Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Síða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
C 186
f hvað út í myrkrið. Þeir samþykkja það
og segja, að hann muni þó aldrei fara
með okkur niður í Bárðardal. Ég tek nú
Svip, teymi hann ofurlítið frá hinum
hestunum og tek þar alveg út úr hon-
um beizlið og bind það við hnakkinn.
Eg skil svo þar við hann og fer til hinna
ferðafélaganna. Svipur stendur kyrr
ofurlitla stund og svo fer hann af stað,
alveg ákveðinn. Nú var ekki beðið boð-
anna. Sigurmundur fór upp á Brúnku,
en ég gekk í slóðina og þótti strax betra
en að kafa á undan. Svipur fór svo
ákveðið af stað, að mér varð það strax
ljóst, að hann mundi vita hvað hann
væri að fara og kom nú strax einhver
ánægjublær á förina. Ekki veit ég hvað
lengi við fórum á eftir Svip, en það
var talsverð stund og á meðan birti um
stund í lofti svo að ég sá Pólstjörnuna
sem fljótast og þá fór Svipur í hánorð-
ur. En það var sama, úr þvi sem kom-
ið var, kom ekki til mála að taka af
honum ráðin fyrr en maður hefði ein-
hverja hugmynd um það hvar maður
væri staddur. Eftir alllanga stund kom-
um við að tóftarbroti, sem stóð ofur-
lítið upp úr snjónum. Ég þekkti það
ekki í svipinn og fannst að slík tóft
gæti víða verið á heiðinni. Fljótlega
rifjaðist það upp fyrir mér, að ég hafði
séð tóft austur af Másvatninu sunnar-
i lega og vissi að þar höfðu staðið beitar-
t hús frá Brettingsstöðum. Sló ég því
föstu að þetta væri sú tóft og tók stefnu
frá henni ofurlítið til norðausturs, að
ég hélt, og fór nú að kafa á undan
sjálfur aftur.
Ekki hafði ég lengi farið í þessa átt
þegar ég heyrði niðinn í Laxá, þann
sem ég hafði lengi þráð, og lét hann
nú vel í eyrum mínum. — Þegar við
svo komum að Brettingsstöðum var
fólk á fótum — var vakað eftir okkur
i— og varð þá að telja óhjákvæmilegt
að standa við ofurlitla stund, enda var
öllum þörf, bæði mönnum og hestum,
á hvíld og hressingu áður en aftur yrði
lagt út í nóttina. Hestarnir fengu hvann
-grænt hey og tóku vel í það og við
kaffi og mjólk eftir þörfum. Þegar við
höfðum hvílt okkur um stund inni í
baðstofunni fór ég út til að ná hestun-
um og búast til ferðar. Þá var öðruvísi
‘ um að litast en þegar ég fór inn. Öll
t 6njókoma hætt, heiðríkt veður og bjart
í af degi, sem von var, því að nótt er
ekki löng um sumarmálin. Frost var nú
allskarpt og fannst mér nokkuð kalt
að koma út.
fe- ----.★----
Sóttist nú leið okkar allvel, þar sem
nú var hægt að vita hvað maður var
að fara, en ýmsar hugsanir sóttu nú að
mér, alldaprar, úr öllum áttum. Fann
ég nú fyrst fyrir alvöru hvernig mitt
hlutskifti og frammistaða var. Villast
með læknana suður alla heiði. Bæta
erfiðri vökunótt ofan á dagsverk þeirra.
Koma svo með þá þreytta og svefn-
lausa heim, til þess að bjarga manns-
lífi. Ef drengurinn væri þá enn á lífi?
Hvernig leið fólkinu heima, sem beið
og vakti alla nóttina með drenginn
dauðvona, eftir þeim sem treyst var á
til hjálpar? Snjórinn, sem hafði fallið
um nóttina, var svo mikill og djúpur,
að tófuslóðir sáust eins og djúpar rákir
langar leiðir tilsýndar. Hef ég hvorki
fyrr né síðar séð þannig lagaðar slóðir.
Ekki var komið heim að Reykjahlíð
fyrr en eftir fótaferðartima. Ekki man
ég hvort við spurðum eftir líðan
drengsins, eða okkur var sagt það í
óspurðum fréttum að honum liði all-
mikið betur en í gær. Læknarnir skoð-
uðu hann nú og ákváðu þá að leggjast
til svefns og eiga ekki við uppskurð
fyrr en eftir hádegi. Þó lögðu þeir svo
fyrir, að þeir yrðu vaktir ef honum
versnaði aftur. Ég fór að sofa og hef
víst ekki oft verið þreyttari eftir ferða-
lag.
Þegar læknarnir komu á fætur, seinni
hluta dags, var bati drengsins svo
ákveðinn, að þeir hættu alveg við að
skera hann upp. Fylgdi ég þeim í Más-
kot um kvöldið og nutum við slóðar-
innar í Brettingsstaði. Jón Haraldsson
á Einarsstöðum sótti þá í Máskot. Tösk-
una þungu hafði ég í bakpoka og mun-
aði miklu hvað það var betra, svo
miklu, að ég var nærri snúinn við án
þess að skila henni af mér. Ég fór svo
heim um nóttina. Veður var gott, hafði
verið þykkt loft um kvöldið, en heiddi
alveg um klukkan 12. Eftir það sá ég
stjörnuna mína, frá nóttinni áður, og
var hún þá á sama tíma alveg í norð-
vestri. Sannaðist þá að við hefðum
verið á suðvesturleið nóttina áður með-
an við sáum hana.
Af drengnum er það að segja, að hon-
um batnaði vel í þetta skifti og var svo
skorinn upp í Akureyrarspítala næsta
haust. Hefur hann verið hinn hraustasti
síðan.
Þreytan úr skrokknum á mér var
nokkuð fljót að hverfa eftir þetta ferða
-lag, enda var ég þá á góðum aldri,
26 ára og alls konar áreynslu vanur.
En ég hafði liðið svo miklar sálarkvalir
þessa nótt, að ég ætlaði aldrei að ná
mér eftir það. Mig dreymdi á nóttun-
um að ég væri að villast með læknana
og ég gat varla um annað hugsað lengi
á eftir.
Þegar var komið nokkuð fram á
vorið frétti ég það að það hefði verið
vitjað fleiri lækna en þessara tveggja
þennan dag, vegna drengsins. Frænd-
fólk drengsins hafði líka leitað til lækn-
is, sem ekki þurfti fylgdarmann. Um-
hugsunin um það fór að gera mig ró-
legri, svo að þetta ferðalag fór að hætta
að ásækja mig í svefni og vöku. Ýmsar
spurningar koma upp í sambandi við
þetta, eins og t. d. þessi: Hafi önnur
máttarvöld verið þarna að verki, og
þau átt upptök að þessum góða bata
drengsins þessa nótt, getur þá ekki
verið að það hafi verið nauðsyn að
tefja fyrir læknunum? Þvi þó að lækn-
islist og andalækningar styðji stundum
hvað annað og vinni saman, þá er ekki
víst að svo sé æfinlega. Svo margar
vetrarnætur hef ég verið á ferð á heið-
um og öræfum um æfina og notið leið-
sögu hollvætta, að ég trúi því ekki, að
þeir hefðu ekki fylgt mér þessa nótt,
hefði það verið það nauðsynlegasta, að
mín för gengi fljótt og vcl.
C_^U®®®CTs^_5
TILBÚNIR BJÁLKAR
í verksmiðju nokkurri í New
Oregon í Bandaríkjunum, er nú
farið að framleiða stóra timbur-
bjálka á þann hátt að smáspýtur
eru límdar saman þangað til hæfi-
leg stærð er fengin. Stærsti bjálk-
inn, sem gerður heíir verið á þenn-
an hátt, er 97 feta langur, 5 fet á
breidd og 11 þumlungar á þykkt.
Annars er hægt að hafa þá af hvaða
stærð og gerð sem er, beina og
bogna eftir vild. Slíkir bjálkar
koma í staðinn fyrir máttarviði í
stórhýsum og skipum. Og með
þessu móti mun stórskógurinn end-
ast lengur en ella. Nú þarf ekki
lengur að seilast til þess að fella
hin stærstu tré til þess að fá nógu
öfluga máttarviðu.