Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 177 Fjölda margir listamenn hafa gert myndir í ævintýr Andersens. Þessi mynd er eftir Vilhelm Petersen í ævintýrið „Nýu fötin keisarans.“ veizla mikil verður haldin í ráð- húsinu. Þangað koma konungshjón- in dönsku og hundruð tiginna gesta, þar á meðal allir erlendir sendiherrar í Danmörku. Útvarpið verður helgað minningu skáldsins og einnig sjónvarpið. Húsið, þar sem H. C. Andersen fæddist, stend- ur enn. Þar er nú minjasafn hans og þar verður mikið um dýrðir. Um hátíðahöld annars staðar má geta þess, að í London verður stór sýning á ritverkum skáldsins og gengst National Book League fyrir henni. í París verður alþjóðleg sýn- ing á myndum, sem börn um allan heim hafa teiknað eftir ævintýr- um skáldsins; þar á meðal eru myndir eftir íslenzk skólabörn. Stjórnin í Peking stendur fyrir há- tíðahöldum þar. Borgarstjórinn í Jerúsalem hefur ákveðið að ein gata þar í borg skuli skírð um og bera nafn Andersens hér eftir. I Japan er mikill viðbúnaður og er meira en ár síðan að stjórnin þar skipaði sérstaka nefnd til þess að sjá um hvernig skáldsins skyldi minnzt. í Danmörku hefur verið gerð kvikmynd af æviferli skáldsins, en jafnframt sýnir hún samtíð hans og hefur ekkert verið sparað til henn- ar. Ennfremur hefur verið tekinn á kvikmynd brúðuleikur, gerður eftir ævintýrinu um tindátann. — Báðar þessar myndir verða sýndar á 150 ára afmælinu. iLLA ævi var H. C. Andersen einhleypur. Hann hafði verið einbirni og átti engin skyldmenni. Var hann því hálfgerður einstæð- ingur, enda þótt vinirnir væri margir er á leið ævi hans. Hann var mjög tau^aveiklaður og átti því stundum bágt, því að hann tók sér allt mjög nærri. Aftur á móti var hann framúrskarandi hégóm- legur, seildist eftir því að komast í kynni við höfðingja, þótti ákaflega gaman að því að sér væri hrósað og myndir af sér teknar í ýmsum stellingum. Hann var mjög líf- hræddur og til sannindamerkis er það, að á öllum ferðalögum sínum flutti hann með sér langan kaðal, til þess að geta komizt út, ei eldur kæmi upp í húsi þar sem hann hefði tekið sér náttstað. Þessi kað- all er nú ásamt ýmsum öðrum gripum hans geymdur í safninu í húsinu þar sem hann fæddist. En þrátt fyrir þetta helt hann því barnslega hugarfari sem auð- veldaði honum svo mjög að ferðast um ímyndaða heima og rita um það, sem hann sá þar og heyrði. Það er þessi barnslega lund, sem fleytti honum yíir torfærur lífsins, var sú brynja er hlífði honum i mótlætinu, en margfaldaði gleði hans þegar vel gekk. Hann var að lokum sáttur við lífið og taldi sig hamingjusaman mann. Hann lézt hinn 4. ágúst 1875 á heimili vina sinna skammt utan við Kaup- mannahöfn. Lífsreynslu sína dró hann saman á þennan hátt: „ÆviSaga mín mun kenna heim- inum það, sem hún hefur kennt mér, að til er kærleiksríkur guð, sem öllu snýr til góðs“. / myrkri Það er sagt að meðan Þjóðverjar her- sátu Frakkland í seinasta stríði, þá hafi einu sinni ferðazt í sama járn- brautarvagni ungur Frakki, þýzkur henjiaður, ung og fögur stúlka og göm- ul kerling. Lestin renndi inn í jarðgöng og myrkur varð í vagninum. Um leið heyrðist kossbrestur mikill og því næst skellur, eins og einhverjum hefði verið gefið kjáftshögg. Gamla konan hugsaði: „Þessi unga stúlka er ættjarðarvinur. Þjóðverjinn kyssir hana og hún gefur honum ræki- lega á hann.“ Unga stúlkan hugsaði: „Það var gott að Þjóðverjinn fekk kjaftshögg, en hvers vegna kyssti hann kerlinguna en ekki mig?“ Þjóðverjinn hugsaði: „Þetta er lag- legt, Frakkinn kyssir ungu stúlkuna og hún gefur mér kinnhest fyrir.“ Frakkinn hugsaði: „Þetta gekk ágæt- lega, ég kyssi á hönd mér — og nota það sem ástæðu til þess að berja Þjóð- verjann."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.