Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 181 SIGURÐUR GRÍMSSON: LEiKARINN AF GUDS NÁD RIÐFINNUR GUÐONSSON var um marga áratugi einn af þekktustu borgurum þessa bæar og vinsælustu leikurum. Var leik- ferill hans hvortveggja í senn, lang- ur og viðburðaríkur, því að Frið- íinnur var mikilhæfur leikari og allra manna áhugasamastur og ósérhlífnastur þar sem leiklistin var annars vegar. Friðfinnur nam prentiðn á Ak- ureyri á árunum 1886-—1890 og þar lék hann sitt fyrsta hlutverk 20. júní 1890, Vífil þræl í leikriti Matthíasar Jochumssonar „Helga magra“, er sýnt var þar á þúsund ára minningarhátíð Eyjafjarðar- byggðar. Var Friðfinnur þá tæp- lega tvítugur að aldri, fæddur 21. ** september 1870. — Hendingin ræður oft miklu um lífsferil manna, og svo var einnig um þessi fyrstu kynni Friðfinns og leiklist- argyðjunnar, frú Þaliu, því að öðr- um manni hafði verið ætlað hlut- verk þetta, en Friðfinnur varð að hlaupa í skarðið fyrir hann á síð- ustu stundu. En enda þótt atburð þennan bæri brátt að, varð hann örlagaríkari en nokkurn gat grun- að, ef til vill síst leikarann sjálf- an, því að með leik Friðfinns íþessu hlutverki má segja að hinn langi og stórmerki leikferill hans hefj- ist. — Haustið 1890 ræðst Frið- finnur utan, til Kaupmannahafn- ar og dvelzt þar við prentstörf til vors 1892. — Líklegt má telja að áhugi Friðfinns á leikhst hafi vakn- að þegar, er hann lék sitt fyrsta hlutverk á Akureyri 1890, og ekki Friðfinnur Guðjónsson. hefur það dregið úr áhuga hans að eiga þess kost á Hafnarárunum að kynnast af eigin sjón danskri leik- list, sem þá, eins og bæði fyrr og síðar átti mörgum frábærum snill- ingum á að skipa. Veturinn 1893 er Friðfinnur hér í bænum um hríð og tekur þá þátt í sýningu á gam- anleiknum „Á þriðja sal“, — lék þar lækninn. En leiksýning þessi var merkilegur leiksögulegur við- burður fyrir það, að þar lék ein mikilhæfasta leikkona, sem ísland hefur átt, frú Stefanía Guðmunds- dóttir, sitt fyrsta hlutverk — ungu stúlkuna Kristínu. í nóvembermánuði 1893 flytzt Friðfinnur hingað til Reykjavíkur og upp frá því má heita að hann hafi dvahzt hér óslitið alla tíð, þeg- ar frá er talið tæpt ár, er hann dvaldist á ísafirði við prentstörf. — Hefst nú leikstarfsemi hans fyr- ir alvöru, er stóð óslitið um fjöru- tíu ár, eða betur þó, því að enda þótt hann léti af leikstörfum á veg- um Leikfélags Reykjavíkur vorið 1936, þá lék hann eftir það þrjú ný hlutverk og tvö gömul og kom einnig fram í nokkrum útvarps- leikum. í grein, sem Friðfinnur skrifaði í fimmtíu ára minningarrit Leik- félags Reykjavíkur, og hann nefn- ir: „Fyrstu árin“, segir hann frá því, að veturinn 1895—96 hafi verið „myndaður dálítill leikflokkur undir forustu Stefáns Runólfsson- ar prentara, sem hélt uppi sjón- leikum í Góðtemplarahúsinu." — Meðal stofnenda þessa leikflokks voru, auk Stefáns, Friðfinnur, Þor- varður Þorvarðarson og kona hans Sigríður Jónsdóttir, Hjálmar Sig- urðsson ritstjóri „Norðurljóssins“, Helgi Pétur Hjálmarsson, síðar prestur að Grenjaðarstað, Borgþór Jósefsson, Stefanía Guðmundsdótt- ir, er síðar varð kona hans, Jónas Jónsson, þinghúsvörður og Helgi Helgason, síðar verzlunarstjóri. — Þessi fámenni leikflokkur átti vit- anlega við hin erfiðustu vinnuskil- yrði að búa, enda voru það að mestu smáir gamanleikar, sem harm sýndi, svo sem „Frúin sefur“, „Betzy“ og „Á þriðja sal.“ En þó að þar væri flest af vanefnum gert, þá er hér um merkilegt leiksögu- legt fyrirbæri að ræða, því að leik- flokkur þessi varð undanfari Leik-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.