Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 183 ar. Þannig lék hann 1902—3 Þór- ólf í Víkingunum á Hálogalandi, eftir Ibsen, 1901—2 dr. von Kell- er í Heimilinu eftir Suder- mann og 1903 um veturinn Einar í „Skipið sekkur“ eftir Indriða Einarsson. — Seinna túlk- aði hann íslenzka vinnumenn af nærfærni og næmum skilningi, svo sem Jón ráðsmann í Tengda- mömmu, Daniel vinnumann í Dauða Nathans Ketilssonar og Bensa gamla í Á heimleið, sem var merkileg nýsköpun frá hans hendi. Mörg fleiri veigamikil alvarleg hlutverk lék Friðfinnur á sinni löngu ævi og gerði þeim hin ágæt- ustu skil, en hér verður að láta staðar numið. Friðfinnur unni leiklistinni af heilum hug, enda fórnaði hann henni miklu um ævina. Hann var skapsmunamaður ef svo bar undir, eins og margir góðir listamenn, og hann stóðst ekki reiðari en er hann fann leiklistinni misboðið, hvort heldur var af leikurunum sjálfum eða grunnfærum áhorfendum úti í salnum. Hikaði hann þá ekki við að láta í ljós vanþóknun sína svo að allir skildu. Friðfinnur Guðjónsson er nú lát- inn og þar með lokið löngum og merkilegum leikferli eins af ágæt- ustu frumherjum íslenzkrar leik- Ustar. En minningin um þennan snjalla leikara, um frábært og óeig- ingjarnt starf hans í þágu leiklist- arinnar í landi hér, og um hinar fjölmörgu persónur sem hann af næmum skilningi og rterkri innlif- un gæddi lífsanda listarinnar, mun geymd verða í hugum manna um langan aldur. Og í sögu íslenzkrar. leiklistar mun nafn hans geymast um alla framtíð. c— ÍJr lífi alþýðunnar Læknisvitjun Eftir Pétur Jónsson, Reykjahlíð TTINN 28. janúar 1924 veiktist drengur á 4. ári í Reykjahlíð. Hann varð mjög veikur og var talað við lækni daglega, en hann ekki sóttur. Læknir taldi þetta vera botnlangabólgu og að uppskurður yrði nauðsynlegur, þegar drengurinn hefði jafnað sig vel eftir þetta kast. En drengnum batnaði ekki til fulls og var hann öðru hvoru sár- lasinn og framfaralítill þennan vetur. Þegar kom fram í marz, gerði stöðuga ótíð og rak niður feikna snjó. Urðu þá öll ferðalög um héraðið illframkvæm- anleg og ekki farið milli næstu sveita meira en nauðsyn krafði. Mátti segja, að þá væri varla farið um héraðið öðru- vísi en á skíðum, nema hvað alltaf var hægt að fara með hest eftir akbraut- inni frá Húsavík suður í Reykjadal. Hún var þá komin suður að Narfastöð- um, en þaðan upp í Mývatnssveit var enginn vegur, nema troðningar — og vörður, sem þar höfðu staðið, voru þá að mestu hrundar og jafnaðar við jörðu. Enginn símastaur stóð þá á Mý- vatnsheiði og yfirleitt var enginn sími hér í héraði, nema gamla línan frá 1906 með hliðarlínu til Húsavíkur. ----★----- Björn Jósefsson var þá orðinn hér- aðslæknir í Húsavík og hafði ofurlítið sjúkraskýli, sem þá mun hafa verið í Vallholti. Tók hann þangað ýmsa til uppskurðar og var héraðslæknirinn á Breiðumýri, sem þá var Sigurmundur Sigurðsson, alltaf með honum þegar meiriháttar uppskurðir voru gerðir. Tók það hann sjaldan minna en þrjá daga þegar hann þurfti til Húsavíkur til að vera við uppskurð. Má því geta nærri, að það hafi stundum þurft að vitja hans úr héraðinu þegar svo stóð á. Bjöm læknir þótti góður skurðlækn- ir og naut trausts og álits í héraðinu. Líður nú fram á páskadag, sem þetta ár bar upp á 20. apríl. Þá veiktist drengurinn aftur með sömu þrautum og áður. Talað var við Sigurmund lækni og hann beðinn að koma næsta dag. Þá var hann sóttur ofan í Máskot, en mun hafa riðið þangað á sínum eigin hesti. Farið var beint yfir Mývatn, nið- ur Grímsstaðaskóg, eftir Sandvatni og yfir Laxá á Brettingsstaðabrú. Frá Brettingsstöðum vestur á Másvatn og eftir því. Hestfæri var þolanlegt á vötnunum, en verra á landi. Það var Hannes bróðir minn, sem sótti lækn- inn. Sólskin og bjartviðri var þennan dag en gekk í norðan hríð með kvöld- inu. Læknir sagði fyrir um meðferð á drengnum og taldi sjúkdóminn ákveðna botnlangabólgu, en mun þó strax hafa verið ofurlítið hræddur um að líf- himnubólga mundi slá sér að. Hann gisti hér næstu nótt og var honum svo fylgt snemma næsta morgun ofan í Máskot. En svo stóð á, að hann hafði ætlað til Húsavíkur á annan í páskum, því að Bjöm læknir beið eftir honum með tvo sjúklinga, sem hann ætlaði að skera upp. Hann stóð því stutt við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.