Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Side 6
178
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Hrakfallapresturinn
iuAla-ölafur
Niðurl.
NÝTT HNEIKSLI Á HVOLI
Margir munu nú hafa vonað að
séra Ólafur væri orðinn svo ráð-
settur, að hann gerði ekki fleiri
glappaskot. En það var falsvon.
Það hafði einhvern tíma komið
fyrir, að séra Ólafur hafði stungið
kirkjulyklinum á Hvoli í vasa sinn
og farið með heim, en gleymt að
læsa kirkjunni. Þetta var um vetur
og í einhverju hríðarveðri hafði
kirkjan opnazt og fennt inn. —
Kirkjubóndanum, Jóni Einarssyni,
var því fyrirskipað að gæta lykils-
ins og láta prest ekki vera með
hann. Þetta skildi Jón svo bók-
staflega, að lykillinn mætti aldrei
í hendur prests komast.
Nú var það á páskadaginn 1734
að margt fólk var komið til kirkju
að Hvoli, því að veður var gott.
Vildi prestur þá sjálfur lúka upp
kirkjunni og bað Jón bónda um
lykilinn. En ekki var við það kom-
andi að bóndi afhenti hann, heldur
kvaðst hann eiga að opna. Fauk þá
illilega í prest og urðu sviptingar
milli hans og Jóns. En er prestur
náði ekki lyklinum, hugðist hann
sprengja upp kirkjuhurðina og
sparkaði í hana tvisvar eða þrisvar
af öllu afli. Hurðin lét ekki undan
og gekk prestur þá á brott, en Jón
opnaði. Var nú kallað á eftir presti
að kirkjan væri opin, en hann
sinnti því ekki, fór heim og varð
ekkert úr messu.
Biskup fyrirskipaði rannsókn í
þessu máli og kom hún í hlut séra
Ólafs Einarssonar er nú var prest-
ur í Skarðsþingum og prófastur í
Dalasýslu. Voru fjögur réttarhöld
í málinu haldin að Hvoli. Við rétt-
arhald 16. sept. missti séra Ólafur
allt taumhald á sér, lét skömmum
rigna yfir prófast og réðist tvisvar
á hann í dómarasæti. Dómur pró-
fasts í málinu var á þá leið, að
fvrir hneikslið á páskadaginn
skyldi séra Ólafur greiða þrefalt
helgidagsbrot, eða 9 lóð silfurs og
auk þess 10 rdl. sekt til fátækra
prestsekkna. En fyrir ósæmilegt
framferði, hávaða og óspektir í
réttarhaldinu á Hvoli, skyldi hann
greiða einfalt helgidagsbrot (3 lóð
silfurs), 4 rdl. sekt og 12 rdl. í
málskostnað.
Þetta lét biskup ekki nægja,
heldur skipaði hann prófasti að
höfða mál gegn séra Ólafi fyrir að
ráðast á sig í dómarasæti. Var séra
Árni Sigurðsson á Breiðabólstað
skipaður setudómari í því máli, og
hinn 14. sept. 1786 dæmdi hann
séra Ólaf frá kjól og kalli og til
að greiða 6 rdl. í málskostnað.
MERARMÁLIÐ
Um þessar mundir átti séra Ólaf-
ur og í öðru máli, sem jafnan var
kallað „merarmálið", en tildrög
þess voru þau, er nú skal greina.
Haustið 1783 voru mikil harðindi
og þá hvarflaði ljóst mertryppi frá
hestum Guðmundar Halldórssonar
bónda á Óspakseyri og spurðist
ekki til þess fyr en um vorið. Þá
frétti Guðmundur að það mundi
vera vestur í Saurbæ og hefði
gengið úti með hestum séra Ólafs
í Hvítadal um veturinn. Um hvíta-
sunnuleytið 1784 lét svo Guð-
mundur sækja tryppið. Gekk það
síðan kaupum og sölum og komst
í eign Ólafs bónda Guðmundssonar
á Víðivöllum í Steingrímsfirði.
En nú þóttist séra Ólafur hafa
fengið eignarrétt á tryppinu og
vorið 1785 lét hann sækja það norð-
ur á Staðareyrar, án þess að gera
eiganda aðvart, og flytja heim til
sín. En er Ólafur á Víðivöllum
spurði þetta, fór hann suður í Saur-
bæ og sótti tryppið, en stefndi síð-
an presti fyrir töku þess. Var þing-
að í málinu bæði á Hrófbergi (jg
Broddanesi og sór Ólafur á Víði-
völlum að hryssan væri sín eign
og var svo dæmt. En séra Ólafi var
gert að greiða þeim Guðmundi á
Óspakseyri og Ólafi á Víðivöllum
sína 10 rdl. hvorum fyrir tökuna
á hryssunni.
Mál þetta kom einnig fyrir pró-
fastsrétt á Hvoli í Saurbæ, og þar
var séra Ólafur dæmdur frá öllum
prestskap, kjól og kalli, fyrir mer-
artökuna. Séra Ólafur hafði lagt
fram í þeim rétti langt málsskjal
í 12 liðum og mátti heita að það
væri eintómar svívirðingar í garð
Ólafs prófasts. Segir hann þar, að
það sé alkunnugt að prófastur
drekki oft vín og „hefir gefið mörg
dæmi til að uppfæra sig í sínum
og annara húsum, ei svo sem simpel
heldur brutal bestía, með bölvun-
um ógnarlegum, ógnarlegum sær-
ingum og æði við sér saklausa
menn innan og utan sóknar, já,
svo sem svín í guðs húsi og fallið
í besvimelse af ofdrykkju oftar en
eitt sinn“.
Þetta er til dæmis um ófyrirleitni
séra Ólafs í orðum.
Þegar eftir prestadóminn í mer-
armálinu, vék Hannes biskup Ólafi
frá prestskap. Báðir afsetningar-