Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Qupperneq 4
176 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um höfuðborgarinnar sá þó, að neisti var í þessu og mundi höf- undurinn ef til vill geta samið eitt- hvað er að gagni kæmi, ef hann nyti sæmilegrar fræðslu. Á þeim árum var stúdentspróf lykillinn að heimi hinna æðri stétta og mennta- manna. Án þess varð ekki komizt neitt á rithöfundarbraut. Þessi maður gerði því Andersen þann mikla greiða að fá konung til þess að kosta nám hans í latínuskólan- um í Slagelse. Skólavistin varð Andersen ekki til mikillar ánægju. Hann kom þangað eins og álfur út úr hól, og skólastjórinn var harður og hrana- legur maður, er aldrei komst að því hvað í piltinum bjó, en hafði nóg út á hjárænuskap hans að setja. Mátti svo kalla að skólalífið yrði Andersen óbærilegt. Seinast skárust vinir hans í leikinn og björguðu honum úr skólanum. „Farðu til fjandans", sagði 'skóla- stjórinn við hann að skilnaði, og sýnir það glögglega hvert álit hann hafði á nemandanum. Var Ander- sen nú útveguð kennsla utan skóla og náði hann stúdentsprófi 1828. ALDA bókmennta og fagurra lista reis mjög hátt í Danmörk um þessar mundir. Og Andersen var ákveðinn í því að gerast skáid og rithöfundur. Tók hann þegar til óspilltra málanna. Skal hér ekki rakið hve miklu hann afkastaði, en þó má geta þess, að hann þótti svo efnilegur, að hann fekk ferðastyrk og ferðaðist um Þýzkaland, Ítalíu, Grikkland, Tyrkland, Austurríki og Ungverjaland. Síðan skrifaði hann um það ferðasögur, er ágæt- ar þóttu. Ennfremur samdi hann skáldsögur og leikrit. Margt af þessu fell í góðan jarðveg heima fyrir, en fyrir það hefur hann ekki orðið frægur, heldur fyrir ævintýn sín. Það eru þau, sem hafa aflað honum aðdáenda um allan heim, og einmitt þeirra vegna er 150 ára afmælis hans nú minnzt svo víða. Þess vegna verður þeirrar skáld- skapargerðar aðallega minnzt á þessum tímamótum. Tj11 N S og áður hefur verið sagt ólst Andersen upp við margs konar hjátrú og hindurvitni, ævin- týr og ímyndanir. Að upplagi hef- ur hann verið næmur fyrir þessu. eins og sjá má á barnaleikum hans. Þessi heimafengni arfur fylgdi hon- um stöðugt, og hvorki harðneskjan í skólanum, námið né baslið, sem hann átti í, gat barið það úr hon- um. En það menntafólk og höfð- ingjar, sem hann var nú farinn að umgangast, var langt yfir slíka fá- vizku hafið. Hún gat ekki sam- rýmzt þeim mikla menningaranda, er þá ríkti. Þó var einn flokkur mannfélags- ins enn sólginn í ævintýr og kynjasögur. Það voru börnin. An- dersen var ákaflega barngóður maður, og það varð brátt venja á þeim heimilum, þar sem hann var tíður gestur, að hann segði börn- unum sögur. Hleypti hann þá oft fram af sér menningarbeizlinu og lifði sjálfan sig inn í heim ævin- týra og undarlegra atburða. Fór hann þá að segja börnunum sögur og ævintýr, er hann samdi jafn- harðan, og jós þá af draumórum bernsku sinnar. Hann var einnig hagur í höndunum og klippti út úr bréfum alls konar ævintýramyndir fyrir börnin, til þess að gera sögur sínar enn áhrifameiri. Og hvar sem hann kom þyrptust börn um hann og báðu um sögur og ævintýr. Vegna þessa mikla áhuga barn- anna kom honum til hugar, að rétt- ast væri að skrifa þessi ævintýr og gefa þau út, bæði til þess að auka órífar tekjur sínar og eins til þess að fleiri börn gæti notið frásagn- anna. Fyrstu ævintýrin hans komu svo út 1835 og var bókin nefnd „Ævintýr fyrir börn“. Annað kver kom út sama ár og þriðja kverið 1837, og voru í því ævintýrin um Hafmeyna litlu og Nýu fötin keis- arans. Þetta voru lítil og yfirlætis- laus kver. Andersen hafði skrifað þau af rælni, fremur en hann fyndi hjá sér köllun til að rita slíkar bækur. Honum var það sjálfum ekki ljóst, að þarna var hann ein- mitt kominn inn á þá skáldskapar- braut, er honum hentaði. Það varð honum ekki heldur til uppörfunar hvernig þessum skáldskap hans var tekið í Danmörku, eins og áður er sagt. Hann helt þó áfram að skrifa ævintýr, en þau breyttust með ár- unum. Nú voru það ekki lengur ævintýr fyrir börn, heldur fyrir fullorðna. Hann notaði þetta form skáldskapar til þess að segja gagn- rýnendum sínum til syndanna og til þess að draga dár að heimsku og hleypidómum. Vinur hans, Ör- sted, fann fljótt að þarna var hann á réttri leið, þarna naut hann sín. Þess vegna sagði hann einu sinni, að önnur ritverk Andersens mundu gera hann frægan, en ævintýrin mundu gera hann ódauðlegan. Sú spá hefur nú ræzt. Þess vegna hlotnast nú Andersen það, sem engum samlanda hans hefur hlotn- azt, að hann er hylltur um allan hinn menntaða heim. E Ð A N Andersen var enn í 1 bernsku og átti heima í Óð- insvéum, kom þar spákona og spáði fyrir honum. Meðal annars sagði hún, að fæðingarborg hans mundi einhvern tíma öll verða ljósum skreytt til virðingar við hann. Sá spádómur þótti ekki líklegur til þess að rætast á hinum bláfátæka skóarasyni. En á laugardaginn kemur mun hann rætast og langt fram yfir það. Þá verða mikil há- tíðahöld í Óðinsvéum. Öll borgin verður skreytt. Hátíðar leiksýning fer fram í „Odense Teater“ og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.