Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Blaðsíða 10
182 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS félags Reykjavíkur, sem stofnað var fyrir forgöngu Þorvarðar Þor- varðarsonar 11. janúar 1897, en meðal stofnenda voru flestir ofan- greindir menn og konur, auk ann- ara áhugamanna um leiklist. Leikfélag Reykjavíkur tekur þegar frá upphafi forustuna um öll leiklistarmál bæjarins og frá því berast áhrif til flestra kaup- túna landsins. Félágið átti jafnan við mikla örðugleika að etja, en fé- lagsmenn létu það ekki á sig fá, en börðust ótrauðir við fátækt og skilningsleysi þeirra manna, sem næst stóð að veita þeim verðugan stuðning, og að hinum glæsilega árangri af starfi þessara frumherja íslenzkrar leiklistar búum vér enn í dag og því minnumst vér þeirra allra með virðingu og þakklátum huga. Meðal þessara djörfu og óbrevtandi forustumanna stóð Friðfinnur Guðjónsson fremstur í flokki meðan aldur og heilsa Jevfðu. Á fyrsta ári Leikfélagsins var hann kosinn ritari þess og gegndi hann því starfi í fiögur ár. Árið 1910 var hann aftur kosinn ritari og gegndi hann nú starfinu óslitið í nítján ár, eða til árs 1929, en á því ári var hann kjörinn for- maður félagsins og einn af sjö mönnum í rekstursráð félagsins ár- in 1930—33. — Árið 1935 var har.n kjörinn heiðursfélagi Leikfélags Revkjavíkur, í viðurkenningar- skyni fyrir frábært starf hans í þágu félagsins um áratugi. Jafnframt því að vera lengst af í stjórn Leikfélagsins, var Frið- finnur einnig alla tíð einn af aðal- leikendum félagsins, enda hefur enginn leikari íslenzkur farið með jafn mörg hlutverk á Jeiksviði hér sem hann. Um þett.a segir Lárus Sigurbjörnsson rithöfundur 1 minningargrein um Friðfinn í Vísi 14. þ. m.: „Áður en lauk hafði hanrx staðið tæp 1600 kvöld á leiksviðinu, komið fram í 128 leikritum við 196 uppsetningar og leikið 154 hlut- verk, þar af 136 fyrir Leikfélagið, en leikkvöld hans hjá félaginu urðu 1337 talsins." — Þegar þess er gætt að allt leikstarf Friðfinns var unnið í hjáverkum við annað þreytandi starf, þá hlýtur maður að undrast hið geisilega starfsþrelc hans. En hinn mikli áhugi hans á leiklistinni og leikgleði hans, sem aldrei brást, Jiefur án efa létt hon- um starfið, enda var Friðfinnur flestum öðrum fremur Jeikari af guðs náð. Þegar á fyrsta starfsári Leik- félags Reykjavíkur fer Friðfinnur með hlutverk í sex Jeikum af ell- ' efu, sem félagið sýndi það ár, og síðan má heita að hann Jiafi lengst af á hverju ári komið fram í mörg- um leikum, og þá oft í veigamikl- um hlutverkum. — Hann var fyrst og fremst gamanleikari, enda hafði hann glöggt auga fyrir hinu skop- lega í fari manna og var gæddur mikilli kímnigáfu, sem hann þó beitti jafnan græzkulaust. En þessi gáfa nans gerði honum létt fyrir um leik og hinar skoplegu persón- ur urðu jafnan í túlkun hans sann- ar og lifandi. Og þó að leikhlut- verk hans yrðu svo mörg, sem greint hefur verið frá, þá hætti Friðfinni aldrei við að endurtaka sig, heldur voru persónur hans alt- af ferskar og nýar. Hjá honum var alltaf „veður til að skapa.“ Ég held að ég geri engum rangt til þó að ég fullyrði að Friðfinnur hafi ver- ið mikilhæfasti skopleikarinn, sem komið hefur fram á íslenzku leik- sviði til þessa, enda átti hann meiri vinsældum að fagna en flestir aðrir leikarar íslenzkir. — Það yrði of langt mál að gera hér grein fyrir einstökum hlutverkum sem Frið- finnur lék á Jangri ævi. Þó vil ég minnast liér á þrjú hlutverk hans, hvert sinnar tegundar, scm hann lék af þeirri snilld að seint mun gleymast, en það eru hlutverkin Argan í ímyndunarveikinni eftir Molieré, Jón bóndi í Fjalla-Eyvindi og Freysteinn, eða „Kotstrandar- kvikindið" í Lénharði fógeta. — í Argan tókst Friðfinni svo vel að fella sig að hinum franska „kome- diu“-stíl að furðu gegndi, enda var leikur hans þrátt fyrir gáskamik- ið skop, hnitmiðaður og alltaf inn- an takmarka hins rétta hófs. — Jón bónda, þennan háværa og hlátur- milda ágætiskarl, sem hreyfur af víni brosir við öllum og lætur gam- anyrðin fiúka á báðar hendur, túlk- aði Friðfinnur af svo djúpum skilningi á þessari rammíslenzku manngerð, að persónan stendur manni enn fyrir hugskotsjónum í öllum sínum upprunaleik, sönn og fast mótuð. Friðfinni auðnaðist að leika þetta hlutverk með Gunn- þórunni Halldórsdóttur sér við hlið sem konu Jóns bónda, á sviði Þjóðleikhússins, er það var vígt. Var þeim þá báðum ákaft fagnað af leikhúsgestum, enda ekki að ástæðulausu, því að þarna stóðu þau hlið við hlið, síðustu fulltrúar þeirra frumherjanna frá 1897, er fyrstir hófu merki íslenzkrar leik- listar og báru það fram til sigurs. — Þá var ekki síðri leikur Frið- finns í hlutverki „Kotstrandarkvik- indisins“. Þar málaði hann um- komuleysi og vesalmennsku þessa þrautpínda og kúgaða íslenzka al- múgamanns, á verstu niðurlæg- ingartímum þjóðarinnar, sterkum litum og með vægðarlausu raun- sæi en jafnframt grátbroslegri kímni. — Hér mætti reyndar bæta við leik Friðfinns í Klinke, í fars- anum „Spanskflugan“, en það var eitt af vinsælustu hlutverkum hans. Fvrst framan af má heita að Friðfinnur léki jöfnum höndum gamanhlutverk og alvarleg, enda fór honum hvorttveggja jafnvel úr hendi, þó að gamanleikurinn yrði höfuðgrein hans á leiksviðinu síð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.