Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Side 12
184 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS heima á þriðjudaginn og reið svo til Húsavíkur um kvöldið. Á miðvikudag- inn voru svo skornir upp tveir sjúk- lingar í sjúkraskýlinu í Vallholti. Þann dag leið drengnum svolítið betur og var vonað um tíma, að kastið mundi vera að ná hámarki. Svo reyndist þó ekki og næstu nótt versnaði honum aftur og leið nú verr en nokkurn tíma áður. Alla þessa daga var hér norð- austan hríð og renningur, þó ekki mjög slæmt, en færi versnaði óðum. ----★----- í Reykjahlíð var dapur sumardags- morguninn fyrsti, þar sem drengnum leið svo illa og veður svo vont, að varla var búizt við því, að um nokkra læknis- hjálp væri að ræða. Var þó talað við læknana á Húsavík og þeim sagt frá líðan og ástandi drengsins og lagt í þeirra vald hvort nokkurrar hjálpar væri fkð vænta eða ekki. Eftir að þeir höfðu athugað málið og rætt möguleik- ana sín á milli, gerðu þeir orð um, að þeir mundu koma báðir og freista að skera hann upp í heimahúsum, sem öllum væri þó ljóst að yrði gert „upp á líf og dauða“. Var nú allt gert, sem unnt var til að greiða för þeirra sem bezt, sem fyrirsjáanlegt var að tæki þó langan tíma. Enn var reiknað með því, að sæmilegt reiðfæri væri suður í Reykjadal og lofaði Sigurður Bjark- lind að leggja þeim til hesta þangað. Jón Haraldsson lofaði að flytja þá suð- ur í Máskot og vera viðbúinn, svo að töf yrði sem allra minnst. Meðan þessar áætlanir voru gerðar, var ég í fjárhúsum að sinna skepnum mínum. Þangað var komið til mín og ég spurður hvort ég vildi sækja lækn- ana niður í Máskot. Þótti mér vænt um að mega taka einhvern virkan þátt í þessu og var fljótur að gefa játandi svar. Það var vitað, að færi var orðið mjög vont þessa leið, þar sem kyngdi niður snjó á hverjum degi. Því var það talið nóg fyrir hesta að fara í Máskot og til baka aftur og þar að auki var búizt við að ég yrði lengi á leiðinni þangað. Læknar mundu fara strax úr Húsavík og verða allfljótir suður í Breiðumýri. Þar mundu þeir taka óþreytta hesta Jóns Haraldssonar og verða líka fljótir suður í Máskot. ----★----- f Ég bjó för mína í skyndi og lagði af stað með þrjú hross og skal þeirra getið, því þau koma síðar við þessa sögu. Skal fyrst telja Svip Sigurðar Einarssonar. Hann var fæddur 1901 og var því 23 vetra þegar þetta var, einn mesti stólpagripur, sem ég hef þekkt. Hann var sonur Voga-Vilja, sem var seinasti reiðhestur Hallgríms Péturs- sonar í Vogum og var afbragðs hestur. Svipur var líka ágætur reiðhestur á unga aldri, en varð að reyna fleira á sinni löngu æfi, enda búinn að fara margar fjallgöngur á Austurfjöll, draga mörg heyæki heim úr Framengjum og allmörg vöruæki úr Húsavík og Reykja -hverfi heim. Hann virtist með öllu óbilaður og var hinn vaskasti í allri framgöngu. Annað hrossið var Brúnka, hún var systir Svips, sammæðra, en 11 árum yngri. Hún var einhver allra stærsta hryssa, sem ég man eftir, enda oft kölluð Stóra-Brúnka, og dugleg að sama skapi. Þriðji hesturinn var Skjóni minn, bezti hestur, sem ég hef eignazt, og var mesti kostahestur. Einn af kost- um hans var sá, að hann elti æfinlega í ferðum og þurfti því ekki að teyma hann. Hann fylgdi alveg eftir hvað vont sem var að fara. Kom það sér vel í þetta sinn, því að ég reið oftast á öðru hinna hrossanna en teymdi hitt og Skjóni kom svo sjálfviljugur á eftir. Oft lenti ég í umbrotasköflum og varð að fara af baki, teyma annað hrossið yfir fyrst og sækja svo hitt á eftir. Segir nú ekki af ferðum mínum fyrr en ég kom í Brettingsstaði, en þar hvíldi ég hrossin og fékk hey handa þeim. Bóndinn þar, Tómas Sigurgeirs- son, lá rúmfastur og hafði læknir komið til hans. Talaðist svo til að hann fengi að hafa tal af Sigurmundi lækni þegar ég færi til baka. Dálítið var hægara veður þegar kom vestur fyrir Laxárdal, en færið engu betra, en sá verr fyrir, vegna þess hvað snjór var jafnfallinn. Ég náði í Máskot á svo stuttum tíma, að það varð fram yfir þá áætlun, sem gerð var áður en ég fór að heiman. Þegar ég hafði hvílt hrossin klukku- tíma á Máskoti sást enn ekkert til þeirra að utan. Hélt ég því áfram ferð minni og bjóst við að mæta þeim ein- hvers staðar í dalnum. Færi var ekki óálitlegt út og niður frá Máskoti, sá sums staðar á svellbletti þar á mýrun- um. Fór ég nú á bak Skjóna, sem hafði haft það bezt á leiðinni að heiman og teymdi bæði hin hrossin. En rétt um það bil sem fór að rofa í bæjarhúsin á Brún brotnar allt í einu þunn ís- himna niður undan Skjóna og við svömlum báðir í botnlausu fúadýi. Ég brölti upp á skörina nokkuð mikið vot- ur, en hesturinn er á kafi nema haus- inn. Þannig skildi ég við hann og hljóp heim í Brún og sótti Björn bónda. Stóð hann tafarlaust upp frá matborði og kom með mér, greip með sér aktýgi og reipi ásamt reku. Strax og við komum að dýinu lagði ég aktýgin á Brúnku, en Björn tróð reipinu niður fyrir aft- urendann á Skjóna með rekunni. Stóð þá ekki á löngu að Brúnka kippti hon- um upp úr. Vildi Björn að ég kæmi heim og fengi þurra sokka, en mér fannst það óþarfi í frostlausu veðri, eins og mér fannst vera niðri í Reykja- dal. Ég fann ísbrú á Reykjadalsá og náði brautinni hjá Narfastöðum og var all- fljótur þaðan út í Breiðumýri. Ekki man ég hvað þá var framorðið, en þá voru læknarnir nýlega komnir að utar og voru að taka til ýmislegt, sem þeir þurftu að hafa með sér. Hafði margt orðið til þess að tefja fyrir því að þeir kæmust af stað frá Húsavík, enda skilj- anlegt að ýmislegt hafi þurft að gera áður en læknir fór frá sjúkrahúsinu í minnst tveggja daga ferð. Svo þurfti fyrir mörgu að hugsa til þess að allt væri með, sem nauðsynlegt var við fyrirhugaðan uppskurð. Man ég það um útbúnaðinn, að Þórhallur Kristjánsson var að brýna hnífa og athuga um fleiri verkfæri fyrir Sigurmund lækni. ----★----- Hestarnir voru settir inn og fengu góða heytuggu á meðan og ég sjálfur bæði mat og kaffi, sem kom sér vel. Svo kom loks að því að við legðum af stað, og er við fórum fram hjá þing- húsi Reykdæla, þar sem símastöðin var þá, kom frétt um það að drengurinn lifði enn, en líðanin væri engu betri. Það benti því allt til þess, að þessi för þeirra væri lífsnauðsyn og þá um leið gæti allt verið undir því komið að við yrðum sem allra fljótastir. Mátti líka segja að för okkar gengi vel „á meðan allar götur voru greiðar", en það gat ekki heitið nema suður af Narfastöðum, þangað sem akbrautin náði. Riðum við allliðugt þá leið. Rviið Sigurmundur Svip en Björn Skjóna. Voru troðnar hnakktöskur með ýmsu dóti við alla hnakkana og þar að auki varð ég að hafa þunga tösku, með verkfærum i, á bakinu í ól yfir öxlina. Þóttu mér mikil óþægindi að því strax á meðan við riðum liðugt og þó fyrst fyrir al-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.