Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
187
Heimsendanna milli
Galdur í Indlandi
SAMKVÆMT opinberum skýrsl-
um hafa eigi færri en 43 menn
verið drepnir fyrir að fara með
galdur í ríkinu Hyderabad seinustu
tvö árin. Annars staðar í Indlandi,
svo sem í Bihar og ýmsum afskekkt
-um héruðum er galdur enn iðkað-
ur, og þó einkum svartigaldur, og
er honum kennt um dauða margra
manna. Það er skammt síðan að
kunnur iögfræðingur í Mysore var
dæmdur í tveggja ára varðhald og
150 Sterlingspunda sekt fyrir að
liafa reynt að stytta dómstjóranum
í hæstarétti líf með göldrum. Svo
röm er galdratrúin enn þar í landi.
Jökull skilar þeim dauðu
FYRIR 74 árum fór ungur sviss-
neskur læknir, Arnold Haller,
ásamt tveimur fylgdarmönnum
upp til fjalla og var ætlan þeirra
að ganga á tindinn Ewigschnee-
horn, sem er skammt frá Grindel-
wald. Þeir komu ekki aftur, höfðu
hrapað í jökulgjá, og lík þeirra
fundust ekki. Nú fyrir skemmstu
fundust líkin við neðstu brún skrið-
jökulsins Lauteraar, er fellur nið-
ur fjallið.
Flöskuskeyti kemur
í ÁGÚSTMÁNUÐI 1951 var her-
flutningaskip, sem „Vahine“ nefnd-
ist á leið frá Nýa Sjálandi til Kóreu
með herlið. Það strandaði á skerja-
garði í Kyrrahafi, 200 mílur norður
af Port Darwin, sem er nyrsta höfn
í Ástralíu. Veður var gott og menn-
irnir voru ekki í neinni hættu. —
Kallað var á herskip til aðstoðar,
en meðan beðið var eftir því, gerði
einn af hermönnunum það að
gamni sínu að skrifa bréf, setja það
í flösku og varpa svo flöskunni
fyrir borð.
Maður þessi heitir Ross Alex-
ander og á nú heima í Waverley í
Taranikihéraði á norðurey Nýa
Sjálands. Þar býr hann búi sínu
og liggur jörð hans að sjó. Fyrir
skömmu var hann á gangi í ijör-
unni og sér þar þá ílösku, sem var
hálíkalin í sand. Af einhverri rælni
sparkaði hann í flöskuna svo að
hún losnaði og valt undan. Sá hann
þá að skeyti var í henni. Gerðist
hann nú forvitinn og náði í skeytið
og var lengi að velta því fyrir sér
áður en hann uppgötvaði að þarna
var komið skeýtið, sem hann hafði
fleygt fyrir borð á „Vahine“ forð-
um. Það hafði borizt um 2000 mílna
leið og hafnað á hans eigin landi.
Skóf af scr skeggið
ÁRIÐ 1950 gaf stjórnin í Ástralíu
út tvö sérstök frímerki, 8V2 d. og
2 sh. 6 d. og var á þeim mynd af
skeggjuðum áströlskum negra. —
Hafa frímerkjasafnarar um allan
heim keppzt við að ná í þessi frí-
merki, og þess vegna er nú negr-
inn, sem myndin er af, orðinn
heimskunnur. Hann heitir Jimmy
og er jafnan kallaður Punds-
Jimmy, og á heima langt inni í
landi, um 300 km frá Alice Springs.
Þegar er frímerkin komu út. tóku
bréf að drífa að Jimmy úr öllum
áttum og hafa honum borizt þús-
undir þeirra. En þar sem hann er
bæði ólæs og óskrifandi, urðu bréf-
in honum til lítillar gleði. Hús-
bóndi hans, Bill Wendby, fann þó
upp á ráði til þess að Jimmy gæti
svarað bréfunum. Hann skrifaði
svarbréf fyrir hann og lét hann
setja sitt mark undir, með því að
þrýsta þumalgómnum íyrst á blek-
púða og síðan á brcfin. Undirskrift
Jimmys er fingrafar hans.
Jimmy kemur nokkrum sinnum
til Alice Springs og þá flykkjast
íerðamenn um liann til þess að taka
af honum myndir og fá íingurfar
hans. Þetta var Jimmy farið að
leiðast og hann fór að hugsa um
hvernig hann gæti komizt hjá
ásókn ferðamanna. Hann tók svo
það til bragðs, að skafa af sér allt
skeggið, og helt að enginn mundi
þá þekkja sig. Að vísu þykir minna
til lians koma síðan, en ferðamenn
leita hann þó uppi og sumir gera
sér beinlínis ferð þangað sem hann
á heima til þess að iá að sjá hann.
Uniferðarslys
OPINBERAR skýrslur um umferð-
arslys í Bandaríkjunum árið sem
leið eru nýlega komnar. ITafa bíl-
arnir valdið meira manntjóni en
nokkuru sinni áður. Um jólin fór-
ust 392 menn í bifreiðarslysum, en
283 um áramótin. Er sagt að hinir
skæðustu fellibyljir sé ekkert á
móts við hættuna sem staíar af
bílunum. En þá er aðra sögu að
segja af fluginu. Aldrei hefur verið
jafnlítið um dauðaslys í flugferð-
um eins og árið sem leið, og þó
hafa flugferðir aldrei verið meiri.
Á árinu fluttu flugvélar 25 mill-
jónir farþega. Innanlands flugvél-
um hlekktist þrisvar sinnum á svo
að banaslys yrði, og fórust 23
menn. Er það sama sem 0.08 á
hverjar 100 milljónir „farþega-
mílna“, en hjá bílunum nema
dauðaslysin 6,4 á hverjar 100 millj.
„farþegamílur“. Má á þessu sjá hve
miklu öruggara er að ferðast með
flugvélum en bílum í Bandaríkj-
unum, og svipuð er reynslan ann-
ars staðar.
—5