Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
179
dómarnir voru síðan staðfestir á
prestastefnu 14. júlí 1786.
HÆSTARÉTTARDÓMUR —
KONUNGSNÁÐ
Nú leið og beið fram á árið 1788.
Þá tilkynnti Magnús sýslumaður
Ketilsson Ólafi að löghald yrði gert
í eignum hans fyrir sektum og
málskostnaði. Svaraði Ólafur því
bréfi fruntalega, segir að prófasti
og mótstöðumönnum sínum sé það
meir en nóg að þefa að spörðum
Ijósu merarinnar, en kveðst ekki
vita hvort heldur hafi blindað
sýslumann, brennivínið eða „mann-
illska hugskotsins“. En það kveðst
hann gera heyrinkunnugt, að með
því að nauðvörn sé saklausum
manni leyfileg, þá muni hann, ef
sýslumaður ráðist á sig, ekki spara
líf þeirra er til sæki, meðan hann
hafi nokkra krafta og ærlegt blóð
í brjósti.
Síðan ritar hann Levetzow stift-
amtmanni og tilkynnir honum að
hann áfrýi málum sínum til hæsta-
réttar og mótmælir löghaldi eða
eignarnámi áður en dómur sé þar
fallinn. Og með þetta slapp hann
í bili.
í júnímánuði 1792 fell dómur í
hæstarétti og var Ólafur þar dæmd-
ur frá kjól og kalli fyrir að hafa
ráðizt á prófast sinn í dómarasæti.
En um haustið veitti konungur
honum þær sárabætur, að hann
mætti bera prestshempu. Setti
þetta íslenzk yfirvöld í bobba því
að enginn vissi hvort fara ætti með
Ólaf sem andlegrar stéttar mann,
og kom þetta sér illa, því að enn
átti hann í ýmsum brösum, réðist
á sóknarprestinn, séra Pál Gunn-
arsson á sjálfri hvítasunnuhátíð
1793 og gerði óspektir á manntals-
þingi hjá Magnúsi Ketilssyni litlu
síðar.
ÓLAFUR Á FLAKKI
Eftir að hæstaréttardómur var
fallinn, mun hafa verið gengið að
séra Ólafi. Hefir hann þá flosnað
upp og heimilið tvístrazt. Er Ólafur
þá um hríð til heimilis í Litla Múla
í Saurbæ, en var mest á flakki um
nærliggjandi sveitir. Sumarið 1795
lagði hann land undir fót og stefndi
á Suðurland. Hafði hann farið að
heiman án þess að neyta sakra-
mentis og reyndi víða á leið sinni
að fá það, en tókst ekki. Komst
hann svo um haustið til Reykja-
víkur. Lagðist hann þar og lá í tvo
daga. Sendi síðan eftir séra Geir
Vídalín og bað hann að þjónusta
sig, því að nú mundi hann eiga
skammt eftir ólifað. Prestur gerði
það, en að því loknu fór Ólafur á
fætur og var þá gallhraustur.
Ólafur Stefánsson var nú orðinn
stiftamtmaður. Setti nú að honum
mikinn ótta er hann vissi að voða-
maðurinn Ólafur Gíslason var
kominn til Reykjavíkur og hafði
sezt þar að. Ritaði hann Wibe amt-
manni bréf og skipar að láta flytja
Ólaf hreppstjóraflutningi vestur í
Dali. í bréfi þessu gefur hann í
skyn að Ólafur hafi látið þau orð
falla að hann væri kominn hingað
suður til þess að sitja um líf æðstu
embættismanna landsins og minnir
á að hann hafi sýnt sér banatilræði
á Alþingi 1728.
Wibe svarar honum aftur og
kveðst hafa fyrirskipað hreppstjór-
um að flytja Ólaf vestur í Dali, og
með kurteislegum orðum hæðist
hann síðan að hræðslu stiftamt-
manns, segist vona að með þessu
hafi hann svift stiftamtmann þeim
ótta, að verða fyrir nýrri árás.
Þegar Magnús Ketilsson fekk
Ólaf sendan og ströng boð með um
að gæta hans rækilega, þótti hon-
um þetta ill sending og vissi ekki
hvað hann átti við manninn að
gera. Varð honum það fyrst fyrir
að senda hann vestur á Hallbjarn-
areyri til systursonar hans. Guð-
mundar Sigurðssonar spítalahald-
ara. Var svo Ólafur þar um vet-
urinn og fram á sumar.
ALLIR AFSEGJA ÓLAF
Nú var það á manntalsþingi á
Staðarhóli um vorið, að rætt var
um hvað gera ætti við Ólaf. Kom
mönnum saman um, að Jóhann
sonur hans gæti ekki séð fyrir hon-
um, enda þótt hann fengi með hon-
um 20 rdl. eftirlaun hans, enda
væri Jóhann vinnuhjú hjá frú Sig-
ríði Magnúsdóttur í Skógum á
Fellströnd. (Hún var ekkja Illuga
prests Jónssonar á Kirkjubóli og
móðir Þorsteins Hjaltalíns listmál-
ara). Síðan stendur í þingbókinni:
„Sveitarmenn allir upphrópa sem
í einu hljóði, að Ólaf vilji með engu
móti til framfæris og ábvrgðar
taka, þó þeim væri um árið boðnir
80 rdl.“ Þar upplýstist einnig að
kona Ólafs væri örsnauð og í hús-
mennsku og gæti því ekki annazt
hann. Og enn stendur: „Því bæta
sveitarmenn við, að flestöll þau ár,
sem Ólafur Gíslason hefir verið hér
í sveif, hefir verið hér meira til
ógagns og óráa í sínu framferði
heldur en til uppbyggingar, og af-
segja allir að hafa með hann að
sýsla, hvað sem í boði sé“. Þetta er
nú dómur sóknarbarna séra Ólafs
um hann, en auðvitað er þetta stíl-
að af sýslumanni.
Síðan hreyfði sýslumaður þessu
máli á manntalsþingum á Ballará,
Hvammi, Hjarðarholti, Jörfa,
Sauðafelli og Blönduhlíð, og segir
að undirtektir hafi alls staðar orðið
hinar sömu.
Nú ritar sýslumaður Kansellí
langt bréf og spyrst fyrir hvað eigi
að gera við Ólaf, hvergi sé hæ.gt
að koma honum fyrir, því að eng-
inn vilji taka hann. Hann eigi enga
ættingja né vini í Dalasýslu, sé
hvorki fæddur þar né upp alinn og
eigi þar því engan rétt til fram-
færslu.
Bréf þetta sendi Kansellí stift-