Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Síða 16
188 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MÓÐIRIN. — Minjasafn H. C. Ander sen er í Óðinsvéum á Fjóni. Forsalurinn þar er skreyttur málverkum og er efni þeirra tekið úr „Sögunni um móðurina“. Það var kunnur málari frá Fjóni, Fritz Syberg (1862—1939) sem myndirn- ar málaði, og má hér líta eina þeirra. BRIDGE A 10 V Á 5 3 2 ♦ Á 10 5 2 * Á K G 3 A986432 V 4 ♦ 976 * 9 6 2 A D V K D G 10 9 8 7 6 ♦ D * 10 8 3 S gaf og sagði 4 hjörtu, en N tók undir og sagði 6 hjörtu, L9 kom út og bendir til þess að LD sé hjá A. Það er nú auðséð að slagur tapast í spaða, og hvernig á svo að koma í veg fyrir að annar tapist í laufi? S drepur með LÁ í borði, slær út lágtrompi og síðan SD. Nú fær A slag, en hvemig á hann að slá út? Slái hann út spaða má búast við því að spilarinn sé spaðalaus og geti fleygt af sér laufi. Og laufi má hann ekki slá út, eins og allir sjá. Eftir er þá tígull — en hvert spilið á að láta? A sér að eina vonin er sú, hafi S TD, að hún sé einspil, og þess vegna slær hann út TK. Það var líka eina ráðið, því að nú er spilið tapað. Ef hann sló lægra tigli var það unnið, því að þá fekk S slag á TD og gat svo fleygt af sér laufi í TÁ. C^'DSXsXíXS^-? SEINASTA HÝÐING VESTRA Ung stúlka, Ingibjörg Torfadóttir, komst í þjófnaðarmál á Langadals- strönd árið 1856. Var hún tvídæmd í héraði til hýðingar, en formgallar voru á dómunum og var málinu vísað heim aftur hvað eftir annað. Tíu árum seinna fell dómur í yfirrétti og skyldi Ingibjörg hýðast 10 vandarhöggum. Var þá sýslumaður í ísafjarðarsýslu Stefán Bjarnason og lét hann flytja hana til manntalsþings í Reykjarfirði og skyldi dóminum þar fullnægt. En er til kom fekkst enginn maður til þess að leggja á refsinguna. Sýslu- maður fekk þá léðan húsvönd, er þá var vani að siða krakka með, og dangl- aði sjálfur í sakborninginn til mála- mynda. Sú var síðust opinber hýðing í Reykjarfirði, því að upp úr því voru hýðingar afteknar. ILLT ER Á SUÐURLANDI Baldvin skáldi, „Bragi Skagfirðinga", fór eitt sinn til sjóróðra suður á nes. Ekki hefur honum líkað vistin þar, eins og sést á þessari vísu, er hann kvað þá: Hentugt væri að hafa strút heilsu að forða grandi, flóir allt í for og grút á fjandans Suðurlandi. HEIMHUGUR Gísli Gunnlaugsson frá Gautsdal í Geiradal var umhyggjusamur heim- ilisfaðir, en þurfti oft að vera lang- dvölum að heiman. Var hann þá oft með áhyggjum og til þess bendir þessi vísa: Andinn tíðum er í leit yfir víða geima, á í stríði, en ekki veit um, hvað líður heima. A AKG75 V — ♦ K G 8 4 3 * D 7 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.