margan hátt í 62 þjóðlöndum, að þá eru liðin 150 ár síðan danska ævintýraskáldið Hans Christian Andersen fæddist. Hér á íslandi verður þessa einnig minnzt, og fer vel á því margra hluta vegna. Um langt skeið hefur hvert einasta mannsbarn á íslandi þekkt og dáð ævintýr Andersens, svo að hann hefur verið hér meðal allra vinsælustu erl. höfunda, og lang- samlega vinsælastur allra danskra höfunda. Og á hitt ber einnig að líta, að íslendingar uppgötvuðu ævintýraskáldið í fyrra lagi og löngu áður en hann fékk viðurkenn ingu hjá þjóð sinni. Það voru aðrir eins vitmenn, skáld og bókmennta- frömuðir og Jónas Hallgríms- son og Grímur Thomsen, sem kunnu að meta H. C. Andersen. Jónas kallaði hann „Andra sinn“ og sneri ævintýri hans „Kæreste- folkene" á íslenzku fyrir 1845 og heitir það hjá Jónasi „Leggur og H. C. Andersen þótti Saman að sitja fyrir. Þessi mynd var tekin af honum 1869 i garði sveitarsetursins „Ro- ligheden“, skammt frá Kaupmannahöfn. skel“. En Grímur Thomsen varð Andersen þó að mestu liði. Segir dr. Jón Þorkelsson svo frá því í ævisögu Gríms:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.