Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 175 Andersen hafði mjög gaman af að segja börnum sögur, og öll börn voru hrifin af honum. Hann klippti einnig úr pappír ýmsar ævintýramyndir fyrir þau. Hér sést hann vera að segja börnum ævintýr og t. h. ein af pappírs- myndum hans. það hefur svo oft áður verið lýst á mig með prosatýru, að ég get haft gott af að fá dálitlar skaða- bætur“. Sögu sína hefur H. C. Andersen sagt í ævintýrinu „Ljóti andarung- inn“. Segja má, að sögu ljóta and- arungans væri lokið með ritdómi Gríms Thomsen. Upp frá því er hann söngvasvanurinn fagri, sem enn er hlýtt á um víða veröld. ANDERSEN var fæddur í Óð- ** insvéum á Fjóni. Faðir hans var bláfátækur skóari, en draum- óramaður og hafði mikið gaman af því að segja syni sínum furðuleg ævintýr og sögur. Móðir hans var ákaílega hjátrúarfull, eins og flest alþýðufólk var í þann mund, og hfði drengurinn eigi síður í undra- heimi ævintýra og furðuskepna, en á heimili foreldra sinna. Hann var ekki námfús og vildi ekki fara í skóla. Hafði hann því frjálsræði mikið og var ólíkur öllum öðrum börnum. Hugur hans hneigðist snemma að skáldskap og leiklist. Hann bjó sér til brúðuleikhús og lék þar þjóðsögur. Hann dansaði og söng undir vísur, sem hgnn hafði orkt sjálfur. Faðir hans dó þegar hann var 11 ára og upp frá því fór fátæktin að þjarma meira að en áður. Móðir hans reyndi að hafa ofan af fyrir sér og drengnum með því að þvo þvotta í Óðinsvé-ánni, en svo lagð- ist hún í drykkjuskap, og drengur- inn var umhirðulaus. Svo var það einu sinni að leik- flokkur frá konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn kom og sýndi í Óðinsvéum. Það hafði úrslita áhrif á æviferil Andersens. Hann missti alla eirð og gat ekki um annað hugsað en að komast að leikhúsi. Og 14 ára gamall kvaddi hann æskustöðvar sínar og helt til Kaup- mannahafnar með 10 ríkisdali í vasanum. Þar reyndi hann alls staðar að koma sér á framfæri, en þótti ekki sigurstranglegur sem leikari. Hann var illa vaxinn, lang- ur og luralegur, nefið allt of stórt fyrir andlitið og allt of mjótt milli augnanna. Hann þótti líkari fugla- hræðu en manni. Og söngrödd hafði hann ekki. Samt sem áður fekk hann eitthvert aðstoðar- mannsstarf hjá konunglega leik- húsinu. Þá tók hann að semja leik- rit en mistókst hrapallega, því að það sem átti að vera grafalvarlegt varð skoplegt í höndunum á hon- um. Eirrn af helztu leikhúsmönn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.